Fréttablaðið - 01.05.2014, Page 2

Fréttablaðið - 01.05.2014, Page 2
1. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 NÁTTÚRA Aukin refaveiði hefur ekki skilað tilætluðum árangri og svo virðist sem veiðin hafi frekar orðið til þess að refum fjölgi en fækki, segir Ester Rut Unnsteins- dóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ástæðan er aukin áhersla á vetrarveiði, sem fer þannig fram að egnt er fyrir refina með því að bera út æti og þeir skotnir þegar þeir koma nærri. Ester segir margt benda til þess að allt of mikið æti sé sett út og þar sem það sé ekki vaktað öllum stundum verði það til þess að refir sem ella hefðu soltið í hel yfir veturinn nái að komast í fæði og lifa af. Alls voru 84 þúsund refir drepnir á sautján ára tímabili, frá 1995 til 2012. Kostnaðurinn við veiðarnar var um 1,6 milljarðar, uppreiknað á verðlag ársins í ár, segir Ester. Refastofninn náði lágmarki um 1970, en þá hafði langt kulda- skeið farið illa með stofninn, segir Ester, auk þess sem eitrunarherferð hafði áhrif. Síðan hefur refastofn- inn verið á uppleið og tók sérstakan kipp upp úr 1997. „Það voru sett ný lög um friðun refsins árið 1994, og eftir að þau lög tóku gildi, sérstaklega árið 1997, var farið í sérstakt veiðiátak,“ segir Ester. „Þá var meiri áhersla lögð á vetrarveiðar og minni á grenja- vinnslu, sem getur verið dýr og tímafrek.“ Ester segir að um 500 veiðimenn hafi unnið á þessum 84 þúsund dýrum. Margir þeirra leggi út tals- vert mikið æti. Þegar það bætist við náttúrulegt fæðuframboð refsins á erfiðasta tíma ársins hafi það áhrif. Hún leggur til að haldið verði utan um hversu mikið æti sé lagt út. Það gæti jafnvel verið ódýr- ari aðgerð til að fækka dýrunum að hætta að leggja út æti fyrir refi yfir veturinn. Verkefnin eru önnur í Skandinavíu, þar sem tóf- unni hefur fækkað gríðarlega, og hún er í mikilli útrýmingarhættu. Þar hafa vísindamenn komist að því að besta leiðin til að styrkja stofn- inn sé að setja út æti að vetrarlagi, segir Ester. brjann@frettabladid.is Refum hefur fjölgað vegna aukinnar veiði Veiðimenn sem setja út fæði til að lokka til sín tófur gætu hafa orðið þess valdandi að viðkoma stofnsins er sífellt að batna. Fæðið verður til þess að tófur sem hefðu ella drepist nái að lifa af veturinn segir sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. FJÖLGAR Halda ætti utan um hversu mikið æti veiðimenn setja út til að lokka til sín refi segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ■ Refastofninn á Íslandi er talinn vera á bilinu 10 til 13 þúsund dýr. ■ Tófan er ein af þrettán refategundum í heiminum og sú tegund sem býr nyrst allra. ■ Aðeins 200 dýr af sömu tegund og ís- lenska tófan eru eftir í Skandinavíu. Álíka margir vísindamenn vinna að rannsóknum á stofninum. ■ Ekkert spendýr hefur fundist nær Norðurpólnum en tófan, ekki einu sinni ísbjörn. ■ Tófan er vel aðlöguð kulda og er með þéttastan feld allra dýra að vetrarlagi. ■ Tófan getur þolað allt að 70 gráða frost, þrátt fyrir að hún safni ekki miklu fitulagi. ➜ Pólfari með þykkasta feld allra dýra Siggi, eru rangindin augljós? Já, þetta er fjarri því stormur í vatnsglasi. Siggi Stormur stendur í ströngu við Hafnar- fjarðarbæ en bærinn hefur ekki auglýst í miðli hans, H220, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. VIÐSKIPTI Íslandsbanki fær láns- hæfismatið BB+/B með stöð- ugum horfum frá Standard & Poor’s. Samkvæmt því er bank- inn í traustri stöðu á íslenskum fjármálamarkaði með 30 til 40 prósenta markaðshlutdeild á flestum sviðum, þrátt fyrir að vera með minnsta efnahags- reikninginn af viðskiptabönk- unum þremur. Einkunn bankans er aðeins einu þrepi frá íslenska ríkinu. - fbj Gott lánshæfismat frá S&P: Íslandsbanki fær BB+/B SKIPULAGSMÁL „Ef það á að þétta byggð í Reykjavík verður að gera það í samvinnu við íbúa. Það verð- ur að vera á hreinu hvert verklag- ið er,“ segir Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Íbúar í vesturbæ urðu fyrir talsverðum