Fréttablaðið - 13.05.2014, Qupperneq 46
13. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 30
„Ég er nýbúin að uppgötva Snaps.
Stemningin er alltaf mjög góð og
maturinn er snilld. Bernaise-sósan
þeirra er frábær.“
Unnur Eggertsdóttir, söng- og dagskrár-
gerðarkona.
BESTI BITINN
Hafðu samband og láttu sérfræðinga
okkar aðstoða þig við að finna réttu
lausnina.
Halla Hrund Pétursdóttir, landslags-
arkitekt FILA, hjálpar þér við að
skipuleggja garðinn þinn.
Hringhellu 2
221 Hafnarfjörður
Hrísmýri 8
800 Selfoss
Malarhöfða 10
110 Reykjavík
Berghólabraut 9
230 Reykjanesbær
Sími 4 400 400
www.steypustodin.is
Steypustöðin býður upp á mikið úrval af
fallegum hellum og mynstursteypu fyrir
heimili, garða, göngustíga og bílaplön.
Skoðaðu úrvalið á www.steypustodin.is
20
YFIR
TEGUNDIR AF HELLUM
„Ég ætla að gera allt til þess að
hjálpa systur minni, við erum
mjög náin,“ segir 14 ára gamli
töframaðurinn Hermann Hel-
enuson. Hann stendur fyrir töfra-
sýningu fyrir alla fjölskylduna
ásamt Töfrahetjunum í Salnum,
Kópavogi, á föstudaginn.
Sýningin er liður í því að safna
fjármagni til að systir hans
Karen komist utan í aðgerð til að
laga hryggskekkju. Slík aðgerð
kostar átta milljónir króna. Hann
hefur verið ötull að safna fyrir
aðgerðinni með því að koma fram
í afmælum og ýmiss konar uppá-
komum. Launin sín setur hann
trúfastlega inn á söfnunarreikn-
ing systur sinnar og er þegar
búinn að safna um 200.000 krón-
um.
„Töfrahetjurnar eru sam-
bland af nokkrum einstakling-
um sem geta gert ótrúlega hluti.
Í töfrahetjunum eru meðal ann-
ars Einar Mikael töframaður og
Viktoría töfrakona ásamt fleiri
hetjum,“ bætir Hermann við.
Litla systir hans er einnig hluti
af Töfrahetjunum, Lovísa Hel-
enudóttir, en hún er 12 ára gömul.
Þau ætla öll að töfra saman og
lofa flottri sýningu fyrir alla
fjölskylduna. Áhorfendur fá að
taka virkan þátt í sýningunni og
fá nokkrir heppnir að aðstoða
Töfrahetjurnar.
Hermann segir að lífið hafi
breyst að einhverju leyti eftir
Ísland got talent-þættina. „Ég
er þakklátur fyrir að hafa feng-
ið þetta frábæra tækifæri. Það
eina sem hefur breyst er kannski
að fólk þekkir mann betur. Ég
er samt enn þá bara með sömu
vinum mínum í skólanum og líður
vel,“ segir Hermann spurður út í
breytingarnar. Eru ekki margir
að spyrja út í töfrabrögðin? „Jújú,
en það má ekki segja neitt,“ bætir
Hermann við og hlær.
Allur ágóði af miðasölu rennur
óskertur til að safna fyrir aðgerð
Karenar. - glp
Styður systur sína
með töfrabrögðum
Töframaðurinn Hermann Helenuson, sem vakti mikla
athygli í Ísland got talent, stendur fyrir töfrasýningu
og lætur hann allan ágóða renna til systur sinnar.
GÓÐHJARTAÐUR Hermann Helenuson gerir allt sem hann getur til þess að styðja
systur sína. MYND/AÐALSTEINN
„Ég vildi nú bara fríska upp á
stofuna heima og vildi smíða eitt-
hvað sem ég kæmi fyrir heima,“
segir hinn þrítugi Ari Jónsson,
nemi í húsgagnasmíði við Tækni-
skólann, en hann kláraði nýverið
við smíði á einstökum skáp.
Um er að ræða skáp sem Ari
hannaði frá a til ö. „Ég teikn-
aði hann alveg frá grunni og hef
unnið í honum alla önnina. Ég er
mjög sáttur við útkomuna,“ bætir
Ari við.
Skápurinn, sem smíðaður er
úr hnotu, inniheldur plötuspil-
ara, tvo hátalara, magnara, hólf
fyrir hljómplötur og þá er skáp-
urinn einnig skreyttur með led-
lýsingu. „Það er glertoppur sem
liggur ofan á plötuspilaranum og
á bak við hann er ég með lýsingu.
