Fréttablaðið - 13.05.2014, Síða 24

Fréttablaðið - 13.05.2014, Síða 24
KYNNING − AUGLÝSINGÚt að hlaupa ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 20144 Þegar fólk tekur þá ákvörðun að fara að hreyfa sig reglu-lega er það eðlilega í misjöfnu ásigkomulagi. Þorsteinn Geirsson, hlaupari og fyrrverandi hlaupaþjálf- ari, segir þó alla þurfa að fara rólega af stað og ekki ætla sér um of. „Það er ekkert í hlaupum sem er einhver geimvísindi,“ segir Þorsteinn og hlær. „Hver og einn þarf að finna sinn hraða og halda sig á honum. Það skiptir engu máli hver er fyrst- ur eða síðastur, þetta snýst ekki um það, heldur að mæta sjálfum sér eins og staðan er núna. Það finnst mörg- um erfitt að stíga yfir þann þrösk- uld því hugurinn er oft bundinn við það sem áður var, þegar viðkom- andi gat hlaupið til Hafnarfjarðar á fermingardaginn eða þegar mag- inn var rennisléttur áður en þriggja barna móðirin átti börnin sín. Þegar farið er af stað aftur er gott að miða við það að geta talað skammlaust á meðan hlaupið er, þá er hraðinn réttur. Ef ekki er hægt að tala saman er hraðinn of mikill en ef hægt er að syngja á meðan hlaupið er þarf að gefa aðeins í.“ Ekki of mikið of hratt Hlaup eru fyrir alla að sögn Þor- steins og hann telur að það taki fimm til átta vikur fyrir byrjend- ur að komast á gott ról. „Það er mín reynsla að það taki þennan tíma að finna taktinn. Eftir það bæt- ast við einn til tveir gírar hjá flest- um, hraðinn eykst og viðkomandi ræður betur við hlaupið. Það þarf að passa að gera ekki meira en lík- aminn ræður við. Það er gott viðmið að ef fólk vaknar með verki eftir æf- ingu hefur það farið of geyst. Það þarf að bæta við hægt og rólega, bæði við fjölda æfinga og vegalengd- ina sem farin er. Fyrir meðalmann sem er að byrja að hlaupa núna er raunhæft og gott markmið að geta hlaupið tíu kílómetra á um það bil klukkustund í lok sumars. Þá er sniðugt að hlaupa tvisvar til þrisv- ar í viku og lyfta einu sinni til tvisv- ar í viku. Þegar fólk hleypur mikið og hratt er nauðsynlegt að huga að vöðvamassanum líka, annars spæn- ist fólk upp. Það næst bestur árang- ur með því að æfa annað með hlaup- unum, til dæmis hjólreiðar, lyfting- ar eða jafnvel jóga.“ Öfgarnar ekki góðar Þorsteinn mælir ekki með því að fólk fari út í einhverjar öfgar í hlaup- um. „Átta til níu æfingar í viku er ekki eitthvað sem ég get staðið fyrir. Mitt sjónarmið er að fólk eigi heldur ekki að hlaupa of langar vegalendir. Hlaup á bilinu fimm til tólf kílómetr- ar eru holl og góð og gott að hlaupa kílómetrann á fimm og hálfri til sex mínútum. Fyrir mér eru sigurvegar- ar í langhlaupum fólkið sem kemur seinast í mark og skemmtilegast þykir mér að fylgjast með því. Til dæmis vinkonuhópnum sem ákvað að gera eitthvað klikkað áður en þær yrðu fimmtugar og hlaupa Laugaveg- inn eða áttræði maðurinn sem klárar langhlaup á átta klukkutímum, það eru hinir raunverulegu sigurvegar- ar fyrir mér. Hinn almenni hlaup- ari þarf að tileinka sér þetta hugar- far, að sigurinn sé fólginn í því að klára hlaupið en ekki hversu hratt var hlaupið.