Fréttablaðið - 13.05.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.05.2014, Blaðsíða 6
13. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Við höfum séð að stjórnin í Moskvu er til í viðræður. Didier Burkhalter forseti Sviss 1 Hvers konar tækninýjung hafa fi m- leikaþjálfarar hjá Gerplu tekið í notkun? 2 Hve margir milljarðamæringar, í breskum pundum talið, búa í London? 3 Hvers konar fótabúnað segist Snæ- björn Ragnarsson Pollapönkari vera kominn í aftur? SVÖR 1. Forrit fyrir spjaldtölvur sem sýnir mynd- rænt hvað iðkendur gera vitlaust. 2. 7. 3. Hermannaklossa. KOSNINGAR Vísir hefur opnað kosningavef sinn, visir.is/kosningar, þar sem sveitarstjórnarkosn- ingum á öllu landinu þann 31. maí verða gerð góð skil. „Styrkur okkar sem fréttastofu á öllum þrem- ur miðlunum, Frétta- blaðinu, Vísi og Stöð 2, birtist glögglega á kosninga- vefnum okkar,“ segir Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis. Á kosningavef Vísis er safnað saman öllum frétt- um úr öllum miðlum sem snúa að sveitarstjórn- arkosningunum. Þá er einnig fylgst með skoðun- um kjósenda og annarra sem tjá sig á samfélags- miðlum. Þar má einnig finna innsendar greinar frá frambjóðendum sem stuðningsmönnum, auk Oddvita- áskorunarinnar sem Vísir stend- ur fyrir. „Þar hafa oddvitar um allt land tækifæri til þess að koma stefnu- málum sínum á framfæri, auk þess sem þeir svara spurningum og bregða á leik,“ segir Kolbeinn Tumi. Fréttamenn Vísis eru þar með komnir í kosningagírinn og ætla sér að veita lesendum sínum góða þjónustu með öflugum frétta- flutningi af málefnum sveitar- stjórnarkosninganna í öllum sveitarfélögum landsins. - sa Sveitarstjórnarkosningum gerð ítarleg skil á nýjum kosningavef Vísis: Kosningavefur kominn í loftið KOLBEINN TUMI DAÐASON NÍGERÍA, AP Boko Haram, samtök öfgamanna í Nígeríu, krefjast þess að fá liðsmenn sína lausa úr fangelsi í skiptum fyrir hundruð stúlkna sem samtökin rændu í síðasta mánuði. Samtökin birtu í gær myndband þar sem hluti stúlknanna sést biðja bænir á arabísku og eru þær íklæddar hijab að hætti múslima. Þetta myndband er fyrsta staðfesting þess að stúlkurnar hafi verið í haldi samtakanna. - gb Samtök öfgamanna í Nígeríu sýna stúlkur sem var rænt: Vilja fá fanga í stað stúlkna ÚR MYNDBANDINU Stúlkurnar sjást þylja bænir á arabísku, íklæddar hijab að hætti múslima. NORDICPHOTOS/AFP VESTMANNAEYJAR Elliði Vignis- son, bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum, telur kjósendur þurfa að sýna mikla ábyrgð í komandi kosningum. „Okkar áhersla í Sjálfstæðis- flokknum hefur verið að sýna ábyrga fjármálastjórnun og viljum við halda því áfram. Við höfum lækkað skuldir bæjar- félagsins um á sjötta milljarð á síðustu árum. Eyjamenn vilja vonandi áfram slíka festu í rekstri bæjarins.