Lýsing stýrist þó ekki af tónlist-
inni, þetta er enginn diskóskáp-
ur,“ segir Ari léttur í lundu.
Eftir jól fór Ari að leggja höf-
uðið í bleyti varðandi hvað hann
skyldi smíða sem lokaverkefni
og eftir smá hugsun var haldið
af stað í skápasmíðina. Skápur-
inn er 120 sentímetrar á breidd,
39 sentímetra djúpur og 96 sentí-
metrar á hæð.
Hann hefur ekki í hyggju að
selja skápinn. „Þetta er verðmæt-
ur skápur sem ég ætla ekki að
láta frá mér. Það fór mikil vinna í
hann og efnið í hann kostar mikla
peninga. Hann hefur mikið per-
sónulegt gildi fyrir mig.“
Ari er mikill tónlistarunnandi
og er því sáttur við að geta nýtt
hlutinn vel. „Ég hlusta mikið á
tónlist og á mikið af plötum og á
skápurinn því vel við.“
Í námi sínu hefur hann smíðað
margt sem hann á í dag eins og
vínskáp og hægindastól. En hvað
tekur við eftir námið? „Nú er ég
bara að reyna að komast á samn-
ing áður en maður fer í sveins-
prófið,“ bætir Ari við.
Hann langar að starfa sem hús-
gagnasmiður í framtíðinni og er
þetta líklega ekki síðasti skápur-
inn sem Ari smíðar um ævina.
gunnarleo@frettabladid.is
Draumaskápurinn klár
Ari Jónsson, nemi í húsgagnasmíði, smíðaði veglegan og í raun einstakan skáp sem
lokaverkefni í skólanum. Skápurinn hefur mikið persónulegt gildi og er ekki til sölu.
Þetta er verðmætur
skápur sem ég ætla ekki
að láta frá mér. Hann
hefur mikið persónulegt
gildi fyrir mig.
Ari Jónsson
STOLTUR
SMIÐUR Ari
Jónsson stendur
hér stoltur við
skápinn fagra.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ég ætla að
gera allt til þess
að hjálpa systur
minni.
„Lagið heitir Rock On og inniheldur
vísanir í upphafsár Quarashi,“ segir
Sölvi Blöndal, meðlimur hljómsveit-
arinnar Quarashi sem á fimmtudag
gefur út sitt fyrsta nýja lag í tíu ár.
Quarashi er ein vinsælasta hljóm-
sveit Íslandssögunnar en hún var
stofnuð árið 1996 og starfaði til árs-
ins 2005. Síðasta plata sem sveitin
gaf út er Guerilla Disco sem kom út
árið 2004.
Rock On kemur út á Spotify og
Youtube og er hluti af stærri útgáfu
sem sveitin stefnir á seinna á þessu
ári.
„Til að ná upprunalega sándinu
voru grafnar upp upptökugræjur
sem voru í notkun í byrjun tíunda
áratugarins auk annarra hjálpar-
tækja sem þóttu ómissandi við upp-
tökur á tónlist Quarashi á þessum
tíma. Við reyndum að endurskapa
stemninguna árið 1996,“ bætir Sölvi
við.
Quarashi kemur saman aftur
á einum tónleikum á þessu ári, í
Herjólfsdal á Þjóðhátíð í Eyjum um
verslunarmannahelgina. Þá stíga
allir upprunalegu meðlimirnir á
svið; Höskuldur Ólafsson, Steinar
Fjeldsted og Ómar „Swarez“ Hauks-
son. Auk þess verður Egill „Tiny“
Thorarensen með bandinu en hann
kom í stað Höskuldar þegar hann
yfirgaf sveitina árið 2002. - lkg
Quarashi gefur út fyrsta lagið í áratug
Sveitin gefur út lagið Rock On á fi mmtudag. „Við reyndum að endurskapa stemninguna árið 1996.“
● Quarashi seldi um 400.000
plötur á heimsvísu á ferlinum
● Sveitin vann með heims-
þekktum listamönnum eins og
Cypress Hill, Eminem, Weezer og
Prodigy
● Allar breiðskífur sveitarinnar fóru
í gullsölu á Íslandi
➜ Heimsfrægir
ANNASAMT ÁR Quarashi kemur saman
á einum tónleikum á Þjóðhátíð í Eyjum.