Fréttablaðið - 01.05.2014, Síða 10

Fréttablaðið - 01.05.2014, Síða 10
1. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 BANDARÍKIN, AP „Það var hræði- legt að horfa upp á þetta. Þetta var algjört klúður,“ sagði David Autry, lögmaður fanga sem tekinn var af lífi í Oklahoma í fyrrinótt. Fanginn, sem hét Clayton Lock- ett, varð að sögn lækna meðvitund- arlaus tíu mínútum eftir að ban- vænni lyfjablöndu var sprautað í hann. Þremur mínútum síðar tók hann samt að anda þungt, engj- ast um á aftökubekknum og gnísta tönnum. Tjöld voru á endanum dregin fyrir svo áhorfendur þyrftu ekki að horfa upp á þetta erfiða dauðastríð. Stuttu síðar lést fanginn af völdum hjartaáfalls. Yfirvöld í Oklahoma ákváðu í kjölfarið að fresta um hálfan mánuð aftöku annars fanga, sem taka átti af lífi tveimur stundum síðar. Lock- ett var fyrsti fanginn í Oklahoma sem átti að lífláta með nýrri lyfja- blöndu. Bandarísk stjórnvöld hafa um nokkurt skeið átt erfitt með að útvega þau lyf sem áður hafa verið notuð í þessum tilgangi. - gb Ný lyfjablanda reyndist illa þegar hún var notuð við aftöku í Oklahoma: Dauðastríð fangans varð erfitt ANNAR LIFIR, HINN DÓ Þeir Clayton Lockett og Charles Warner hlutu báðir dauðadóm fyrir morð og nauðgun. NORDICPHOTOS/AFP NÍGERÍA Tugir ungra kvenna og stúlkna, sem hryðjuverkasam- tökin Boko Haram námu á brott úr skóla í Nígeríu nýverið, hafa verið þvingaðar í hjónaband með mannræningjunum og félögum þeirra. Mannréttindasamtök í Nígeríu hafa skýrt frá því að stúlkurn- ar séu seldar fyrir tvö þúsund naírur, en svo nefnist gjaldmið- ill Nígeríu. Þetta er jafnvirði tæplega 1.400 króna. - gb Boko Haram selja feng sinn: Þvingaðar í hjónaband Málsvari byggingamanna VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ FÉLAGA OKKAR Í KRÖFUGÖNGUM Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI Í DAG, Á DEGI VERKALÝÐSINS. Eftir kröfugöngur er félagsmönnum Byggiðnar boðið í kaffi: Fjölmennum! REYKJAVÍK Grand hóteli Reykjavík, Gullteig, Sigtúni 38 AKUREYRI Hofi, Strandgötu 12 V E R T Að lokinni kröfugöngu og útifundi á Ingólfstorgi býður FIT félagsmönnum sínum í 1.maí kaffi að Grand hóteli (Setrið) við Sigtún. Félagar fjölmennum í hátíðarhöld dagsins! Gullteig) við Sigtún. UMHVERFISMÁL Félagsbúið á Mið- hrauni á Snæfellsnesi hefur misst leyfi til að bera áburð úr fiski á tún sín. Umhverfisráðuneytið segir um að ræða aukaafurð úr dýri en ekki úrgang og því hafi ekki verið á sviði Heilbrigðis- nefndar Vesturlands að leyfa vinnsluna. Fjöldi nágranna Félagsbús- ins kærði dreifingu áburðarins. Meðal þeirra er Ólafur Ólafs- son í Samskipum, sem á fjórar nálægar jarðir og vill fá lögbann á lagningu íbúanna á Miðhrauni 2 á hitaveitu meðfram þjóðvegin- um um land hans. Á Miðhrauni er rekin fisk- þurrkun og því sem af gengur er breytt í lífrænan áburð, að sögn Bryndísar Huldu Guðmundsdótt- ur. „Umhverfisstofnun er sam- mála okkur um að þetta sé rétta leiðin en þetta snýst í raun um hvaða embætti á að gefa okkur þetta leyfi,“ segir hún. Ástþór Jóhannsson, ábúandi á Dal, kveðst ekkert hafa á móti fiskverkuninni annað en „und- arlega staðsetningu“ langt inni í landi. „Og fyrir utan ólykt og aukaverkanir vegna úrgangs- ins sem frá þeim fellur og hefur skolast út í vatnslindirnar neðan við verkunina á ýmsum tímum, og umhverfisráðuneytið hefur nú lýst óhæfu, þá er ekið með hrá- efni langt að til vinnslunnar og það getur varla talist vistvænt, eins og rekstraraðilarnir hafa haldið fram.