“ Ættu að hafa aðgang að íþróttamannvirkjum Hlaupahópur Stjörnunnar er einn stærsti hlaupahópur landsins og hefur bæði sjúkraþjálfara og næring- arfræðinga frá Heilsuborg á sínum snærum. „Ég mæli með því að byrj- endur taki þátt í hlaupahópum en þó aðeins ef hlaupahópurinn er í stakk búinn að taka á móti þeim. Í Stjörn- unni er það þannig að atvinnumenn taka á móti byrjendum og hjálpa þeim við fyrstu skrefin. Það eru ekki margir hlaupahópar sem búa svo vel. Oft eru þeir sem eru að fara af stað að berjast við einhver mein eða ofþyngd og þurfa aðstoð frá sérfræðingum. Þeir fara því frekar í líkamsræktar- stöðvar eða í einkaþjálfun. Mig lang- ar að þetta breytist og allir hafi kost á því að taka þátt í almenningsíþrótt- um. Hlaupahópar hafa líka farið að gera kröfur um að fá inni í íþrótta- mannvirkjum. Það er mikilvægt að fólk almennt hafi aðgang að þeim. Þetta er einfaldlega heilbrigðismál. Þjóðir heims eru að eldast mjög og langlífi þar með. Það mun útheimta mikla fjármuni þjóða og hreyfing verður í framtíðinni hluti af heil- brigðiskerfi þjóða og meðal leiða sem eru færar við að halda kostnaði við heilbrigðiskerfið í lágmarki. Úthlut- un tíma í íþróttamannvirkjum flestra bæjarfélaga endurspeglar í dag þarf- ir yngstu íbúanna en ekki þeirra sem eldri eru. Bæjarfélög munu þurfa að horfa til nýrra áherslna við úthlut- un tíma í auknum mæli enda annað ekki hægt. Garðabær hefur brugð- ist vel við þessari þörf og tekið hug- myndum hlaupahópsins vel um að veita þessum vaxandi aldurshópi húsaskjól en gera má betur. Hinn al- menni iðkandi gerir ríkari kröfur um bætta aðstöðu enda slíkt bæði eðli- legt og sjálfsagt,“ segir Þorsteinn. Útihlaup eru engin geimvísindi Þorsteinn Geirsson þjálfaði byrjendur í hlaupahópi Stjörnunnar í tvö ár. Hann er nýhættur þjálfuninni sökum anna en ætlar sjálfur að halda áfram að stunda hlaup og aðra hreyfingu. Þorsteinn segir það lykilatriði að byrjendur fari ekki of hratt af stað, lengd hlaupa og hraða eigi að auka jafnt og þétt. Fjölmennur Hlaupahópur Stjörnunnar tók þátt í Gamlárshlaupi ÍR en hluti hópsins safnaðist saman til myndatöku við Hörpuna rétt áður en hlaupið var flautað af stað. Hlaupahópur Stjörnunnar er með fjölmennari hlaupahópum landsins. Hlaupahópnum er skipt í fjóra flokka iðkenda; byrjendur, áhugasama iðkendur, lengra komna og áhugafólk um keppnir og lengri vegalengdir. Þorsteinn ánægður eftir vel lukkað Lauga- vegshlaup. Honum finnst skemmtilegast að fylgjast með þeim sem koma síðastir í mark í langhlaupum, það eru yfirleitt þeir sem hafa afrekað mest. AÐSENDAR MYNDIR „Ég hef drukkið rauðrófusafa í tæpt ár. Eftir að ég byrjaði að drekka hann hef ég fundið ótrúlegan mun á styrk og þoli í hlaupunum,“ segir Sigfríð Eik Arnardóttir, framkvæmdastjóri Heilsu ehf. Sigfríð hefur stundað hlaup undanfarin ár, hún hefur tekið þátt í tveimur mara- þonum og farið hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu síðastliðin ár. Heilsa ehf. f lytur inn tvær tegundir af rauðrófusafa. „Annars vegar lífrænan rauðrófusafa frá Biotta og hins vegar safa sem heitir Beet it. Það er óblandaður rauðrófusafi, 