Fréttablaðið - 17.04.2014, Blaðsíða 54
17. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38
EINN SÁ BEST KLÆDDI Í TÍSKUHEIMINUM
Ástralinn Justin O´Shea hefur löngum fest sig í sessi sem einn þekktasti karakterinn innan tískuheimsins. O´Shea er innkaupastjóri hjá vef-
versluninni Mytheresa.com og því fastur gestur á fremsta bekk á tískuvikum út um allan heim. O´Shea er talinn einn best klæddi karlmaður
í heimi þar sem hann klæðist yfi rleitt jakkafötum og vesti og setur sinn svip á klæðnaðinn með húðfl úrum sínum og þykku skegginu.
NORDICPHOTOS/GETTY
GRÁTT OG BLEIKT
KLÆDDUR Í FRAKKA, SEM
TÓNAR VIÐ JAKKAFÖTIN, OG Í
BLEIKRI SKYRTU – FYRIR UTAN
MARC JACOBS-SÝNINGUNA Í
NEW YORK.
BLÁTT BINDI
SVARTKLÆDDUR
MEÐ BINDI Í LIT.
TÍSKUPAR
KÆRASTA O´SHEA,
VERONIKA HEIL-
BRUNNER, ER
YFIRLEITT JAFN
VEL TIL FARA OG
HANN.
VÍGALEGUR
FRAKKI MEÐ
PELSKRAGA OG
SÓLGLERAUGU Á
TÍSKUVIKUNUM.
HÚÐFLÚRIN
SETJA SINN SVIP Á
ÚTLITIÐ.
GULUR FRAKKI
JUSTIN O´SHEA SEGIST
SJÁLFUR VERA FREMUR
HEFÐBUNDINN Í FATA-
VALI EN ER ÓHRÆDDUR
VIÐ AÐ FLIKKA UPP Á
KLÆÐNAÐINN MEÐ
LITUM.
KYNLÍF TAKTU ÞÁTT!
Sendu Siggu Dögg póst og
segðu henni frá vandamáli
úr bólinu. Lausnin gæti
birst í Fréttablaðinu.
kynlif@frettabladid.is
Ég fylgist með stórskemmti-
legum hópi á fésbók sem kallast
„Kynlegar athugasemdir“. Þar er
farið um víðan völl og virkilega
gaman að sjá hversu sveigjan-
legir margir eru í uppeldi sínu
gagnvart staðalmyndum og enn
aðrir tilbúnir að stíga út fyrir
kassann sinn og fagna fjölbreyti-
leikanum. Ég hef sagt það áður
og ég segi það aftur, einstaklings-
munur er meiri en kynjamunur.
Þó er það svo, rétt eins og
með veðurfarið, að
ský dregur skyndi-
lega fyrir sólu
og gallajakkinn
sem ég er í ber
vott um of
mikla bjart-
sýni þegar
á mér dynur
haglél. Svo-
leiðis leið
mér þegar
höfundur
nýrrar barna-
bókar kallar
píku buddu, því
það er „krúttlegra“
og „virðingarverðara“
yfir kynfæri „ungrar stúlku“.
Úps, ég gubbaði aðeins upp í mig.
Typpi er hins vegar bara typpi,
rétt eins og það hefur alltaf verið.
Hættu þessu femínistavæli og
skelltu tíkalli í budduna.
Þegar þessum ágæta höfundi
var bent á að píka væri píka þá
bar sá hinn sami fyrir sig að fem-
ínistar ættu ekki að skipta sér
af fjölbreytileika tungumálsins.
Budda er víst alveg jafngilt orð
og budda, blúnda, dúllurifa eða
hvað svo sem honum finnst vera
krúttlegt yfir píku. Það er ekki
í verkahring einhvers femínista
að segja honum, sjálfum höfund-
inum, hvað eigi að kalla hluti, það
er smekkur hvers og eins.
Sko. Eiginlega bara alls ekki.
Ef Landlæknisembættið notar
píka, þá notum við píka. Ef þú
skrifar bók þar sem þú kennir
börnum um líkamann þá notar
þú réttnefni viðkomandi líkams-
hluta. Þú getur tekið sérstaklega
fram að líkamshlutar hafa gælu-
nefni, rétt eins og magi er stund-
um kallaður mallakútur en magi
er samt magi. Það fer enginn full-
orðinn einstaklingur til læknis
því honum er svo illt í mallakút
og hausaling. Ég velti því líka þá
fyrir mér hvenær budda verður
að píku, eða verður hún bara að
seðlaveski? Hættir þessu barns-
lega veseni með eintómt klink og
þroskast í að taka nú á móti
tíuþúsundkalli?
Ég verð bara reið
því það er stór
misskilningur að
þetta sé einka-
mál femín-
ista. Þetta
er bara mál
allra. Þetta er
tungumálið
okkar og þetta
er líkaminn.
Við skulum
ræða um hann
og fræða á réttan
hátt en ekki eftir
geðþótta hvers og
eins. Ég hef áður talað
um píkuskrímslið. Eða sko, það
að það sé einmitt ekkert píku-
skrímsli. Það að segja orðið píka
hefur akkúrat engin önnur áhrif
en þau að þú ert að tala um kyn-
færi. Orðið hindrar ekki hárvöxt
á neðri svæðum né sprengir haus
í loft upp. Þetta er bara orð en orð
eru mikilvæg. Þess vegna vönd-
um við okkur þegar við tölum og
reynum að tala skýrt og segja
rétt frá. Getum við bara farið að
segja píka og verið sammála um
það, þá get ég einbeitt mér að því
að fræða um píkuna en ekki eytt
tímanum í orðaleiki?
Kynlegar athugasemdir