“ - gar Umhverfisráðuneytið fellir úr gildi heimild frá heilbrigðisnefnd til dreifingar á fiskáburði á Miðhrauni: Fiskislóg sagt hráefni en ekki úrgangur FISKUR Á TÚNI Áburður úr fiskafgöng- um er plægður ofan í túnið á Miðhrauni 2. MYND/AÐSEND ÍRAK Mestar líkur þykja á að Dawa, flokkur Núrí al Malíkis forsætisráðherra, fari með sigur af hólmi í þingkosningum í Írak, sem haldnar voru í gær. Gríðarlegur fjöldi lögreglu- þjóna og hermanna var sendur út á götur og torg í landinu til að gæta öryggis við kosningarn- ar. Í höfuðborginni Bagdad voru eftirlitsstöðvar með um það bil fimm hundruð metra millibili og vopnaðar öryggissveitir óku um borgina, sem að öðru leyti var að mestu laus við umferð bifreiða. Ofbeldi hefur verið mikið í aðdraganda kosninganna, sprengjuárásir tíðar og hótunum um frekari árásir ætlað að fæla fólk frá því að mæta á kjörstað. Ástandið hefur ekki verið verra síðan 2008. Undanfarna viku hafa á annað hundrað manns látið lífið í árásum af ýmsu tagi. Þrátt fyrir öryggisráðstafanir tókst andófsmönnum að gera árás- ir á nokkrum stöðum í landinu, með þeim afleiðingum að í það minnsta fimm manns létu lífið. Þetta eru þriðju þingkosningarn- ar þar frá því Saddam Hussein var steypt af stóli árið 2003. Al Malíki hefur verið forsæt- isráðherra í átta ár. Hann þykir engan veginn líflegur stjórnmála- maður, en þeim mun harðari gegn andstæðingum sínum. Hann er sjíamúslími, en þeir eru í meirihluta í landinu og fastlega er reiknað með því að flokkur al Mal- íkis beri sigur úr býtum í kosning- unum. Súnnímúslímar hafa verið ósáttir við al Malíki og segja hann draga taum sjía á kostnað súnnía. Ofbeldið undanfarið hefur að mestu verið á ábyrgð súnnískra skæruliðasamtaka, sem nefnast Ísl- amskt ríki í Írak og Austur löndum nær. Liðsmenn þeirra hafa einnig barist í Sýrlandi gegn Bashar al Assad forseta, og hafa notað reynslu sína af átökunum þar óspart til að herja á sjíamúslíma í Írak. Í kosningunum árið 2010 lagði al Malíki mikla áherslu á að ná breiðri sátt í landinu á milli sjía, súnnía og kúrda. Illa gekk þó að koma saman samsteypustjórn og al Malíki virð- ist hafa misst áhugann á sáttum. Að minnsta kosti varð hann æ harðari gagnvart andstæðingum sínum og stendur nú í stórræðum gegn upp- reisnaröflunum, sem eflast með hverjum mánuðinum. gudsteinn@frettabladid.is Írakar létu hótanir ekki hindra sig Hermenn og lögregluþjónar voru á hverju strái í Bagdad og öðrum borgum Íraks þegar landsmenn kusu sér nýtt þing. Þetta voru þriðju þingkosningarnar frá því Saddam var steypt af stóli. Stjórn Núri al Malíkis forsætisráðherra er spáð sigri. Á KJÖRSTAÐ Í BASRA Kona heldur á barni sínu og atkvæðaseðli, þar sem hún býr sig undir að kjósa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ➜ Undanfarna viku hafa á annað hundrað manns látið lífið í árásum af ýmsu tagi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.