Fréttablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 38
1. maí 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 30TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Elskulegur sonur minn og bróðir okkar, SIGURÞÓR SIGÞÓRSSON lést á líknardeild Landspítalans hinn 26. apríl sl. Fyrir hönd aðstandenda, Auður Antonsdóttir Anton G. Sigþórsson Valdimar H. Sigþórsson Þorbjörg A. Sigþórsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELSABET JÓNSDÓTTIR Eskifirði, andaðist fimmtudaginn 24. apríl. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju föstudaginn 2. maí kl. 14.00. Jóhanna Kristín Friðgeirsdóttir Ómar Jónsson Steinn Friðgeirsson Liselotte Widing Helga Friðgeirsdóttir Ásmundur Þórisson Drífa Friðgeirsdóttir Einar Jónsson Kristgeir Friðgeirsson Birna Kjartansdóttir Inga Jóna Friðgeirsdóttir Óskar B. Hauksson Brynja Rut Sigurðardóttir Páll Ragnar Þórisson barnabörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA S. JÓNSDÓTTIR Suðurvangi 6, Hafnarfirði, andaðist miðvikudaginn 23. apríl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 5. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem viljast minnast hennar er bent á líknarfélög. Kristbjörg Einarsdóttir Guðlaugur Ellertsson Ingibjörg Magnúsdóttir Júlíus Jón Jónsson Sólbjörg Harðardóttir börn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELENA HÁLFDANARDÓTTIR sjúkraliði, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 22. apríl. Útförin verður gerð frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 2. maí kl. 13.00. Baldur Rafnsson Elinóra Kristín Guðjónsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson Brynhildur Björk Rafnsdóttir Sigursteinn Magnússon Arnheiður Edda Rafnsdóttir Erling Erlingsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG GUÐRÚN TORFADÓTTIR lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 26. apríl sl. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 2. maí kl. 11.00. Auður Axelsdóttir Eiríkur Guðmundsson Torfi Axelsson Geirlaug Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát GEIRS ZOËGA. Sigríður E. Zoëga og fjölskylda. Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins er í dag, 1. maí. Rætur hans má rekja til þess þegar tillaga frá Frökkum var sam- þykkt á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks. Frakkar lögðu til að verkafólk notaði daginn til fjöldafunda til að fylgja eftir kröfum um átta stunda vinnudag og aðrar umbætur á kjörum. Fyrsta kröfugangan á 1. maí var gengin á Íslandi árið 1923 og dagurinn varð lög- skipaður frídagur árið 1972. Á þessum degi er ávallt leikinn alþjóða- söngur verkalýðsins, Internasjónalinn sem oft er líka kallaður Nallinn. Hann var fyrst fluttur opinberlega í júlí árið 1988 en höf- undur er Eugène Pottier. Sveinbjörn Sigur- jónsson þýddi sönginn yfir á íslensku og er lagið eftir Pierre De Geyter. Hinn 1. maí er hefð fyrir hátíðahöldum um allt land og fara landsmenn í kröfu- göngur og hlýða á ræður forsvarsmanna verkalýðsfélaganna. 1. MAÍ ÁRIÐ 1923: FYRSTA KRÖFUGANGAN Á 1. MAÍ Á ÍSLANDI Ákveðið að gera daginn að baráttudegi árið 1889 ALDREI UPPISKROPPA MEÐ EFNI „Við spilum bara lög sem aðrir eru hættir að nota og spilum á hljóðfæri sem aðrir eru hættir að nota.