Fréttablaðið - 01.05.2014, Qupperneq 58
1. maí 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 50
visir.is
Frekari umfjöllun
um Meistaradeildina
MADRÍDARSLAGUR Atlético Madrid
vann 3-1 sigur á Chelsea á Brúnni í gær
og tryggði sér sæti í úrslitaleik Meist-
aradeildarinnar þar sem liðið mætir
nágrönnum sínum í Real. Fernando
Torres kom Chelsea yfir en Atlético
svaraði með mörkum frá Adrian Lopez,
Diego Costa (víti) og Arda Turan.
Atlético í úrslit
SPORT
1. sæti ???
2. sæti ???
3. sæti Breiðablik
4. sæti Stjarnan
5. sæti Valur
6. sæti ÍBV
7. sæti Þór
8. sæti Fram
9. sæti Keflavík
10. sæti Víkingur
11. sæti Fylkir
12. sæti Fjölnir
Breiðablik náði frábærum árangri í Evrópudeildinni á
síðasta tímabili en því miður fyrir liðið náði það ekki
Evrópusæti. Þrátt fyrir nokkurn mannamissi er liðið
mjög vel mannað og getur hæglega barist um titilinn.
Stærsta breytingin á liðinu kemur til skjalanna
þegar sex umferðir verða búnar af mótinu því þá
yfirgefur arkitektinn að uppgangi Blika undanfarin ár,
Ólafur Kristjánsson, tekur við Nordsjælland í Danmörku.
Guðmundur Benediktsson mun taka við Breiðabliki en hann
hefur verið aðstoðarmaður Ólafs undanfarin ár og þekkir
leikmannahópinn inn og út. Það verður fróðlegt að sjá
hversu mikil áhrif þessi breyting hefur.
Finnur Orri Margeirsson
Fyrirliðinn átti frábært sumar í fyrra
en hann hefur verið ein af þöglu
hetjum deildarinnar um árabil. Hann
er ekki nema 23 ára gamall en lék
sinn 150. deildarleik síðasta sumar.
Finnur er óþreytandi miðjumaður sem
spilar lykilhlutverk hjá Breiðabliki, sama
hvaða uppstillingu liðið vinnur með. Í
nýja 3-5-2 kerfinu sem Ólafur byrjaði að
nota í fyrra átti Finnur marga af sínum
bestu leikjum.
Arnór Sv. Aðalsteinss. (Hönefoss)
Damir Muminovic (Víkingi Ó.)
Jordan Halsman (Fram)
Stefán Gíslason (Leuven)
FYLGSTU MEÐ ÞESSUM
Damir Muminovic: Þessi 24 ára
gamli varnarmaður hefur gengið í
gegnum ýmislegt á sínum fótbolta-
ferli en hann sýndi loks hvers hann
er megnugur með Ólsurum í fyrra.
Nú er hann kominn í mun betra lið
og fær tækifæri til að láta ljós sitt
skína enn frekar.
Ólafur H. Kristjáns-
son verður 46 ára
í maí en hann er
á sínu níunda og
síðasta ári með Blika. Guð-
mundur Benediktsson tekur
við í júní þegar Ólafur gerist
þjálfari Nordsjælland.
GENGIÐ SÍÐUSTU SEX TÍMABIL > 2008 (8. sæti) - 2009 (5. sæti, Bikarmeistari) - 2010 (Íslandsmeistari) - 2011 (6. sæti) - 2012 (2. sæti) - 2013 (4. sæti) Íslandsmeistarar: 1 sinni (2010) / Bikarmeistarar: 1 sinni (2009)
➜ EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★★★ SÓKNIN ★★★★★ ÞJÁLFARINN ★★★★★ BREIDDIN ★★★★★ LIÐSTYRKURINN ★★★★★ HEFÐIN ★★★★★
Breiðablik hafnar í 3. sæti ➜ Lykilmaðurinn ➜ Þjálfarinn ➜ Nýju andlitin
TÖLURNAR Í FYRRA
Mörk skoruð 4. sæti (1,68 í leik)
Mörk á sig 3. sæti (1,23 í leik)
Stig heimavelli 3. sæti (24 af 33, 73%)
Stig á útivelli 5. sæti (15 af 33, 46%)
HEFST 4. MAÍ
SPÁ FRÉTTABLAÐSINS
Körfubolti Íslandsmeistarar
Grindavíkur fá KR í heimsókn
í fjórða leik liðanna í kvöld í
úrslitaeinvígi Dominos-deildar
karla. KR leiðir 2-1 og tryggir
sér Íslandsmeistaratitilinn með
sigri. Gulklæddir heimamenn
knýja fram oddaleik með sigri.
Leikurinn hefst klukkan 19.15 og
verður sýndir beint á Stöð 2 Sport.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari
Þórs Þorlákshafnar, segir mögu-
leika Grindavíkur standa og falla
með frammistöðu eins manns,
Earnest Lewis Clinch Jr.