“ Sjálfstæðisflokkurinn mældist með um 70% atkvæða í könnun Félagsvísindastofnunar og fimm menn í bæjarstjórn. Eyjalistinn er með um 29% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa. - sa Segir fjárhaginn traustan: Ábyrgðin mikil hjá kjósendum STJÓRNMÁL Björt framtíð á Ísa- firði hefur fengið frest til hádegis í dag til að gera úrbætur á lista sínum fyrir komandi sveitarstjórn- arkosningar. Að sögn Kristjáns G. Jóhanns- sonar úr yfirkjörstjórn Ísafjarðar var um að ræða ýmis atriði í sam- bandi við undirskriftir og með- mælendafjölda. Alls bjóða fjórir listar fram í bænum í kosningunum en fram- boðsfrestur rann út á laugardag. Auk Bjartrar framtíðar bjóða fram Sjálfstæðisflokkur, Framsóknar- flokkur og Í-listi, sem í þetta sinn er ekki formlegt kosningabandalag flokka eins og í síðustu kosningum. Allir listarnir nema Bjartrar fram- tíðar voru samþykktir af yfirkjör- stjórn á sunnudag. - fb Björt framtíð fær frest: Úrbóta er þörf ÍSAFJÖRÐUR Björt framtíð á Ísafirði þarf að gera úrbætur á lista sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA KOSNINGAR Atkvæðagreiðsla hafin Reykvíkingar geta greitt atkvæði utan kjörstaðar á skrifstofu Sýslumannsins í Reykjavík milli klukkan 8.30 og 15 fram á föstudag. Opið verður um helgina frá 12 til 14, en á mánudag færist atkvæðagreiðslan í Laugardalshöll og verður opin milli klukkan 10 og 22. VOPNAFJARÐARHREPPUR Þrjú framboð bjóða fram til sveitar- stjórnar í Vopnafjarðarhreppi; Betra Sigtún, K-listi og Fram- sóknarflokkur. Sjálfstæðismenn buðu fram fyrir fjórum árum en bjóða ekki fram núna. Björn Hreinsson, oddviti sjálfstæðismanna í síð- ustu sveitarstjórnarkosningum, sagði að ekki hefðu fundist nægi- lega margir sjálfstæðismenn til að setjast á lista hjá flokknum í hreppnum. - sa Þrjú framboð á Vopnafirði: D-listi býður ekki fram VEISTU SVARIÐ? Kvensjúkdómalæknir Hef opnað stofu mína í Læknastöðinni Glæsibæ. Tímapantanir í síma 535 6800. Helga Medek Sérfæðingur í fæðingar- og kvensjúkdómum ÚKRAÍNA, AP Rússnesk stjórnvöld hvetja Úkraínustjórn til þess að hefja alvöru viðræður við upp- reisnarmenn í austanverðri Úkraínu. Skrifstofa Pútíns Rúss- landsforseta leggur til að Örygg- is- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hafi milligöngu um slíkar viðræður. Rússar sýna því hins vegar engan áhuga, enn sem komið er í það minnsta, að innlima héruðin Donetsk og Luhansk þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem upp- reisnarmenn efndu til í þessum héruðum á sunnudag. Uppreisnarmenn lýstu því yfir í gær að yfirgnæfandi meiri- hluti kjósenda í báðum héruð- um hefði samþykkt að lýst yrði yfir sjálfstæði. Uppreisnarmenn í Donetsk tóku síðan næsta skref og lýstu yfir sjálfstæði héraðsins, en í Luhansk gengu menn ekki svo langt heldur létu sér nægja að lýsa yfir að þeir myndu ekki taka þátt í forsetakosningum í Úkraínu, sem haldnar verða síðar í þessum mánuði. Í Donetsk voru 89 prósent kjós- enda sögð hafa samþykkt þetta, en í Luhansk 96 prósent. Kosn- ingaþátttakan er sögð hafa verið 75 prósent í Donetsk, en 73 pró- sent í Luhansk. Engin leið hefur verið að sann- reyna þessar tölur, þar sem alþjóðlegt kosningaeftirlit var ekki haft með þessum kosning- um. Úkraínustjórn segir kosn- ingarnar hafa verið farsa, sem enginn geti tekið mark á. „Þessi farsi, sem hryðjuverka- menn kalla þjóðaratkvæða- greiðslu, mun ekki hafa neinar lagalegar afleiðingar nema sak- næma ábyrgð þeirra sem skipu- lögðu hana,“ sagði Oleksandr Túrtsjínov, sem