óþægindum og tjóni vegna sprenginga á Lýsisreit, snemma í vetur. Íbúar nokkurra fasteigna á svæðinu undirbúa málssókn vegna tjóns á fasteign- um sínum. Hildur segir að í kjölfar þess hafi hún og fleiri fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins lagt til að skipað- ur yrði vinnuhópur sem hefði það hlutverk að skoða uppbyggingar- mál borgarinnar. Hópnum yrði falið að endur- skoða núgildandi byggingarreglu- gerð, kortleggja réttarstöðu íbúa, endurskoða reglur heilbrigðiseft- irlitsins og fleira er lýtur að stöðu íbúa gamalla og gróinna hverfa í framtíðinni. Borgarstjórn samþykkti að skipa slíkan hóp 4. mars síðast- liðinn og átti umhverfis- og skipu- lagsráð að gera það. Síðan hefur ekkert gerst. Hjálmar Sveinsson, Samfylk- ingu, á sæti í skipulagsráði. Hann segir að það sé yfirsjón að hópurinn skuli ekki hafa verið skipaður strax. „Ef við ætlum að fylgja þeirri stefnu sem er mörk- uð í aðalskipulagi að þétta byggð er nauðsynlegt að fara í gegnum allar vinnureglur þar sem verið er að byggja hús inni í grónum hverfum,“ segir Hjálmar - jme Borgarstjórn hefur ekki enn skipað starfshóp um framkvæmdir á þéttingarsvæðum í grónum hverfum: Yfirsjón af okkar hálfu segir borgarfulltrúi HJÁLMAR SVEINSSON Segir að upp- lýsingagjöf þurfi að vera í lagi en mis- brestur hafi verið þar á. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNMÁL Nýr flokkur hægri manna sem er í deigl- unni ætlar ekki að bjóða fram til sveitarstjórnar- kosninga. Benedikt Jóhannsson, talsmaður hópsins, segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin á fundi í gær. Hann segir ástæðurnar þær að kveikjan að stofnun flokksins séu Evrópumál, vestræn samvinna og frelsi í viðskiptum. Þessar hugmyndir lúti fremur að lands- málum en sveitarstjórnarmálum. Í öðru lagi sé tíminn til að bjóða fram orðinn knappur. Í þriðja lagi segir Benedikt að margir þeirra sem gætu átt samleið með nýjum flokki hægri manna séu þegar komnir í framboð fyrir aðra flokka eða fram- boð. Hægri menn ætla að halda tvo undirbúningsfundi í vor. Í kjölfarið á að stofna nefnd sem á að hafa veg og vanda af því að stofna flokkinn. „Okkur liggur ekkert á, það verða væntanlega ekki þingkosningar fyrr en eftir þrjú ár. Menn vilja gefa sér góðan tíma og vanda til verka,“ segir Benedikt. - jme Nýr flokkur hægri manna ætlar ekki að bjóða fram í kosningum í vor: Tíminn orðinn of knappur BENEDIKT JÓHANNSSON Hægrimenn ætla að halda tvo undirbúningsfundi í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NEPAL, AP Nepalar lögðu í gær niður kerti í borginni Katmandú til minningar um sjerpana 16 sem fórust í snjóflóði á Everest 18. apríl. Með í för í leiðangrinumvoru pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og Ingólfur Axelsson fjallgöngumaður. Þau sluppu bæði ómeidd, en sneru niður af fjallinu í kjölfar snjóflóðsins. Everest hefur nú verið lokað fjallgöngumönnum, en slysið var það mannskæðasta í sögu fjallsins. Ríkisstjórn Nepals bauð aðstandend- um hinna látnu jafngildi rúmra 44 þúsund króna í bætur fyrir ástvini sína en þeir heimta nú hærri bætur fyrir missinn. - kóh Everest-fjalli hefur verið lokað í kjölfar slyssins mannskæða: Kerti til minningar sjerpanna 16 KVEIKT Á KERTUM Nepalar leggja niður kerti í höfuðborg Nepals, Katmandú, til minningar um þá sem fórust í snjóflóðinu á dögunum. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Kína gæti tekið við af Bandaríkjunum sem stærsta hagkerfi heims á þessu ári. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn metur það svo að hagvöxtur í Kína milli áranna 2011 til 2014 hafi verið rúm 24 prósent á meðan hagvöxtur í Bandaríkjunum á að hafa verið rúm 7,6 prósent. Árið 2005 var hagkerfi Kína metið sem rúm 43 prósent af heild- arstærð hagkerfis Bandaríkjanna. - kóh Fara fram úr Bandaríkjunum: Kína gæti orðið stærst á árinu SPURNING DAGSINS SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Ægis tjaldvagn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.