Fréttablaðið - 10.05.2014, Blaðsíða 82
10. MAÍ 2014 LAUGARDAGUR12
Samfélags-
miðlarnir
Tilkoma samfélagsmiðla undan-
farin ár hefur bætt inn algjörlega
nýrri vídd í Eurovision-keppn-
ina. Nú geta aðdáendur keppn-
innar, en ekki síður þeir sem hafa
minni áhuga en eru fastir í Euro-
vision-partíum víða um land,
skemmt sér á Twitter, Facebook,
Instagram og fleiri miðlum allt
kvöldið.
● MESTA FJÖRIÐ verð-
ur væntanlega á Twitter þar
sem notendur miðilsins geta til
dæmis fylgst með íslenska kassa-
merkinu #12stig auk #Join-
Us og #Eurovision. Þess má
geta að rúmlega 6.000 tíst merkt
#12stig birtust fyrra undanúr-
slitakvöldið þegar Pollapönk
tók þátt. Einnig má kíkja við hjá
Pollapönki (@pollaponk), Reyni
Þór Eurovision-sérfræðingi (@
euroreynir) og auðvitað tístinu
á opinberri
Twitter-
síðu
keppn-
innar
(@Euro-
vision).
● OPINBER FACEBOOK
SÍÐA keppninnar er @Euro-
visionSongContest þar sem
stöðugt er verið að pósta nýjum
fréttum, viðtölum og ljósmynd-
um. Opinber síða Pollapönks er
@pollaponk þar sem félagarn-
ir birta fréttir og myndir. Insta-
gram-síða keppninnar er á
@eurovision þar sem er fullt
af myndum af keppendum og
frá undankeppnunum tveim-
ur. Notið kassamerkin #12stig,
#JoinUs og #Eurovision einn-
ig á Facebook og Instagram til
að merkja og fylgja eftir færslum.
Að lokum má benda á opinbera
YouTube-rás keppninnar sem
er @Eurovision Song Contest.
Þar má finna fjölda viðtala, svip-
mynda frá æfingum og flutningi
keppenda frá undankeppnun-
um tveimur.
SKOTHELDAR DÝFUR
Snakk og Eurovision tengjast sterkum böndum
enda ófáir sem bjóða upp á snakk til að maula
yfir áhorfinu. Hér eru tvær skotheldar ídýf-
ur sem bragðast best með tortilla-flögum eða
Doritos-snakki.
Salsadýfa
1 dós (400 g) hreinn rjómaostur. Hér má líka
nota sama magn af kotasælu fyrir þá sem
vilja hafa dýfuna aðeins léttari.
1 krukka salsasósa (styrkleiki fer eftir smekk)
1 poki rifinn ostur
Tortilla eða Doritos-flögur.
Smyrjið rjómaostinum eða kotasælunni jafnt
í eldfast mót. (Ef notaður er rjómaostur er
gott að taka hann út úr ísskáppunum að-
eins áður svo það sé auðveld-
ara að vinna með hann). Hell-
ið salsasósunni jafnt yfir ostinn/
kotasæluna. Dreifið ostinum
yfir. Hitið ofninn í 180-200
gráður og stingið dýfunni
inn í 10-20 mínútur eða þar
til hún fer að krauma.
Berið fram með snakkinu.
Chili-ídýfa
200 g Philadelphia-rjómaostur
100 g sweet chili-sósa.
2 msk. saxað ferskt kórí-
ander (má sleppa)
Setjið rjómaost í skál og
hellið chili-sósunni yfir.
Stráið fersku kóríander
yfir og berið fram með
flögum.