Fréttablaðið - 17.04.2014, Blaðsíða 44
17. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 28TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is
Við ætlum að flytja sinfóníu nr. 6
eftir Mahler, sem er risavaxið verk,
og þetta verður í fyrsta sinn sem við
náum hundrað manns á svið,“ segir
Dagbjört Brynja Harðardóttir, fram-
kvæmdastjóri SN. „Við erum í sam-
starfi við Ungsveit Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands og Tónlistarskólann á
Akureyri og fleiri tónlistarskóla. Guð-
mundur Óli Gunnarsson, aðalstjórn-
andi SN, stjórnar og þetta verður
stórviðburður.“
Áður en Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands varð til var til Kammerhljóm-
sveit Akureyrar, sem stofnuð var af
kennurum Tónlistarskólans á Akur-
eyri. „En svo stækkaði hljómsveitin
og metnaðurinn varð meiri, sem varð
þess valdandi að fyrir tuttugu árum
var nafninu breytt í Sinfóníuhljóm-
sveit Norðurlands,“ útskýrir Dagbjört
Brynja. „Síðan hefur hljómsveitin
vaxið og dafnað og eftir að við fengum
menningarhúsið Hof hafa aðstæður
hennar breyst mikið til hins betra.“
Hljómsveitin heldur tónleika um
það bil einu sinni í mánuði og verk-
efnavalið er ansi breitt. „Sinfónían
bregður sér í allra kvikinda líki,“
segir Dagbjört Brynja. „Í dag er það
Mahler en eftir viku, á sumardaginn
fyrsta, munum við spila pönk með
Pollapönki í Hofi og þá verða með
okkur 250 nemendur úr Tónlistar-
skólanum á Akureyri. Þessi gjör-
ólíku verkefni endurspegla vel hvað
SN er orðin fjölhæf hljómsveit og að
hún vílar ekki fyrir sér að stökkva úr
einu hlutverki í annað.“
Tónleikarnir í Hofi í dag hefjast
klukkan 16 og enn eru örfá sæti laus.
fridrikab@frettabladid.is
Spila Mahler í dag og
Pollapönk eft ir viku
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fagnar 20 ára starfsafmæli sínu með því að ráðast í sitt
stærsta verkefni til þessa; Sinfóníu nr. 6 eft ir Mahler. Næst á dagskrá er svo Pollapönk.
FJÖLHÆF HLJÓMSVEIT Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur spilað allt frá háklassík til pönks í tuttugu ár.
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
ðurh 5, Rv 5 1 00 t n
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
Hinrik
Valsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ÁSTHILDUR TORFADÓTTIR
Hvassaleiti 56
lést á Landspítalanum Hringbraut
mánudaginn 14. apríl sl.
Hallgerður Arnórsdóttir Helgi Gíslason
Björk Inga Arnórsdóttir
börn og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SVEINBJÖRN ÓSKARSSON
viðskiptafræðingur,
Næfurási 1,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
föstudaginn 11. apríl. Jarðsungið verður frá
Árbæjarkirkju þriðjudaginn 22. apríl kl.13.00.
Ingibjörg Sigríður Gísladóttir
Áslaug Ingibjörg Sveinbjarnardóttir Gunnar E. Carlsen
Guðrún Jóna Sveinbjarnardóttir
Óskar Gísli Sveinbjarnarson Karen Milek
Hafdís Arna Sveinbjarnardóttir
og barnabörn.
Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem hafa
tekið þátt í því með okkar að minnast
STEINUNNAR KRISTÍNAR
ÁRNADÓTTUR
Vatnaseli 3, Reykjavík,
sem lést 27. mars síðastliðinn. Innilegar
þakkir til ykkar allra fyrir knús og kveðjur.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sigurður Guðmundsson
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
AUÐUR SIGURÐARDÓTTIR
Mánatúni 6, Reykjavík,
lést á Hrafnistu 12. apríl. Útför hennar fer
fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 22. apríl
klukkan 13.00.
Friðrik Kristjánsson
Ívar Friðriksson Lóa Sigurðardóttir
Logi Friðriksson Sigrún Elíasdóttir
Kári Friðriksson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi,
tengdafaðir, bróðir og mágur,
BJÖRN INGÓLFSSON
f. 4. júlí 1940 á Siglufirði,
lést í Eskilstuna, Svíþjóð, 12. apríl.
Útför Björns fer fram í kyrrþey.
Rósa Jónasdóttir
Guðrún Björnsdóttir Torbjörn Boberg
Ingi Björnsson Annika Lindau Björnsson
Regína Ingólfsdóttir Egill Þór Jónsson
Níels Ingólfsson Svanhvít Hafsteinsdóttir
Ásgrímur Ingólfsson Unnur Sigtryggsdóttir
og barnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞRÁINN ÁRNASON
myndskeri,
Digranesheiði 21, Kópavogi,
andaðist mánudaginn 14. apríl. Hann verður
jarðsunginn frá Digraneskirkju, þriðjudaginn
29. apríl kl. 15.00.
Rebekka Þráinsdóttir
Sigurður Á. Þráinsson Solveig K. Jónsdóttir
Þór Þráinsson Valborg Guðmundsdóttir
Þráinn Þráinsson Hulda Kristófersdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkær eiginmaður,
faðir, afi, tengdafaðir, sonur,
bróðir, tengdasonur og mágur,
SVAVAR SÆMUNDUR TÓMASSON
rafeindavirki,
til heimilis að Hamratanga 15,
lést af slysförum sunnudaginn 13. apríl.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 25. apríl kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á að styrkja Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Rannveig Raymondsdóttir
Anna Hlíf Svavarsdóttir Októ Þorgrímsson
Tómas Örn Svavarsson
Áslaug Svava Svavarsdóttir Sigurður Svansson
og barnabörn
Tómas Sæmundsson Esther Skaftadóttir
Magnús Tómasson Oddný Halldórsdóttir
Einar Björn Tómasson
Raymond Steinsson Anna Kjaran
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN SVAVAR JÓNASSON
blikksmíðameistari,
Drekavöllum 57, Hafnarfirði,
lést á heimili sínu 11. apríl í faðmi fjölskyldu
sinnar. Hann verður jarðsunginn frá
Víðistaðakirkju miðvikudaginn 23. apríl kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu LSH.
Kolbrún Ósk Óskarsdóttir
Kristens Jónsson Ingibjörg Jóna Kristjánsdóttir
Katrín Svava Jónsdóttir Stefán Kristófersson
Jórunn Jónsdóttir Einar Þór Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn.