Fréttablaðið - 13.05.2014, Qupperneq 4
13. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4
42,5% Íslendinga kaupa oft ast
pitsu (flat böku)
þegar skyndi biti verður fyrir valinu.
MMR komst að því í könnun að einn
af hverjum tíu hér á landi kaupir ekki
skyndibitamat.
NÁTTÚRA Starfsmenn Landsvirkj-
unar hafa ítrekað staðið veiðiþjófa
að verki við Efra-Sog, en í Þing-
vallavatni og Efra-Sogi hefur um
árabil staðið yfir fiskræktarátak.
Engar upplýsingar liggja fyrir um
umfang veiðiþjófnaðarins en upp-
lýsingar gefa til kynna að hann hafi
viðgengist lengi.
Þetta kemur fram í skriflegu
svari iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytisins við fyrirspurn Össur-
ar Skarphéðinssonar, þingmanns
Samfylkingarinnar, um rannsókn-
ir og vöktunarverkefni sem varða
urriða í Efra-Sogi.
Össur spyr meðal annars um
hvort, og hversu mikil, brögð séu
talin að ólöglegum veiðum á urr-
iða í Efra-Sogi, og um eftirlit með
veiðunum.
„Bæði starfsmenn Landsvirkj-
unar og Jóhannes Sturlaugsson hjá
Laxfiskum hafa ítrekað rekist á
veiðiþjófa eða ummerki um þá og
stuggað við þeim. Ekkert skipulagt
veiðieftirlit er viðhaft, starfsmenn
Sogsstöðva hafa þó reynt að fylgj-
ast með ferðum grunaðra en það
eftirlit hefur verið minna en fyrr-
um eftir að fækkaði í föstu starfs-
liði,“ segir í svari ráðuneytisins.
Það byggir á umsögn Landsvirkj-
unar, sem að hluta til er byggt á
sérfræðiálitum Veiðimálastofnunar
og fyrirtækisins Laxfiska ehf., en
eigandi þess, Jóhannes Sturlaugs-
son, hefur stundað rannsóknir á
urriðanum í Þingvallavatni um ára-
bil. Eins kemur fram að til að mæta
þörfinni á eftirliti er búið að koma
fyrir öryggismyndavél sem fylg-
ist með umferð við Efra-Sog. Þá er
búið að setja upp skilti sem upplýsa
um að svæðið sé vaktað, og er von-
ast „til að þetta hafi einnig nokkurn
fælingarmátt“, segir í svarinu.
Í svarinu kemur fram að frá
árinu 2006 hafa fundist urriða-
seiði í uppeldi í Efra-Sogi. Árin
2007 til 2010 merktu Laxfiskar 48
urriða á riðunum á Efra-Sogi sem
voru á bilinu 57 til 91 sentímetra
langir og 2,3 til 9,0 kíló að þyngd.
Samhliða veiði á þeim fiski til
merkinga var reynt að meta fjölda
þeirra urriða á riðunum sem ekki
náðust til merkinga þannig að
gróflega mætti átta sig á fjölda
fiskanna sem hrygndu hverju sinni
í Efra-Sogi. Þetta grófa mat sam-
hliða merkingum 2007–2010 sýndi
að mesti fjöldi hrygningarfiska á
riðunum í Efra-Sogi þessi ár var
nálægt fjórir tugir fiska árið 2008.
Áður hafði lítið fundist við athugun
2006.
svavar@frettabladid.is
Veiðiþjófar ítrekað staðnir að
verki í útfalli Þingvallavatns
Bæði starfsmenn Landsvirkjunar og þeir sem stunda rannsóknir við Þingvallavatn hafa ítrekað orðið varir við
veiðiþjófa í útfalli vatnsins. Vísir að hrygningarstofni er kominn eftir að vatni var veitt á útfall Þingvallavatns.
VIÐ ÖXARÁ Jóhannes
Sturlaugsson hefur
lengi stundað rann-
sóknir á Þingvalla-
urriða og staðið
veiðiþjófa að verki
við Efra-Sog þar sem
reynt er að ná upp
hrygningu að nýju.
FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR
Eins og kunnugt er rann ekkert vatn um náttúrulegt
frárennsli Þingvallavatns um áratugaskeið eftir að Stein-
grímsstöð við Efra-Sog var byggð á árunum 1958–60.
Efra-Sog er náttúrulegt útfall Þingvallavatns til Úlfljóts-
vatns. Stíflan sér til þess að vatn sem áður streymdi úr
Þingvallavatni um þröngan farveg Efra-Sogs er nú að
mestu leitt gegnum jarðgöng til rafmagnsframleiðslu í
Steingrímsstöð á bökkum Úlfljótsvatns.
Á árunum 1994–1996 var unnið að endurnýjun véla
Steingrímsstöðvar. Á meðan á því verki stóð þurfti að
veita vatni um árlokur niður farveg Efra-Sogs. Eftir að
því verki lauk var ákveðið að halda nokkru vatnsrennsli
áfram í árfarveginum og hefur það viðhaldist síðan.
Líklegt er talið að núverandi rennsli um farveginn
nemi um 3–5 prósentum af náttúrlegu rennsli um
Efra-Sog.
Efra-Sog vatnslaust með öllu í 35 ár
TYRKLAND, AP Mannréttindadóm-
stóll Evrópu hefur komist að
þeirri niðurstöðu að Tyrkland
eigi að greiða samtals 90 millj-
ónir evra, eða jafnvirði 14 millj-
arða króna, fyrir hernám Kýpur
árið 1974 og skiptingu eyjunnar
alla tíð síðan.
Bótagreiðslurnar skiptast
þannig að Tyrkir eiga að greiða
30 milljónir evra í skaðabæt-
ur til ættingja þeirra sem féllu
í innrásinni, og svo 60 milljónir
til þeirra Kýpur-Grikkja sem æ
síðan hafa búið innlyksa á Kar-
pas-skaga. Þar búa enn nokkur
hundruð Kýpur-Grikkja.
Kýpur hefur verið tvískipt eyja
frá því að Tyrkir gerðu innrás
sína þar árið 1974, eftir að Kýp-
ur-Grikkir höfðu gert stjórn-
arbyltingu og vildu sameinast
Grikklandi.
Tyrkland er eina ríki heims
sem viðurkennir sjálfstætt ríki
Kýpur-Tyrkja, en Kýpur-Grikk-
ir sömdu um aðild að Evrópu-
sambandinu fyrir nokkru. Kýp-
ur-Grikkir og Kýpur-Tyrkir hafa
lengi rætt um sameiningu en án
árangurs. - gb
Mannréttindadómstóll Evrópu gerir Tyrkjum að greiða 90 milljónir evra:
Tyrkir bótaskyldir vegna Kýpur
DÓMSTÓLL Hernám og tvískipting
Kýpur felur í sér mannréttindabrot.
NORDICPHOTOS/AFP
EVRÓPUMÁL Samkvæmt nýrri
könnun MMR eru 37,3 prósent
landsmanna nú hlynnt því að
Ísland gangi í Evrópusambandið.
Niðurstaðan sýnir næstum
fjögurra prósentustiga aukningu
í stuðningi við inngöngu frá því
að sama spurning var lögð fyrir
þjóðina í apríl, en þá sögðust 33,5
prósent vera hlynnt inngöngu.
Af þeim sem tóku afstöðu nú
sögðust 49,5 prósent vera and-
víg inngöngu samanborið við 49
prósent í apríl, svo hlutfall þeirra
sem andstæðir eru inngöngu
hefur nánast staðið í stað. - hrs
Stuðningur við ESB eykst:
Meirihluti enn
á móti aðild
BRUSSEL Höfuðstöðvar Evrópusam-
bandsins eru í Berlaymont-byggingunni
í Belgíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
DÓMSMÁL Hljómlistarmenn sem
komu að uppfærslu Borgarleik-
hússins á Mary Poppins höfðu
betur í launadeilu sinni við Leik-
félag Reykjavíkur fyrir Félags-
dómi.
Félagsdómur féllst á þá kröfu
að sá sem leiddi hljóðfæri sitt
í hljómsveit eða væri einn með
hljóðfæri sitt væri skilgreindur
sem leiðandi maður. Greidd eru
hærri laun fyrir þá sem falla í
þann hóp en almenna meðlimi
hljómsveitar. - ssb
Tónlistarmenn höfðu betur:
Hærri laun fyrir
Mary Poppins
LÖGREGLUMÁL Rannsókn miðar
vel áfram í máli lögreglumanns,
lögfræðings og fyrrverandi
starfsmanns fjarskiptafyrirtæk-
isins Nova sem grunaðir eru um
að hafa skoðað skjöl úr skráning-
arkerfi lögreglunnar, LÖKE, á
lokaðri síðu á netinu.
Lögreglan á Suðurnesjum fer
með rannsókn málsins en lög-
reglumaðurinn sem grunaður er
um að hafa lekið upplýsingum úr
LÖKE starfaði hjá lögregluemb-
ættinu á höfuðborgarsvæðinu.
Mennirnir eru grunaðir um
að hafa skoðað upplýsingar um
konur sem hafa kært kynferðis-
brot og rætt það frjálslega í lok-
uðum hópi á Facebook. - ssb
Rannsókn miðar vel áfram:
Leki úr LÖKE
enn í rannsókn
Elísabet Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
SKÝJAÐ MEÐ KÖFLUM Þægilega rólegt veður um allt land þessa dagana. Skýjað
með köflum og dálítil væta af og til en yfirleitt þurrt og hlýnar norðanlands á morgun.
7°
6
m/s
9°
6
m/s
11°
6
m/s
10°
8
m/s
3-8 m/s.
Vindaspá
Gildistími korta er um hádegi
19°
30°
17°
16°
27°
13°
12°
13°
13°
26°
16°
23°
23°
28°
20°
14°
13°
15°
10°
4
m/s
8°
6
m/s
5°
3
m/s
4°
7
m/s
7°
3
m/s
8°
4
m/s
4°
4
m/s
10°
10°
10°
6°
8°
12°
11°
10°
12°
7°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
FIMMTUDAGUR
Á MORGUN
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ði
r á
sk
ilj
a
sé
r r
ét
t t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fy
rir
va
ra
. Frá kr.
9.900
aðra leið með sköttum
Billund