Clinch verður að eiga stórleik
„Möguleiki Grindavíkur felst í því
að Clinch eigi stórleik. Þeir þurfa
algjört toppframlag frá honum,“
segir Benedikt, sem hefur komið
víða við á þjálfaraferli sínum.
Bæði Grindavík og KR hafa notið
krafta hans þótt Vesturbæjarliðið
sé það félag sem Benedikt tengist
sterkustu böndum.
„Kannski er KR-ingur inni í mér
alltaf að þvælast fyrir mér þegar
kemur að KR,“ segir Benedikt létt-
ur um vangaveltur sínar um mögu-
leika liðanna. Engin spurning sé
þó hvorum megin gæðin liggi.
„Ef þú berð saman þessi lið þá
eru gæðin klárlega KR-megin.
Þeir hafa breiddina,“ segir Bene-
dikt. Bendir hann á að marg-
reyndir landsliðsmenn á borð við
Brynjar Þór Björnsson og Magna
Hafsteinsson komist ekki í byrjun-
arlið þeirra svörtu og hvítu. „Það
eru leikmenn sem myndu byrja
inni á í nánast hvaða liði sem er.“
Munar rosalega um Þorleif
Á sama tíma séu Grindvíkingar
vængbrotnir vegna meiðsla Þor-
leifs Ólafssonar. Þorleifur sleit
krossband í átta liða úrslitunum
gegn Benedikt og félögum og segir
þjálfarinn muna rosalega um Þor-
leif.
„Hann er eiginlega hjartað og
karakterinn í þessu liði,“ segir
Benedikt en hrósar um leið karakt-
er Grindvíkinga. „Þeir hafa risa-
hjarta og eru búnir að fara mjög
langt þrátt fyrir að verða fyrir
skakkafalli.“
Ólafur Ólafsson, bróðir Þorleifs,
verður aftur á móti með í kvöld en
hann slapp við bann eftir að hafa
verið kærður til aganefndar fyrir
afar óheppileg ummæli sín eftir
tapið í DHL-höllinni á mánudag.
Þótt líkurnar séu meiri á sigri
KR segist Benedikt alls ekki þora
að afskrifa Grindavíkurliðið. Þar
séu leikmenn með mikla reynslu
og sigurhefð sem gætu vel snúið
við blaðinu eftir slátrunina í síð-
asta leik. Það kæmi Benedikt ekk-
ert á óvart ef Grindavík hefði
betur í kvöld.
„Hins vegar sé ég ekkert lið
vinna KR þrisvar í einni seríu.“
kolbeinntumi@frettabladid.is
Lífl ínan í hendi Lewis
KR getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í Röstinni í kvöld. Benedikt
Guðmundsson segir gæðin vissulega hjá KR og sigurlíkurnar þeim megin.
STIG AÐ MEÐALTALI Í LEIK
Í sigurleikjunum (7): 24,1
Í tapleikjunum (5): 15,6
FRAMLAG AÐ MEÐALTALI Í LEIK
Í sigurleikjunum (7): 23,0
Í tapleikjunum (5): 12,2
3JA STIGA KÖRFUR Í LEIK
Í sigurleikjunum (7): 3,1
Í tapleikjunum (5): 1,6
3JA STIGA SKOTNÝTING
Í sigurleikjunum (7): 46 prósent
Í tapleikjunum (5): 30 prósent
Mikilvægi Lewis Clinch í úrslitakeppninni
MIKILVÆGUR Lewis Clinch þarf
að eiga góðan leik í kvöld ætli
Grindvíkingar að tryggja sér
oddaleik á laugardaginn.
1991
1993
1994
1995
1996
1997
1999
2000
2001
2003
2004
2010
2012
2014
3. sæti
5. sæti
5. sæti
2. sæti
2. sæti
5. sæti
1. sæti
1. sæti
7. sæti
1. sæti
6. sæti
4. sæti
4. sæti
? sæti
9 Rétt
56%
7 Vitlaus
44%
KR SPÁÐ TITLINUM ÖÐRUM FÉLÖGUM SPÁÐ TITLINUM
KÖRFUBOLTI „Við erum fyrst og
fremst gríðarlega ánægð fyrir
hans hönd,“ segir Benedikt
um vistaskipti Ragnars
Nathanaelssonar. Miðherjinn
hávaxni samdi í vikunni við
Sundsvall Dragons í Svíþjóð.
Hlutirnir gerðust hratt og er ljóst
að Benedikt á ærið verkefni fyrir
höndum að fylla í hans skarð.
„Við tókum drenginn að okkur
síðasta sumar og framfarir hans
hafa verið ótrúlegar,“ segir
Benedikt. Hann viðurkennir
að liðið veikist við brotthvarf
Ragnars, enda missi það
frábæran leikmann.