98 prósenta hreinn, með 2 prósenta sítrónusafa. Sítrónusafinn dregur úr jarðarbragðinu sem mörgum þykir ekki gott,“ útskýrir Sigfríð. Sjálf drekkur hún eitt stórt glas af ísköldum Biotta-safanum á dag, um það bil 300 til 400 ml, en ískaldur er hann mjög góður á bragð- ið. „Beet it sport-saf- inn er tekinn í einu 70 ml skoti. Ég tek líka eitt slíkt skot um tveimur tímum fyrir æfingu og finn ótrúlegan mun,“ segir Sigfríð og bend- ir á að 15 ára sonur hennar sé á sama máli og hún. „Hann æfir fótbolta með þriðja flokki FH. Þegar hann tekur skotið fyrir æfingar segist hann finna fyrir því hve þolið eykst.“ Rauðrófusafinn hefur þó ekki aðeins hjálpað henni við hlaupa- þjálfunina. „Síðasta haust kom upp hjá mér dálítið blóðþrýstings- vandamál. Ég fór að lesa mér til um hvað ég gæti gert annað en að fara á lyf. Þá fann ég margar rannsóknir sem sýndu að ef maður drekkur um 500 ml af rauðrófusafa á dag lækk- ar það blóðþrýstinginn,“ segir Sigfríð sem prófaði í sam- ráði við lækninn sinn að drekka safann samhliða lyfjun- um. Hún er nú hætt á lyfjunum eftir aðeins örfáa mán- uði. „Nú held ég blóðþrýstingnum niðri með mataræði.“ En af hverju hefur rauðrófusafinn þessi áhrif? „Ástæðan er sú að í honum er nítr- at sem örvar súrefnisflæði líkam- ans sem eykur getu og þol umtals- vert og það er það sem við þurfum á að halda, sérstaklega þegar álag- ið er mikið,“ segir Sigfríð og bendir á að í einu skoti af Beet it sport sé jafn mikið af nítrati og í 400 ml af venjulegum rauðrófusafa. Hollara orkuskot en rauðrófu- safi er eiginlega ekki til, það hent- ar vel til að auka þol og getu fyrir útihlaupin, hjólreiðatúrinn, golf- ið, fjallgönguna og alla aðra lík- amsrækt. Rauðrófusafi eykur styrk og þol í hlaupum Sigfríð Eik Arnardóttir, framkvæmdastjóri Heilsu ehf., hefur persónulega reynslu af kostum rauðrófusafans. MYND/DANÍEL Úr nægu er að velja fyrir þá sem vilja skrá sig í hlaup í sumar. Á vef- síðunni hlaup.is er til dæmis að finna úrval styttri og lengri hlaupa. Eitt þeirra er Mýrdalshlaupið sem haldið verður 7. júní en það ein- kennist af mikilli náttúrufegurð og fallegu útsýni á allri hlaupaleið- inni. Keppt verður í opnum flokki karla og kvenna en skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is eða á staðnum fyrir hlaupið frá klukkan 13 í Víkurskóla í Vík. Mæting er við Víkurskóla klukk- an 13.30 en rúta flytur keppend- ur á rásstað við Dyrhólaey í Reynis- fjöru. Hlaupið er af stað klukkan 14. Hlaupið er eftir Reynisfjöru 2,5 km í lausum sandi eða möl. Næstu 2 km eru hlaupnir eftir malbikuðum vegi inn fyrir Reyniskirkju og þaðan upp í Reynisfjall. Næstu 3,5 km eru hlaupnir utan vega og á slóða upp á Reynisfjall eftir vesturbrún þess og fram á brún syðst á fjallinu þar sem sést niður á Reynisdranga. Eftir austurbrún fjallsins er hlaupið inn á malarveg sem liggur niður fjall- ið að austan, til Víkur. Þar er náð mestri hæð, sem er 200 m yfir sjó. Hlaupið er niður eftir malarvegi og endar hlaupið á íþróttavellinum í Vík. Vegalengd er 10 km. Hlaupið í Reynisfjöru

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.