Fréttablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 50
1. maí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 42 FRUMSÝNINGAFMÆLISBARN DAGSINS VISSIR ÞÚ... Leikkonan Emilia Clarke er 27 ára í dag. Hún er þekktust fyrir að leika Daenerys Targaryen í Game of Thrones. Transcendence, vísindaskáldskapur AÐALHLUTVERK: Johnny Depp, Rebecca Hall, Morgan Freeman, Kate Mara, Cillian Murphy, Paul Bettany. Aldurstakmark: 12 ár 6,4/10 42/100 18/100 … að leikarinn Leonardo DiCaprio var nefndur eftir listmálaranum Leonardo DaVinci. Sagan segir að móðir hans hafi fundið hann sparka í fyrsta sinn þegar hún stóð fyrir framan mynd af DaVinci á safni í Flórens á Ítalíu. Sony Pictures tilkynntu að kvikmynd- in Pixels, sem skartar Adam Sandler, Kevin James og Michelle Monaghan, verði frumsýnd þann 15. maí á næsta ári. Chris Columbus leikstýrir mynd- inni en tökur hefjast í næsta mánuði. Framleiðslufyrirtæki Sandlers, Happy Madison, framleiðir myndina ásamt Allen Covert, 1492 Pictures, Michael Barnatham og Mark Radcliffe. FRUMSÝND Í MAÍ 2015 Leikarinn Rob Lowe hefur landað hlut- verki í kvikmyndinni Monster Trucks hjá Paramount. Myndin verður frum- sýnd 29. maí á næsta ári. Aðrir leikarar í myndinni eru til dæmis Danny Glov- er, Jane Levy og Amy Ryan en mikil leynd hvílir yfir söguþræði hennar. Rob er líka með hlutverk í sumarmynd í ár þar sem hann leikur á móti Cameron Diaz og Jason Segel í Sex Tape. LEIKUR Í MONSTER TRUCKS KVIKMYND ★ ★★★ ★ That Awkward Moment Aðalhlutverk: Zac Efron, Miles Teller, Michael B. Jordan og Imogen Poots Eftir að þessari mynd lauk varð mér hugsað til setningar í sjón- varpsþáttunum Friends þegar Joey fékk að heyra eftir leiklistarprufu að hann væri „not believable as a human being“ eða ótrúverðugur sem manneskja. Mig langar næstum því að segja það sama um Zac Efron. Ég gaf honum séns og beið eftir því að hann myndi sanna að hann væri ekki bara fallegt andlit með six- pakk og tindrandi augu. Það gekk ekki eftir. Hann er svo lélegur leik- ari að stundum gat ég ekki einu sinni horft á hvíta tjaldið þegar hann var að tala. Restin af leikaraliðinu er svo sem ekki mikið skárri. Mig grun- ar líka að sjö ára barn hafi skrif- að handritið, sem oft og tíðum er miklu meira en skelfilegt. Hér er allt á yfirborðinu. Allar tilfinningar eru utanáliggjandi og enginn reynir að gera þær svo mikið sem fimm prósent persónu- legar. Og í þeim leik er Zac Efron meistari. Lilja Katrín Gunnarsdóttir NIÐURSTAÐA: Ekkert kemur á óvart og hér er farið illa með gott tækifæri til að láta fólk hlæja og jafnvel fella nokkur tár. Allt á yfirborðinu ÞRÍR VINIR Zac, Miles og Michael leika þrjá góða vini. Grínmyndin The Other Woman var frumsýnd hér á landi í gær en hún fjallar um þrjár konur sem allar hafa átt vingott við sama, svikula manninn. Leikkonurnar Cameron Diaz og Leslie Mann eru í aðalhlutverkum ásamt fyrirsætunni Kate Upton. Myndin hefur ekki fengið mikið lof gagnrýnenda en hefur aldeil- is trekkt fólk að í kvikmyndahús. Myndin rakaði inn 24,7 milljón- um Bandaríkjadala frumsýning- arhelgina, tæpum þremur millj- örðum króna. Myndin skaust beint í fyrsta sæti listans yfir myndir sem náðu mestri miðasölu þá helgi og náði toppsætinu af ofurhetju- myndinni Captain America: The Winter Soldier, sem hafði hald- ið því sæti í þrjár vikur í röð. 75 prósent þeirra sem sáu myndina á frumsýningarhelginni voru konur. Söngkonan Nicki Minaj fer einnig með lítið hlutverk í mynd- inni en þetta er hennar fyrsta hlutverk á hvíta tjaldinu. Hún er þó ekki ókunn bíóbransanum því henni bregður fyrir í teiknimynd- inni Ice Age: Continental Drift, sem var frumsýnd árið 2012. Nicki segist vilja leika meira og er hvergi nærri hætt. „Ég fer í prufur og ég er að reyna að finna rétta hlutverkið með rétta leikstjóranum og réttu handritshöfundunum. Mig lang- ar að vera hluti af einhverju frá byrjun næst og ég vil að hlutverk- ið sé sérsniðið fyrir mig,“ segir Nicki í viðtali við MTV New. Hún segist þó ekki vera að leita sér að stóru hlutverki þessa dagana, enda að vinna að nýrri plötu. „Ég er mjög fjölhæf. Stundum langar mig að leika í grínmynd með Will Ferrell og stundum langar mig að leika í mynd í anda Set it Off með öðrum, ungum, þeldökkum leikkonum. Og stundum væri ég til í að leika í X-Men-mynd.“ Auk kvennanna fjögurra fara þeir Nikolaj Coster-Waldau og Taylor Kinney með hlutverk í myndinni. liljakatrin@frettabladid.is Konurnar hrifsuðu topp- sætið af Captain America Grínmyndin The Other Woman var frumsýnd á Íslandi í gær. Myndin náði fyrsta sæti í Bandaríkjunum yfi r mestu miðasölu en fyrir frumsýningarhelgina hafði myndin Captain America: The Winter Soldier trónað á toppi listans í þrjár vikur. Í myndinni stígur söngkonan Nicki Minaj sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu. Þetta er þriðja mynd fyrirsætunnar Kate Upton en hún lék lítil hlutverk í Tower Heist og The Three Stooges. Mikið grín hefur verið gert að línunum sem hún fær í The Other Woman og hafa fjölmargar vefsíður tekið saman allar línurnar sem hún á í myndinni. Þykja mörgum þeir afar heimskulegar en eru sammála um að Kate komist ágætlega frá þeim. Hér fylgja nokkrar af línum hennar í myndinni: ● Hæ. ● Hvað er að gerast? ● Ég trúi því ekki að hann hafi logið að mér. Ég hélt að við værum sálufélagar. Ó Guð, fyrirgefðu. Ég trúi því ekki að ég hafi sagt þetta. Þú ert sálufélagi hans! Ég er hóra. ● Þú hlýtur að hata mig svo mikið núna en ef það er þér einhver huggun þá hata ég mig meira. ● Þú virðist vera svo indæl og allan þennan tíma lét hann mig halda að þú værir djöfullinn. ● Er ykkur sama þótt ég reyki? ● Við gætum sparkað í eistun á honum! ➜ Við gætum sparkað í eistun á honum! ÞRUSULEIKARALIÐ Konurnar trekkja að. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Á UPPLEIÐ Nicki vill leika meira. 26/1009/1006,4/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.