Leikmannasamningar í
körfuboltanum hér heima geri
þjálfurum erfitt fyrir að byggja
upp til lengri tíma. Í tilfelli
Ragnars hafði hann nýlokið árs
samningi en skrifað undir nýjan
samning. Í honum var hins vegar
klausa sem gerði honum kleift
að halda utan í atvinnumennsku.
„Það gerir starfið erfitt,“ segir
Benedikt. - ktd
Framfarirnar
eru ótrúlegar
BLESS ÍSLAND Ragnar Nathanelsson er
á leið út í atvinnumennsku til Svíþjóðar.
TITILPRESSAN ERFIÐ Í VESTURBÆNUM
– árleg spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara 1985-2013 í tölum
Sæti KR-liðsins á þeim árum sem þeim hefur verið spáð
Íslandsmeistaratitlinum.
HANDBOLTI Þetta er risadagur í
íslenska handboltanum því að í
dag fara fram tveir oddaleikir um
sæti í úrslitum Olís-deildar karla.
Haukar og ÍBV tryggðu sér
oddaleik með sigri á útivelli í
fjórða leiknum á þriðjudaginn og
verða því á heimavelli í kvöld. Það
ætti að koma sér vel enda hafa síð-
ustu fjórtán oddaleikir í úrslita-
keppni karla í handbolta unnist
á heimavelli. Það eru allir leikir
síðan að KA tryggði sér Íslands-
meistaratitilinn með sigri í odda-
leik á Hlíðarenda 10. maí 2002.
FH vann tvo fyrstu leikina á
móti deildarmeisturum Hauka
sem hafa svarað með tveimur
sannfærandi sigrum. Síðustu tveir
leikir ÍBV og Vals hafa hins vegar
verið æsispennandi og unnist á
einu marki.
Þrjú félög geta tryggt sér
sæti í lokaúrslitum í dag því að
á undan karlaleiknum í Eyjum
mætast ÍBV og Valur í fjórða
leik sínum í undanúrslitum Olís-
deildar kvenna. Vinni Valskonur
leikinn tryggja þær sér sæti í
lokaúrslitunum á móti Stjörnunni
en vinni ÍBV verður oddaleikur í
Vodafone-höllinni á laugardaginn.
Karlaleikirnir hefjast klukkan
16.00 en kvennaleikurinn er
klukkan 14.00. - óój
Taplaus í odda -
leik í tólf ár
BÚNIR AÐ JAFNA Haukarnir lentu 0-2
undir en geta komist í úrslit í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KÖRFUBOLTI KR-ingar geta tryggt
sér Íslandsmeistaratitilinn í
Grindavík í kvöld með sigri á
heimavelli Íslandsmeistara síð-
ustu tveggja ára. Takist KR að
vinna í Röstinni og lyfta Íslands-
bikarnum í leikslok yrði liðið
fyrsta liðið í 26 ár til að vinna
titilinn á heimavelli fráfarandi
meistara. Það hefur ekki tekist
hjá neinu liði síðan Haukarnir
unnu titilinn í Njarðvík 19. apríl
1988. -óój
Leikur KR eft ir
afrek Hauka?
FÓTBOLTI Karlalið KR mun verja
Íslandsmeistaratitilinn sinn rætist
spá fyrirliða, þjálfara og forráða-
manna félaganna í Pepsi-deild-
inni sem var kynnt í gær á Kynn-
ingarfundi fyrir Pepsi-deild karla
í sumar. FH endar í öðru sæti og
Breiðablik í því þriðja en nýliðar
Fjölnis og Víkings fara hins vegar
beint niður samkvæmt þessari
árlegu spá.
Það hefur vanalega ekki boðað
gott fyrir Vesturbæjarliðið að fá á
sig titilpressuna en KR-ingar hafa
aðeins unnið titilinn í þremur af
þrettán skiptum og síðustu þrem-
ur titlaspám félagsins (2004, 2010
og 2012) þá náði liðið ekki einu af
þremur sætunum í deildinni. Til
hliðar má sjá yfirlit yfir gengi KR
í sínum titlaspám.
Það hefur reyndar gengið illa
hjá meistaraefnum síðustu ára
að landa titlinum en það eru liðin
fimm ár síðan fyrirliðar, þjálf-
arar og forráðamenn spáðu rétt
um Íslandsmeistara (FH 2009).
Liðið sem hefur endað í öðru sæti
í spánni hefur aftur á móti unnið
titilinn síðustu þrjú ár. - óój
KR-liðinu spáð titlinum
í fj órtánda sinn
– ekki inni á topp þremur í síðustu þremur titlaspám
Stigin í spánni: 1. KR 401 stig, 2. FH 389 stig, 3. Breiðablik 357, 4. Stjarnan 321, 5. Valur 283, 6. ÍBV 230,
7. Keflavík 172, 8. Fylkir 169, 9. Fram 155, 10. Þór 146, 11. Víkingur 105, 12. Fjölnir 80.
3 Rétt
23%
10 vitlaus
77%
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI