Fréttablaðið - 17.04.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.04.2014, Blaðsíða 32
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og Tíska. Hafdís Huld Þrastardóttir. Hvað gera frægir um páskana? Hönnun. Samskiptamiðlarnir. 4 • LÍFIÐ 17. APRÍL 2014 H afdís Huld Þrastardóttir tónlistarkona varð móðir fyrir tæplega tveimur árum þegar dóttirin Ara- bella fæddist á sjálfan lýðveldisdaginn. Hún hafði hugsað sér að taka sér hálfs árs frí frá tón- listarferlinum og njóta þess að eiga gæðastundir með dótturinni og unnustanum í bleika húsinu þeirra í Mosfellsdalnum. Plönunum um að ferðast um heiminn með barnið og sinna ferlinum var hins vegar frestað örlítið lengur en áætlað var. Dóttirin reyndist óvenju óvær og grét linnulaust upp undir 18 tíma á dag í rúmlega ár. Til þess að geta sinnt móðurhlutverkinu heils hugar tók Hafdís Huld þá ákvörð- un að fresta útgáfu sinnar þriðju plötu og öllu tónleikahaldi um eitt og hálft ár. Nú er öllu léttara yfir þeim mæðgum og ekki er að sjá að Hafdís Huld hafi sofið lítið síðan hún varð móðir. Fram undan er tónleikaferðalag til Bretlands með litlu fjölskylduna að kynna nýju plötuna sem loksins kemur á heimsmarkað í næsta mánuði og heitir Home. „Plötufyrirtækin hefðu getað hent mér og mínum samn ingum í sjóinn því að þessi plata átti að koma út í febrúar árið 2013 en kemur út núna 5. maí 2014, sem er auðvitað ansi mikil frestun. Það getur enginn útskýrt það fyrir manni hvernig það er að verða for- eldri, allt í einu verður svo auð- velt að forgangsraða. Fyrst þegar ég stóð frammi fyrir því að fresta plötunni um ár var mér mjög um- hugað um að allir væru sáttir, bæði breska og bandaríska plötufyrir- tækið. En svo þegar Arabella var svona mikið veik þá breyttust allar áherslur og ég var farin að hugsa að ef ég gæti ekki gert tónlist aftur þá skipti það ekki öllu máli. Auð- vitað væri það leiðinlegt en í stóra samhenginu er þetta ekkert val, ef hún þarf á mér að halda þá er það bara þannig. Ég fékk reglulega gylliboð frá umboðs manninum mínum og þegar hún var átta mán- aða var mér til dæmis boðið að koma til Indlands að taka upp myndband en nei, ég hélt nú ekki, ég ætlaði að vera hér og skipta um þessa bleyju,“ segir hún hlæjandi. Breyttist þegar hún varð mamma „Ég sagði alltaf ég myndi ekki eignast barn fyrr en ég væri til- búin að breyta öllu í lífi mínu til að sinna barninu og í dag er ég mjög þakklát fyrir að ég skuli hafa beðið með barneignir þangað til ferill- inn var kominn á gott ról. Það var ákveðið öryggi í því að vera komin með útgáfusamning, umboðsmann og höfundarréttarfyrirtæki þegar þessar aðstæður komu upp.“ En hefur áherslan í tónlistinni breyst einnig á þessu tímabili? „Já, hún hefur gert það, ég hef bara breyst sjálf heilmikið. Nýja platan hefur annan tón því líf mitt er allt öðruvísi í dag. Ég fékk mér bara hænur og hesta og fór að huga að lífrænu eggjunum mínum og var heima að baka. Áður fyrr var svo mikill hraði og ég var á stöð- ugum ferðalögum en þegar þú átt barn sem grætur allt að 18 tímum á sólahring slakar þú auðvitað á kröfunum og metur þann litla svefn sem þú færð. Ég hef komið fram á tvennum tón leikum er- lendis eftir að ég eignaðist Ara- bellu. Í sándtékkinu reif hún stöð- ugt í hárið á mér þar sem hún hékk á bakinu á mér í magapoka,“ segir Hafdís Huld og skellihlær. „Þá var allur glamúrinn gjörsam- lega farinn sem gerir mann líka að einlægari listamanni þegar að það er enginn frontur lengur. Ég var bara heppin að hafa verið með maskara á báðum augunum áður en tónleikarnir byrjuðu.