“ „Við uppgötvuðum það einhvern dag- inn að við værum tvítugir í ár. Það eru tímamót í sjálfu sér. Við bendum gjarnan á það að við höfum verið að næstum því helmingi lengur en Bítl- arnir,“ segir Hjörleifur Hjartarson. Hann skipar dúettinn Hundur í óskil- um ásamt Eiríki G. Stephensen. Sveit- in, sem þekkt er fyrir gamansemi og glaum, fagnar tuttugu ára afmæli sínu í ár. „Við byrjuðum í einhverju part- íi eins og hljómsveitir byrja gjarnan. Síðan er partíið búið að standa í tutt- ugu ár. Eiríkur félagi minn flutti norð- ur til Dalvíkur þar sem ég bjó í Svarf- aðardal og fundum okkar bar saman í Leikfélagi Dalvíkur. Þar spiluðum við eitthvað í partíum og það samstarf stendur enn,“ segir Hjörleifur. Það var þó aldrei meiningin að stofna hljóm- sveit. „Það var ekkert planað að vera svona lengi í hljómsveit. En samstarf- ið blómstrar sem aldrei fyrr. Þetta er búið að vera alveg ótrúlega farsælt hjónaband. Við erum löngu komnir yfir öll leiðindi. Við sitjum bara þegjandi í bílnum þegar við keyrum á tónleika. Í mesta lagi les ég Séð og Heyrt upp- hátt á meðan Eiríkur keyrir. Við erum löngu orðnir svo leiðir hvor á öðrum að við erum hættir að taka eftir því.“ Hljómsveitin fagnar afmælinu með nokkrum tónleikum á Café Rósenberg, þar á meðal næstkomandi föstudags- kvöld klukkan 22.00. Þótt líftími sveit- arinnar sé langur hefur Hundur í óskil- um ekki gefið út mikið efni. „Við erum ekkert ofsalega duglegir við að halda tónleika, enda miðaldra menn og verðum latari með árunum. Við höfum gefið út tvær plötur sem báðar innihéldu tónleika sem voru teknir upp því við nenntum ekki í stúdíó. Við erum ekki einu sinni með heimasíðu. En meðan er eftirspurn eftir okkur erum við til. Við bókuð- um nokkra tónleika á Rósenberg því þá neyðumst við til að mæta þegar tónleikarnir eru auglýstir. Það held- ur okkur við efnið,“ segir Hjörleifur á léttum nótum en sveitin hefur þó nóg fyrir stafni. „Við höfum verið uppteknir í leikhús- inu undanfarin ár. Við vorum meðal annars með leiksýningu sem hét Saga þjóðar. Hún gekk og gekk og við höfð- um ekki tíma í tónleikahald á meðan. Við spilum líka talsvert á árshátíðum og eigum tvær Grímur fyrir leikhús- tónlist. Þótt við séum ekki duglegir að gefa út höfum við ekki setið aðgerða- lausir.“ Hjörleifur segir þá félaga aldrei verða uppiskroppa með efni. „Við spilum bara lög sem aðrir eru hættir að nota og spilum á hljóðfæri sem aðrir eru hættir að nota. Það er alltaf nóg af slíku efni. Það má segja að við séum í endurvinnslu og höfum gefið okkur út fyrir að vera hljóm- sveit hins nýja tíma á Íslandi þar sem hlutirnir eru nýttir í botn. Við spilum til dæmis jólalög allt árið um kring. Við spilum á eldhúsáhöld sem enginn vill spila á – hárþurrkur og hækjur til dæmis,“ segir Hjörleifur. Hann segir afmælisárið lofa góðu. „Við erum að leggja drög að nýrri sýningu. Saga þjóðar heldur allt- af áfram að lengjast í annan endann þannig að það er kominn efniviður í nýja sýningu. Síðan vorum við með sýninguna Hestaat í samstarfi við Hilmi Snæ í Hörpu fyrir stuttu og það verða einhverjar sýningar á því í lok maí í Þjóðleikhúskjallaranum,“ segir Hjörleifur sem nýtur þess að vera tví- tugur á ný. „Við erum barnungir. Við eigum fjörutíu ár eftir af ferlinum.“ liljakatrin@frettabladid.is Ótrúlega farsælt hjóna- band Hunds í óskilum Hljómsveitin Hundur í óskilum fagnar tvítugsafmæli sínu í ár. „Það var ekkert planað að vera svona lengi í hljómsveit,“ segir Hjörleifur Hjartarson, annar meðlimur sveitarinnar. Þeir Eiríkur G. Stephensen halda upp á afmælisárið með tónleikaröð. Við sitjum bara þegj- andi í bílnum þegar við keyrum á tónleika. Í mesta lagi les ég Séð og Heyrt upphátt á meðan Eiríkur keyrir. Við erum löngu orðnir svo leiðir hvor á öðrum að við erum hættir að taka eftir því. Hjörleifur Hjartarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.