Fréttablaðið - 01.05.2014, Page 20

Fréttablaðið - 01.05.2014, Page 20
1. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 20 8. 38 7 7. 67 5 Afkoma Reykjavíkurborgar getur sveiflast mjög milli ára af ástæð- um sem eru utan áhrifavalds stjórnmálanna. Þannig vega líf- eyrisskuldbindingar þungt í afkomubata borgarsjóðs (A-hluta reikninganna) umfram áætlanir á síðasta ári. Afkoma samstæðu Reykja- víkurborgar (bæði A-hluta og B-hlutans þar sem eru fjárhags- lega sjálfstæð fyrirtæki að meiri- hluta í eigu borgarinnar) verður hins vegar að teljast nokkuð góð, með afgang upp á um 8,4 milljarða króna. Þarna er um að ræða 11,1 milljarðs króna sveiflu frá árinu áður þegar afkoman var neikvæð um 2,7 milljarða króna. Þá er nið- urstaðan 711 milljónum króna betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sé einvörðungu horft til rekstr- arniðurstöðu A-hluta var afkoman jákvæð um 3.008 milljónir króna á meðan áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 304 milljón- ir. Þá er niðurstaðan 3.051 milljón króna betri en árið 2012. Þarna skiptir töluverðu máli upphæð gjaldfærslu vegna lífeyr- isskuldbindinga upp á 159 milljón- ir króna, en fjárhagsáætlun borg- arinnar gerði ráð fyrir að hún yrði 2.600 milljónir króna. „Oftar en ekki hefur þetta verið á hinn veginn, að við höfum verið yfir áætlun,“ segir Birgir Björn Sigurjónsson, fjármála- stjóri Reykjavíkurborgar. Skuld- bindingarnar ráðist hins vegar af tveimur þáttum. Annars vegar sé það hvort lífeyrisskuldbind- ingar vegna starfsmanna hækki, en þær eru beintengdar við laun eftirmanna og fylgja því kjara- samningum. „Og á síðasta ári voru engir kjarasamningar og því ekkert að gerast á þeim vett- vangi.“ Hins vegar séu skuldbind- ingarnar tengdar ávöxtun eigna- safnsins sem er að baki. „Og stór hluti af eignasafninu eru skulda- bréf sem fengust við sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Þessi bréf hafa þannig ávöxtunarskil- mála að þeir eru beintengdir við ávöxtunarkröfu á tilteknum degi á Íbúðalánasjóðsskuldabréfaflokki sem er kallaður HFF34.“ Birgir Björn segir að í fyrra hafi ekki verið gert ráð fyrir því að ávöxt- unarkrafan færi neitt upp, frekar en árið þar á undan. „En ávöxtun- arkrafan rauk upp á síðustu mán- uðum ársins og það svo mjög að eignirnar jukust með þeim hætti að þessi áætlaða gjaldfærsla var 2,4 milljörðum of rúm.“ Birgir Björn segir viðbúið að þróun lífeyrisskuldbindinga verði öndverð á þessu ári, enda hafi kjarasamningar áhrif auk þess sem ávöxtunarkrafa eignanna gæti sigið á ný. „Og þannig ástand var nú reyndar bara 2011, annars vegar kostnaðarsamir kjarasamn- ingar og snarlækkandi ávöxtunar- krafa sem gerði það að verkum að við lentum í gjaldfærslu upp á 4,4 milljarða ef ég man rétt.“ Þetta segir Birgir Björn ekki atriði sem stjórnmálamenn eða stjórnendur hjá borginni ráði miklu um, en hafi gífurleg áhrif engu að síður. „Árin 2008 og 2009 voru til dæmis engir kjarasamningar og ávöxt- unarkrafan hlaupandi upp allan skalann og þá vorum við með nei- kvæða gjaldfærslu á lífeyrisskuld- bindingum þannig að það átti heil- mikinn þátt í jákvæðri afkomu þeirra ára,“ bendir hann á. Einn þeirra þátta sem höfðu áhrif til bættrar stöðu B-hluta samstæðunnar var svo breytt reikningsskilaaðferð Félagsbú- staða, sem hækkaði eigið fé sam- stæðunnar um 18,1 milljarð króna. Þessi breyting segir Birgir Björn að hafi þannig áhrif á sam- stæðuniðurstöðuna að hún batni um 1,9 milljarða króna. Séu áhrif lífeyrisskuldbindinga og endurmats eigna Félagsbú- staða tekin saman er hlutur þeirra 4,3 milljarðar króna í 8,4 milljarða króna afgangi samstæð- unnar. Mismunurinn er 4,1 millj- arður. Í tilkynningu borgarinnar um afkomuna er niðurstaða reikning- anna sögð sýna að rekstur sam- stæðunnar sé að styrkjast, auk þess sem fjárhagslegur styrk- ur A-hluta borgarsjóðs sé mikill hvort sem litið sé til eiginfjár- stöðu eða hefðbundinna skulda- þekjuhlutfalla. Langtímaskuldir samstæðu Reykjavíkur lækkuðu um 29,2 milljarða króna milli 2012 og 2013 og stóðu í 231,5 milljörð- um króna í lok síðasta árs. Oftar en ekki hefur þetta verið á hinn veginn, að við höfum verið yfir áætlun. Birgir Björn Sigurjónsson. Samstæða 2009 2010 2011 2012 2013 Eiginfjárhlutfall 