“ Pollýanna aldrei langt undan Talið berst að fæðingarorlofi kvenna, fullkomnunaráráttu og samfélagsþrýstingi. „Það virðist margir að halda að þú sem kona sért bara á kaffi- húsum allt fæðingarorlofið. Þegar Arabella var sex mánaða hafði ég ekkert farið með hana annað en til læknis eða til mömmu. Þú ferð ekki með barn, sem grætur út í eitt, í heimsókn. Fólki líður ekk- ert vel að fá svoleiðis heimsókn. Við fórum með hana í allar rann- sóknir en það fékkst engin niður- staða. Hún var bara eitt af þess- um börnum sem gráta. Við áttum bara að komast yfir fyrstu þrír mánuðina, en svo liðu sex, svo níu og upp úr 12 mánaða aldri minnkaði þetta mikið. Í dag er hún orðin hress, elskar tónlist og gengur um og segir Oh dear, oh dear með breskum hreim. Á heimilinu tölum við íslensku og ensku í bland svo það er æðislegt að hlusta á hana skipta á milli tungumálanna. Ég hef aldrei kynnst barni sem sefur í 8 tíma svo ef mín sefur í 3 tíma er ég bara glöð því það er svo miklu betra en 40 mínútur. Maður verður algjör Pollýanna af svona reynslu og ég verð bara að spila úr þessu eins vel og ég get,“ segir Hafdís Huld sem augljós- lega hefur ákveðið að taka á erf- iðleikunum með mikilli jákvæðni og jafnaðargeði. Tilbúin í slaginn á ný Hvernig heldurðu svo að það verði að fara með barnið í tón- leikaferðalag, ertu kvíðin eða ör- lítið spennt? „Það verður eflaust svo lítið öðruvísi en áður. Við fækkuðum tónleikunum úr 22 í 12 á einum mánuði og fáum bæði hjálp frá tengdaforeldrum mínum sem búa í Bretlandi og mömmu sem mun koma til okkar út. Mamma er sú sem hefur aðstoðað þegar við höfum verið að taka upp og mixa plötuna Home sem er frábært. Reyndar voru mamma og pabbi og systir mín dugleg að ganga um með bleika vagninn til skiptis rétt eins og þau væri í boðhlaupi á meðan við Alisdair vorum í upp- tökum. Sem betur fer lærðum við maðurinn minn bæði útsendingar- og upptökustjórn og gátum tekið plötuna upp heima.“ Í sumar mun Hafdís Huld taka upp barnaplötu en nýja platan, Home, inniheldur lög sem eru meira í ætt við þjóðlagatónlist. „Ég var á góðum skriði þegar ég tók mér pásu en við erum með samninga við útgáfufyrirtæki út um allan heim og ég sem einnig tónlist fyrir sjónvarpsefni og kvik- myndir. Ég hef unnið með umboðs- manninum mínum síðan 2007 og ég hef þurft að sannfæra hana um ýmislegt í gegnum tíðina. Fyrst vildi ég flytja heim og svo ætlaði ég í barneignarfrí en sem betur fer HAFDÍS HULD NÁUNGAKÆRLEIKUR KOSTAR EKKI NEITT Hafdís Huld Þrastardóttir tónlistarkona hefur ekki látið mikið á sér bera í tónlistinni eftir að hún varð móðir en ákvað að koma fram fyrir skömmu og segja frá erfi ðri reynslu þegar hún varð fyrir hrottalegu neteinelti. Lífi ð ræddi við Hafdísi Huld um móðurhlutverkið, nýju plötuna og hugrekkið sem þarf til þess að opna munninn og segja frá. STARF Tónlistarkona ALDUR 34 ára HJÚSKAPARSTAÐA Trúlofuð Alisdair Wright MYND/VALLI opið til 22 alla daga. Opnunartími Iðu Zimsen um páska 10-19 á skírdag, lokað föstudag, 10-22 laugardag 11-18 á páskadag, 10-19 á annan í páskum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.