Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.04.2014, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 17.04.2014, Qupperneq 48
MENNING 17. apríl 2014 FIMMTUDAGUR Söngvahátíð barnanna verður haldin í Hallgríms- kirkju í dag klukkan 17. Eins og undanfarin ár munu um 100 börn úr sex kórum af höfuðborgar- svæðinu syngja ásamt Lögreglukórnum í Reykja- vík og djasshljómsveit. Sérstakir gestir tón- leikanna eru söngvararnir Auður Guðjohnsen og Egill Ólafsson og stjórnandi Tómas Guðni Egg- ertsson. „Megináherslan á þessum tónleikum er á sex nýja íslenska sálma sem voru sérpantaðir af tónmenntasjóði kirkjunnar og frumfluttir á Menn- ingarnótt í ágúst síðast liðnum,“ segir Tómas. „Við höfum í gegn- um árin notið mikillar vel vildar frá Agli Ólafssyni og hann verður einnig með okkur í ár. Á meira að segja einn af sálmunum sem við syngjum.“ Tónleikarnir eru um einnar klukkustundar langir og er aðgangur ókeypis. Á morgun, föstudaginn langa, verður í kirkj- unni heildarflutningur á Passíusálmum Hallgríms Péturs sonar. Lesið verður frá klukkan 13 til 18 og er aðgangur ókeypis. Umsjón með lestrinum hafa Ævar Kjartansson og dr. Þórunn Sigurðardóttir. Björn Steinar Sól- bergsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur orgel- verk milli lestra. Á mánudaginn efnir Listvinafélagið í fyrsta sinn til páskatónleika á annan í páskum og hefj- ast þeir klukkan 20. Frumflutt verður verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, sem samið er sérstak- lega í tilefni af Hallgrímsárinu, Páska kantata Hallgríms fyrir kammerkór, einsöngvara og orgel. Flytjendur eru kammerkórinn Schola can- torum og einsöngvarar úr þeirra hópi ásamt Birni Steinari Sólbergssyni orgelleikara. Gestastjórn- andi er Hreiðar Ingi Þorsteinsson. - fsb Barnakórar, Passíusálmar og nýtt íslenskt tónverk verður frumfl utt Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir fj ölbreyttri dagskrá í kirkjunni um páskana. Gleðin hefst í dag með Söngvahátíð barnanna og lýkur á mánudag með frumfl utningi nýs tónverks eft ir Hreiðar Inga Þorsteinsson. EGILL ÓLAFSSON SCHOLA CANTORUM Á tónleikum á annan í páskum flytur kórinn nýtt tónverk Hreiðars Inga Þorsteinssonar við ljóð Hall- gríms Péturssonar. MYND/GUNNAR FREYR STEINSSON „Ég er að lýsa því hvernig er að takast á við erfiða líðan, ganga í gegnum eitthvað, skoða það og endurfæðast í gegnum reynsl- una. Þetta er svona lífsganga eða þroskasaga að vissu leyti,“ segir Ragnheiður Guðmundsdóttir myndlistarmaður um sýninguna Endurfæðing hjartans sem hún opnar í Grafíksalnum í Tryggva- götu 17 á laugardaginn. Mynd- irnar hennar eru unnar með blandaðri tækni, á mörkum text- íls og málverks, og í þeim birt- ast vangaveltur Ragnheiðar um hvort vitundin búi í hjartanu eða heilanum. „Fólk þarf að hlusta á hjartað,“ segir hún og meinar það. Ragnheiður útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2000 og hefur tekið þátt í nokkrum sýn- ingum. Þetta er þriðja einkasýn- ingin. Hún er búin að koma sér upp vinnustofu á Kársnesinu í Kópavogi og er ein þeirra sem reka Anarkíu listasal, þar sem hún hefur bæði verið með einka- sýningu og tekið þátt í samsýn- ingu með öðrum. Ragnheiður er andleg í túlk- unum sínum á eigin verkum. „Þegar ég fór að vinna að sýning- unni fann ég að hún tengist svo- lítið páskunum. Þar er svo mikið af táknum.“ Eftir opnun verður sýn ingin Endurfæðing hjartans í sal Íslenskrar grafíkur opin fimmtu- daga til sunnudaga milli klukkan 14 og 18. gun@frettabladid.is Lífsganga að vissu leyti Býr vitundin í hjartanu en ekki heilanum? eru vangaveltur Ragnheiðar Guð- mundsdóttur listakonu sem opnar sýningu í sal Íslenskrar grafíkur á laugardag. LISTAKONAN „Fólk þarf að hlusta á hjartað,“ segir Ragnheiður. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.