26,4% 30,8% 31,5% 31,4% 40,1% Arðsemi eigin fjár -1,6% 12,4% -3,4% -1,8% 5,7% Veltufjárhlutfall 1,06 1,05 0,91 0,87 0,92 Skuldsetningarhlutfall 239,2% 191,1% 184,9% 176,3% 120,6% Uppgreiðslutími 16 ár 16 ár 11 ár 10 ár 9 ár Skuldahlutf. skv. sveitarstj.lögum 329% 327% 292% 268% 221% Veltufé frá rekstri 19% 19% 24% 24% 23% Rekstrartekjur 23% 21% 23% 26% 29% Heimild: Skýrsla Fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar ➜ Kennitölur úr samstæðu Reykjavíkur Heimild: Skýrsla Fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar Raun 2013 Áætlun 2013 150.000 120.000 90.000 60.000 30.000 0 -30.000 Tekjur Laun og launat. gjöld Breyt. lífeyris. skuldb. Annar rekstr- arkost. Af- skriftir Fjár- magns- liðir Tekju- skattur Matsbr. fjárf. eigna Hlutd. í afkomu tengdra félaga Rekstr- arnið- urstaða 12 9. 58 0 12 7. 16 4 19 5 2. 64 649 .0 33 48 .2 74 42 .8 59 42 .4 61 13 .9 13 14 .2 70 1. 89 1 1. 33 4 -9 .0 21 -1 0. 64 1 -7 .5 45 -2 .5 31 -5 17 0 ➜ Áætlun og niðurstaða samstæðureiknings milljónir króna Áætlun og endanleg niðurstaða Með fróðleik í fararnesti Fuglaskoðun í Grafarvogi 3. maí 2014 kl. 11:00 Valitor er stuðningsaðili Ferðafélags Íslands. Allar nánari upplýsingar á hi.is Safnast verður saman á bílastæðinu við Grafarvogskirkju á tilsettum tíma. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ferðin er hluti af samstarfsverkefni HÍ og FÍ og farin í samvinnu við Ferðafélag barnanna. Hún er því tilvalin fyrir alla fjölskylduna. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna háskólans blandast saman í áhugaverðum gönguferðum sem farnar eru undir heitinu „Með fróðleik í fararnesti”. Farfuglarnir okkar eru sannir vorboðar. Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, leiðir ferð í Grafarvog þar sem farfuglar safnast fyrir á leirunni. Mælst er til að þátttakendur taki með sér sjónauka. Sjón er sögu ríkari. Markmiðið með samstarfinu er að vekja áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist og fjölga valkostum í þeim efnum. Um leið er vakin athygli og vonandi áhugi á fjölbreyttri starfsemi Háskóla Íslands og Ferðafélagsins. PIPA R \TBW A SÍA 141253 Sveifla utan áhrifavalds stjórnmála Reykjavíkurborg skilaði 8,4 milljarða króna afgangi 2013. Þróun sem dró úr ætluðum lífeyrisskuldbindingum og endurmat eigna Félagsbú- staða hjálpaði til. Að þeim þáttum frádregnum er hagnaður samt 4,1 milljarður. Niðurstaðan er 711 milljónum króna betri en áætlað var. Til A-hluta reksturs Reykjavíkurborgar telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Þar á meðal eru Bílastæðasjóður, Faxaflóahafnir, Félagsbústaðir, Orkuveitan, Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, Slökkvilið höfuðborgar svæðisins, Sorpa og Strætó. ➜ A og B hluti? FRÉTTASKÝRING Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2013 er nýbirtur Hlutabréf í fyrirtækinu Twitt- er sem á samnefnt vinsælt sam- skiptaforrit féllu í gær og hafa aldrei verið lægri síðan fyrirtækið fór á markað í New York í nóvem- ber síðastliðnum. Fjárfestar munu hafa áhyggjur af getu forritsins til að bæta við sig notendum og halda þeim sem nú þegar nota það við efnið. Talsmenn Twitter segjast vera að einblína á að ná til fleiri og fá notendur til að vera virkari, en það hefur ekki tekist nægilega hratt fyrir fjárfesta þeirra. Um 255 milljónir manns nota forritið mánaðarlega samkvæmt tölum frá því í mars, sem er 25 prósentum meira en í fyrra. - fbj Fjárfestar hafa áhyggjur af getu til að bæta við notendum : Hlutabréf í Twitter falla HARÐUR BRANSI Fjárfestum finnst Twitter ekki stækka nógu hratt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Jón Sigurðsson, forstjóri stoð- tækjafyrirtækisins Össurar, keypti í gær bréf í fyrirtækinu fyrir sem samsvarar 21,5 millj- ónir íslenskra króna, eða eina milljón danskra króna. Össur er skráður í Kauphöllina bæði á Íslandi og í Danmörku. Jón keypti 80.900 hluti í gær og á því alls 458.834 hluti í fyrir- tækinu að verðmæti 120 millj- óna íslenskra króna miðað við kaupverð á hlutnum í gær. Hann á jafnframt kauprétt á 1.250.000 hlutum. - fbj Keypti 80.900 hluti fyrir 21,5 milljónir króna í gær: Forstjóri Össurar fjárfestir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.