til bráðabirgða gegnir embætti forseta Úkraínu. Rússar brugðust snöggt við eftir að sambærilegar kosning- ar voru haldnar í skyndi á Krím- skaga í síðasta mánuði. Uppreisn- armenn þar lýstu yfir sjálfstæði og óskuðu eftir sameiningu við Rússland, og Rússar innlimuðu héraðið stuttu síðar. „Við höfum séð að stjórnin í Moskvu er til í viðræður,“ segir Didier Burkhalter, forseti Sviss, sem nú fer með formennsku í ÖSE. Burkhalter ræddi við Pútín í síðustu viku og lagði fyrir hann hugmyndir að lausn á deilunni. Að fundi þeirra loknum breyttist tónn Pútíns og hann tók að hvetja uppreisnarmenn til að fresta kosningum um sjálfstæði. gudsteinn@frettabladid.is Rússar vilja ekki frekari innlimun Uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk lýsa yfir sjálfstæði, en fá engar undirtektir hjá rússneskum stjórnvöldum um hugsanlega innlimun héraðanna í Rússland. Úkraínustjórn segir kosningar hafa verið farsa sem enginn geti tekið mark á. VEIFAR NIÐURSTÖÐUTÖLUM Alexander Malyhin, formaður kjörnefndar í Luhansk, lýsir yfir sigri sjálfstæðissinna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Önnur umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um séreignarsparnað hófst á Alþingi síðdegis í gær og stóð enn er blaðið fór í prentun. Í áliti meirihluta efnahags- og við- skiptanefndar segir að frumvarpið feli í sér hvata til aukinnar vinnu og sparnaðar. Til lengri tíma litið muni aukning sparnaðar koma fram í því að fólk eignist meiri hlut en ella í fasteignum sínum. Með frumvarp- inu sé komið til móts við heimilin í landinu með almennum aðgerðum án þess að fórna sjálfbærni og stöð- ugleika við stjórnun ríkisfjármála. Minnihluti efnahags- og við- skiptanefndar segir að úrræðið muni hvetja þá sem ekki spara í séreign til að hefja slíkan sparnað. Að öðru leyti sé óvíst hvort úrræði frumvarpsins muni hafa aukinn sparnað í för með sér. Þá er varað við efnahagslegum afleiðingum frumvarpsins og minnihlutinn gagnrýnir að ákvæði um séreign- arsparnað nýtist þeim sem hærri hafa tekjurnar mun betur en hinum tekjulágu. Þingstörf gengu hratt fyrripart dags í gær. Níu þingsályktunartillög- ur voru samþykktar, þar má nefna þingsályktunartillögu um endur- skoðun laga og reglna með tilliti til myglusveppa og tjóns af þeirra völdum. Mikill samhljómur var í atkvæðagreiðslunni en hún var sam- þykkt af 58 þingmönnum. Tillagan er um að umhverfis- og auðlindaráðherra skipi starfshóp sem taki til heildstæðrar endurskoð- unar lög og reglur á sviði bygging- armála með tilliti til myglusveppa og þess tjóns sem þeir geta valdið. Af öðrum tillögum má nefna að samþykkt var þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun 2014 til 2017 auk stuðnings við sjálfs- ákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara. Þá voru greidd atkvæði um mörg frumvörp ríkisstjórnarinnar að lok- inni annarri umræðu. - jme Mörg mál voru afgreidd á Alþingi í gær, þar á meðal 9 þingsályktunartillögur: Séreignarsparnaður ræddur klukkustundum saman ÞINGHLÉ Kvöldfundur var á Alþingi í gær enda styttist í að þingið fari í sum- arfrí. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.