Fréttablaðið - 17.04.2014, Blaðsíða 48
MENNING
17. apríl 2014 FIMMTUDAGUR
Söngvahátíð barnanna verður haldin í Hallgríms-
kirkju í dag klukkan 17. Eins og undanfarin ár
munu um 100 börn úr sex kórum af höfuðborgar-
svæðinu syngja ásamt Lögreglukórnum í Reykja-
vík og djasshljómsveit. Sérstakir gestir tón-
leikanna eru söngvararnir Auður Guðjohnsen og
Egill Ólafsson og stjórnandi Tómas Guðni Egg-
ertsson. „Megináherslan á þessum tónleikum er á
sex nýja íslenska sálma sem voru sérpantaðir af
tónmenntasjóði kirkjunnar og frumfluttir á Menn-
ingarnótt í ágúst síðast liðnum,“
segir Tómas. „Við höfum í gegn-
um árin notið mikillar vel vildar
frá Agli Ólafssyni og hann
verður einnig með okkur í ár. Á
meira að segja einn af sálmunum
sem við syngjum.“
Tónleikarnir eru um einnar
klukkustundar langir og er
aðgangur ókeypis.
Á morgun, föstudaginn langa, verður í kirkj-
unni heildarflutningur á Passíusálmum Hallgríms
Péturs sonar. Lesið verður frá klukkan 13 til 18 og
er aðgangur ókeypis.
Umsjón með lestrinum hafa Ævar Kjartansson
og dr. Þórunn Sigurðardóttir. Björn Steinar Sól-
bergsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur orgel-
verk milli lestra.
Á mánudaginn efnir Listvinafélagið í fyrsta
sinn til páskatónleika á annan í páskum og hefj-
ast þeir klukkan 20. Frumflutt verður verk eftir
Hreiðar Inga Þorsteinsson, sem samið er sérstak-
lega í tilefni af Hallgrímsárinu, Páska kantata
Hallgríms fyrir kammerkór, einsöngvara og
orgel. Flytjendur eru kammerkórinn Schola can-
torum og einsöngvarar úr þeirra hópi ásamt Birni
Steinari Sólbergssyni orgelleikara. Gestastjórn-
andi er Hreiðar Ingi Þorsteinsson.
- fsb
Barnakórar, Passíusálmar og nýtt
íslenskt tónverk verður frumfl utt
Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir fj ölbreyttri dagskrá í kirkjunni um
páskana. Gleðin hefst í dag með Söngvahátíð barnanna og lýkur á mánudag
með frumfl utningi nýs tónverks eft ir Hreiðar Inga Þorsteinsson.
EGILL ÓLAFSSON
SCHOLA CANTORUM Á tónleikum á annan í páskum flytur
kórinn nýtt tónverk Hreiðars Inga Þorsteinssonar við ljóð Hall-
gríms Péturssonar. MYND/GUNNAR FREYR STEINSSON
„Ég er að lýsa því hvernig er að
takast á við erfiða líðan, ganga í
gegnum eitthvað, skoða það og
endurfæðast í gegnum reynsl-
una. Þetta er svona lífsganga eða
þroskasaga að vissu leyti,“ segir
Ragnheiður Guðmundsdóttir
myndlistarmaður um sýninguna
Endurfæðing hjartans sem hún
opnar í Grafíksalnum í Tryggva-
götu 17 á laugardaginn. Mynd-
irnar hennar eru unnar með
blandaðri tækni, á mörkum text-
íls og málverks, og í þeim birt-
ast vangaveltur Ragnheiðar um
hvort vitundin búi í hjartanu eða
heilanum. „Fólk þarf að hlusta
á hjartað,“ segir hún og meinar
það.
Ragnheiður útskrifaðist úr
Listaháskólanum árið 2000 og
hefur tekið þátt í nokkrum sýn-
ingum. Þetta er þriðja einkasýn-
ingin. Hún er búin að koma sér
upp vinnustofu á Kársnesinu í
Kópavogi og er ein þeirra sem
reka Anarkíu listasal, þar sem
hún hefur bæði verið með einka-
sýningu og tekið þátt í samsýn-
ingu með öðrum.
Ragnheiður er andleg í túlk-
unum sínum á eigin verkum.
„Þegar ég fór að vinna að sýning-
unni fann ég að hún tengist svo-
lítið páskunum. Þar er svo mikið
af táknum.“
Eftir opnun verður sýn ingin
Endurfæðing hjartans í sal
Íslenskrar grafíkur opin fimmtu-
daga til sunnudaga milli klukkan
14 og 18.
gun@frettabladid.is
Lífsganga að vissu leyti
Býr vitundin í hjartanu en ekki heilanum? eru vangaveltur Ragnheiðar Guð-
mundsdóttur listakonu sem opnar sýningu í sal Íslenskrar grafíkur á laugardag.
LISTAKONAN
„Fólk þarf
að hlusta á
hjartað,“ segir
Ragnheiður.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI