Fréttablaðið - 17.04.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.04.2014, Blaðsíða 24
17. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| HELGIN | 24 Fyrirtækið Ísar hefur undirritað sölusamning á þremur sér hæfðum íslenskum torfæru-bílum, Ísar TorVeg, sem eru sérstaklega hann- aðir fyrir íslenska ferðaþjónustu og björgunarsveitir. Kaupendur eru íslensku fyrir- tækin Mountain Taxi, Fjallajeppar og Orca en samningurinn var undir- ritaður í gær þar sem Ragn heiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, var viðstödd. Bílarnir eru hugarfóstur Ara Arnórssonar, sem hefur starfað lengi sem leiðsögumaður. „Þetta er líklega í fyrsta sinn sem svona samningur er gerður því þetta er íslensk hönnun og íslensk fram- leiðsla. Bílarnir eru ætlaðir til fjöldaframleiðslu, til að uppfylla þær þarfir sem eru fyrir hendi bæði í ferðaþjónustu og björgunarstarfi, fyrst hérlendis og síðan um heim allan,“ segir Ari, sem kveðst engu að síður ekki ætla að leggja heiminn undir sig. „Nei, heimurinn er með mörgum herbergjum. Það eina sem við þurfum er pínu, pínu, pínulítið brot. Þá erum við í góðum málum.“ Hann segist hafa unnið að gerð bílanna í tuttugu ár og tími hafi verið kominn á samning sem þenn- an. Vinnan hafi verið gríðarleg. „Frá minni hendi vitanlega en líka mikil vinna frá þeim sem kunna það sem ég kann ekki.“ Sum farartæki þola ekki vonda vegi Það var meðfædd grúskárátta Ara lagði grunninn að TorVeg- bílunum. „Ég hef aldrei verið sáttur við neitt í kringum mig sem er tæknilegs eðlis, ég hef alltaf viljað reyna að bæta það. Sum farartæki sem við höfum í ferðaþjónustu í dag þola ekki vonda vegi. Þau geta farið illa með sína farþega og þurfa stund- um að aka mjög hægt. Svo er það hávaðinn og þrýstingurinn, sem getur valdið óþægindum,“ segir Ari. „Ég fór að teikna og fá menn til að gera þetta með mér en þeir voru uppteknir við sitt. Á endanum þurfti ég annaðhvort að steinhalda kjafti eða gera eitthvað í málunum. Ég gerði það 2006 þegar ég lét smíða frumgerð að frekar frum- legum hópbíl sem er búinn að reyn- ast frábærlega í sjö ár.“ Hann segir nauðsynlegt að ná kostnaðinum niður við vandaða ferðaþjónustu. „Ísland hentar ekki undir massatúrisma heldur frekar undir gæðaþjónustu. Mitt framlag er að gera rekstraraðilum kleift að bjóða upp á góða, vandaða og eftir sótta þjónustu með minni um- hverfis áhrifum og lægri tilkostn- aði þannig að það gæti orðið meiri arður af starfseminni. Tilkostnað- urinn við þessa gömlu jeppa sem við erum að nota í dag er alltof hár, bæði í eldsneytis- og viðgerðar- kostnaði,“ segir hann en TorVeg- bílarnir ganga fyrir innlendu elds- neyti að hluta til. Frumgerð bílanna verður fram- leidd á þessu ári og þrír nýir bílar verða svo afhentir á því næsta. „Við framleiðum síðan upp í allar pant- anir,“ segir Ari og vonast til að heildarsala hér á landi fari í þriggja stafa tölu eftir fimm til tíu ár. „Ef við kíkjum á björgunarsveitirnar þá eiga þær 170 jeppa. Þær hafa endurnýjað fimm frá hruni, ekki vegna peningaskorts, heldur vegna þess að þær finna ekki hentug tæki til að kaupa. Nú vonum við að þau séu komin.“ Meðfædd grúskárátta lagði grunninn að nýjum torfærubílum Nýir íslenskir torfærubílar sem þrjú ferðaþjónustufyrirtæki hafa keypt eru hugarfóstur Ara Arnórssonar. Hann er mikill grúskari og alla sína ævi hefur hann langað að bæta þá tækni sem er í kringum sig. Framleiðsla bílanna fer fram á Íslandi. Freyr Bjarnason freyr@frettabladid.is ARI ARNÓRSSON Segir nauðsynlegt að ná niður kostnaðinum við vandaða ferða- þjónustu á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hönnunarferlið Ísar TorVeg er hann- aður og álagsgreindur í sérhæfðu verkfræði- forriti af litlum hópi innlendra fagmanna. Um útlit sér sérmennt- aður bílahönnuður. Öll verk frá hönnun til frágangs fyrir afhendingu eru unnin af klasa samstarfsfyrir- tækja. Smíði hvers bíls fer því fram á mörgum stöðum í einu. Helstu markaðir Helstu markaðir til að byrja með eru íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og björgunarsveitir. Áætlanir gera ráð fyrir sölu á nokkrum tugum bíla á innanlands- markaði á næstu árum. Ísar TorVeg er gerður eftir gildandi Evrópureglum og á því að vera gjaldgengur í sölu um heim allan. Um Ísar Ísar er vörumerki þekkingarfyrirtækisins Jaka sem nýtir íslenskt hugvit og reynslu til framleiðslu um- hverfisvænna farþega- bifreiða til atvinnunota. Fyrsti bíllinn sem var framleiddur samkvæmt hugmyndafræðinni var forveri TorVeg, hópbíll- inn AlVeg. Hann hefur verið í notkun í íslenskri ferðaþjónustu frá 2007. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM TORVEG Slétt gler Innbyggður öndunarrani Glær toppur fyrir norður- ljós og fjallasýn Farþegarými einangrað Gönguál yfir farangursrými Aðskilið 3 fm farangursrými Pláss fyrir 2 sjúkra- börur og farangur 40+ cm fjöðrunarslag Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum Hurðir eins 2 farþegar á dyr 85cm sætabil Allt gler tvöfalt Sléttur botn Bílstjóri stillir fjöðrun eftir mælum Uppdraganleg hjól 46“ dekk Glussaspil innbyggt Aðeins tæringarfrí efni Biogen-mótor Vatnsvarið vélarrými Öll lýsing LED
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.