Fréttablaðið - 01.05.2014, Síða 46

Fréttablaðið - 01.05.2014, Síða 46
1. maí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 Ég verð að segja að ég er mjög ánægður með þessa bók og stolt- ur af henni,“ segir Anton Helgi Jónsson þegar honum er óskað til hamingju með nýju ljóða- bókina, Tvífari gerir sig heima- kominn. „Ég náði held ég ýmsu sem mig hefur lengi langað til að gera og það var ýmislegt sem kom heim og saman.“ Beð- inn um dæmi segir Anton Helgi: „Til dæmis eins og að leika mér með ýmsar myndlíkingar þann- ig að þær verði skemmtilegar um leið og þær eru hversdagslegar í hversdagslegu umhverfi, eins og í fyrsta ljóðinu um verslunarferð þar sem tilgangur lífsins mætir á svæðið.“ Ljóðin í bókinni eru nánast öll tengd Reykjavík og því eðlilegt að spyrja hvort Anton Helgi sé tekinn við af Tómasi Guðmunds- syni sem Reykjavíkurskáld. „Það held ég varla, þau eru svo mörg fremri mér í því,“ segir Anton og hlær. „En mig hefur lengi lang- að til að gera borgarljóðabók og það sem ýtti við mér var að fyrir nokkrum árum eignaðist ég ljóða- og textasafn Pauls McCartn ey sem kom út upp úr aldamótunum og þegar ég las í gegnum það þá allt í einu mundi ég hvað það var sem hafði sterkust áhrif á mann þegar maður var krakki og ung- lingur og að mig hafði langað að gera svona bók þegar ég var rúm- lega tvítugur. Kannski má segja að þessi bók sé ort fyrir sjálfan mig tvítugan.“ Anton Helgi heldur því fram að þetta sé að mörgu leyti gamal- dags ljóðabók eins og marka megi af tilvitnuninni í McCartney sem eru einkunnarorð hennar. „Ég er að nota alls konar trix sem ekki hafa verið mikið uppi á yfirborð- inu á undanförnum árum og and- blær sjöunda áratugarins er mjög sterkur í bókinni. Þó ég geti ekki annað en vonað að hún höfði til ungs fólks þá er mjög greinilegt að þarna skrifar gamall karl sem horfir um öxl.“ Til hvers vísar tvífarinn í titlin- um? „Tvífarinn er kannski fram- andleikinn í manni sjálfum eða ýmislegt sem maður nær ekki sambandi við. Eða kannski er tvífarinn bara veruleikinn sjálf- ur. Mörg þessara ljóða fjalla um ákveðið sambandsleysi og einmana fólk og þar er ég kannski að miðla einhverri tilfinningu sem hefur hangið með mér lengi, en þetta er líka sýn mín á samfélagið og hvar við höfum verið stödd allmörg undanfarin ár.“ Og af því stafar þessi nostalgía eftir sjöunda áratugnum? En þá varst þú bara barn. „Já, verður maður ekki fyrir sterkustu áhrif- unum þegar maður er barn og ung- lingur? Þegar ég var þrettán, fjór- tán ára þá lögðust þeir á mig með fullum þunga Dylan, Bítlarnir, Ston- es og bara öll sú familía og ég hef að einhverju leyti verið staddur í þeim tíma síðan.“ fridrikab@frettabladid.is Bók fyrir sjálfan mig tvítugan Ljóðabókin Tvífari gerir sig heimakominn eft ir Anton Helga Jónsson kom út hjá Forlaginu í síðustu viku. Að sögn höfundarins svífur andi sjöunda áratugarins yfi r vötnum í ljóðunum enda segist hann ungur hafa vígst inn í familíu Dylans, Bítlanna og Stones og tilheyri henni að vissu leyti enn þá. ANTON HELGI „Mig hefur lengi langað til að gera borgarljóðabók og það sem ýtti við mér var að fyrir nokkrum árum eignaðist ég ljóða- og textasafn Pauls McCartney.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hvers vegna nefnir enginn hjartapuntinn sem bara vex í Grafarvogi? Það hvín oft í stráum og grösum í sveitinni. Hlustum frekar á hjartapuntinn sem hvergi vex nema í Grafarvogi. Við gætum átt svo góðar stundir. Förum og leitum að hjartapunt- inum sem bara vex í Grafarvogi. ➜ Ljóðið um hjartapuntinn Sýningin er eins konar ullar- innsetning þar sem ég vinn með hljóð, vídeó og skúlptúra, skoða meðal annars hin smæstu ullar- hár og þeirra fíngerðustu hreyf- ingar,“ segir Lilý Adamsdótt- ir myndlistarkona. Hún leikur sér með íslensku ullina á annan hátt en margur annar og lætur hana leiða sig í hinar heimspeki- legustu vangaveltur um upphaf, endi, orsök, afleiðingu, tækifæri og fegurð. Lilý opnar sína fyrstu einka- sýningu í Deiglunni á Akur- eyri á laugardaginn klukkan 15 en hefur tekið þátt í sýning- um og verkefnum hér á landi og erlendis og vinnur með gjörn- inga, vídeó, teikningar, textíl og innsetningar. gun@frettabladid.is Lætur íslensku ullina leiða sig áfram Með íslenskan ullarþráð í hendi veltir Lilý Adams- dóttir myndlistarkona fyrir sér upphafi og endi. Hún opnar sýningu í Deiglunni á Akureyri á laugardaginn. Á SÝNINGUNNI Prjónaðar ullarvöfflur, stórar, smáar, fínar og grófar. MYND/ÚR EINKASAFNI Björn Roth, sýningarstjóri, sonur og samstarfsmaður Diet- ers Roth, spjallar við gesti um sýninguna Hnallþóra í sólinni sunnudaginn 4. maí. Hnallþóra í sólinni er sýning á úrvali prent- og bókverka eftir Dieter Roth en á sýningunni er lögð áhersla á framlag lista- mannsins til prentmiðilsins, sem hann hafði mikinn metnað fyrir. Sýnd eru grafík- og bókverk frá árunum 1957 til 1993, en sýningunni er skipt upp í ellefu mismunandi tímabil sem veita greinargóða innsýn í listsköpun og ævistarf Dieters Roth. Sýn- ingin var upphaflega sett upp í Skaftfelli á Seyðisfirði og eru verkin fengin að láni frá Nýlista- safninu og fjölskyldu Dieters Roth. Sýningarstjóraspjall Björns hefst klukkan 15 og er aðgangur ókeypis. Björn spjallar um Hnallþóru BJÖRN ROTH Roth spjallar við gesti um sýninguna Hnallþóra í sólinni sunnu- daginn 4. maí. Opnunarhátíð í dag Áfram Kópavogur! Um leið og við óskum íslensku launafólki til hamingju með daginn bjóðum við öllum Kópavogsbúum til opnunar kosningamiðstöðvar okkar að Bæjarlind 2 milli kl. 14 og 17. Við erum stolt af árangri núverandi meirihluta og höldum til kosn- ingabaráttunnar með jákvæðni og uppbyggjandi kraft að leiðarljósi. Opnun kosningamiðstöðvar 1. maí kl. 14-17 Bæjarlind 2 Allir velkomnir! Blöðrumeistari frá Sirkus Íslands skemmtir börnunum og veitingar í boði fyrir alla fjöl- skylduna.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.