Fréttablaðið - 10.06.2014, Blaðsíða 48
10. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 20TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Sex daga stríðið var stríð milli Ísraels
annars vegar og Egyptalands, Jórdaníu og
Sýrlands hins vegar. Stríðið var háð 5.-10.
júní árið 1967. Írak, Sádi-Arabía, Súdan,
Túnis, Marokkó og Alsír lögðu einnig til
hersveitir til stuðnings arabalöndunum.
Í maí árið 1967 rak Nasser Egypta-
landsforseti friðargæslulið Sameinuðu
þjóðanna frá Sínaí-skaga. Lðið hafði
verið þar frá árinu 1957 í kjölfar innrásar
ísraelskra, breskra og franskra hersveita í
Súez-deilunni. Egyptaland kom fyrir 1.000
skriðdrekum og um það bil 100.000 her-
mönnum við landamæri Ísraels og lokaði
Tíran-sundi öllum skipum undir fána
Ísraels eða fluttu hergögn eða mikilvæg
efni til hergagnaframleiðslu. Egyptar nutu
mikils stuðnings frá öðrum arabalöndum.
Þann 5. júní gerði Ísrael árás á flugher
Egyptalands. Jórdanía hafði undirritað
varnarsamning við Egyptaland 30. maí
og gerði því árás á Vestur-Jerúsalem
og Netanya. Í stríðslok hafði Ísrael náð
yfirráðum yfir Sínaí-skaga, Gasasvæðinu,
Vesturbakka Jórdanár, Austur-Jerúsalem
og Gólanhæðum.
Talið er að í liðum arabalandanna hafi
um 21 þúsund manns farist og um 45
þúsund særst en um 800 Ísraelsmenn
létu lífið í átökunum og 2.563 særðust.
ÞETTA GERÐIST 10. JÚNÍ 1967
Tugir létust í sex daga stríðinu
Tæpu hálfu ári eftir stofnun Golfklúbbs
Reykjavíkur fyrir 80 árum var fyrsti
golfvöllurinn á Íslandi opnaður í Laug-
ardal.
„Golfklúbburinn, sem hét fyrst Golf-
klúbbur Íslands, var stofnaður 14. des-
ember 1934. Nafninu var svo breytt í
Golfklúbb Reykjavíkur ári seinna þegar
golfklúbbur var stofnaður á Akureyri,“
segir Garðar Eyland, framkvæmdastjóri
Golfklúbbs Reykjavíkur.
Það voru Íslendingar sem verið höfðu
við nám erlendis sem komu með írþótt-
ina heim og stofnuðu fyrsta golfklúbb-
inn, að sögn Garðars.
„Þá var auðvitað engin aðstaða til golf-
iðkunar en eins og gengur fóru menn að
reyna að fá land undir völl. Þetta byrj-
aði allt í Laugardalnum þar sem íþrótta-
mannvirkin eru núna. Völlurinn þar var
sex holur og var vígður 12. maí 1935.“
Á vef golfklúbbsins segir að fyrsta
golfmótið hafi verið haldið sumarið
1935. Það hafi þótt stórviðburður í borg-
arlífinu og margir héldu að um væri að
ræða eitthvert stundargaman hjá heldra
fólki sem fljótt félli í gleymsku.
Nokkrum árum síðar var völlurinn í
Laugardalnum lagður niður og nýr völl-
ur, sem var níu holur, tekinn í notkun
í Öskjuhlíð. Urðu kylfingar í fyrstu að
deila svæðinu, sem var í landi Leyni-
mýrar, með beljum Reykvíkinga. Á vefn-
um segir að Ingiríður, krónprinsessa
Danmerkur og Íslands, hafi slegið fyrsta
höggið en hún var mætt til að vera við
vígsluna. Hún var ð verndari klúbbsins.
Borgin tók golfvöllinn í Öskuhlíð loks
undir byggingar og varð klúbburinn að
flytja í óræktarland við Grafarholt sem
með eljusemi tókst að breyta í góðan og
fallegan völl. „Það var byrjað að leika á
vellinum 1963 á aðeins nokkrum holum
en nú er þar 18 holu völlur. Þrjátíu árum
síðar var ráðist í gerð nýs 18 holu vallar
við Korpúlfsstaði,“ greinir Garðar frá.
Sjálfur hefur hann hefur stundað
golfíþróttina frá því um 1980. „Félagar
mínir voru í þessu og ég prófaði og fékk
þá bakteríuna. Þeir sem byrja fá flestir
bakteríuna og segjast þá sjá eftir að hafa
ekki byrjað miklu fyrr.“
Stofnendur klúbbsins voru 57, þar af
sjö konur, en félagar eru nú um 2.900. „Í
gegnum árin hafa karlmenn verið fjöl-
mennari í klúbbnum en síðari ár hefur
konum fjölgað talsvert. Má segja að þær
séu nú um 30 prósent félaganna.“
Að sögn Garðars var vefurinn golf-
myndir.is settur upp í tilefni stórafmæl-
isins. „Þar er saga klúbbsins rakin í máli
og myndum. Við erum nýbúin að vera
með mót fyrir félagsmenn og þann 14.
júní verður haldið mót fyrir velunnara
og gesti.“ ibs@frettabladid.is
Deildu svæði með
beljum borgarbúa
Golfk lúbbur Reykjavíkur fagnar 80 ára afmæli í ár. Fyrsta mótið stórviðburður í borgar-
lífi nu. Margir héldu fyrst að um væri að ræða stundargaman hjá heldra fólki sem félli
fl jótt í gleymsku. Félagar í klúbbnum eru nú um 2.900.
MEÐ GOLFBAKTERÍUNA Garðar Eyland,
framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur,
segist hafa verið orðinn alltof gamall þegar
hann byrjaði að stunda golf. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
MERKISATBURÐIR
1190 Þriðja krossferðin: Friðrik 1. keisari drukknar í ánni Salef á
leið með her sinn til Jerúsalem.
1596 Willem Barents og Jacob van Heemskerk finna Bjarnarey.
1898 Bandarískir landgönguliðar ganga í land á Kúbu.
1928 Menja, togari smíðaður í Hamborg árið 1920, sekkur úti á
Hala án skýringa. Slysið síðar nefnt Menjuslysið.
1947 Saab framleiðir fyrsta bílinn sinn.
1977 Apple fyrirtækið setur fyrstu Apple II-tölvuna í sölu.
1993 Steinboginn yfir Ófærufoss í Eldgjá, sem lengi hefur gert
garðinn frægan, er fallinn þegar ferðamannahópur kemur að
honum.
Ástkær sambýliskona mín,
móðir, systir og amma,
INGA HULD HÁKONARDÓTTIR
blaðamaður og rithöfundur, lést þriðjudaginn
27. maí. Hún verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni þriðjudaginn 10. júní kl 15.00.
Aðstandendur.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir,tengdafaðir,afi og langafi,
GUÐMUNDUR SÓLBJÖRN GÍSLASON
frá Hellissandi,
lést á Sólvangi Hafnarfirði mánudaginn 2.
júní. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Birna Axelsdóttir
Fjóla Guðmundsdóttir Kristinn Rafn Hjaltason
Hafdís Guðmundsdóttir
Kristín Alda Guðmundsdóttir Kjartan Skaftason
Lilja Guðmundsdóttir Þorvarður Helgason
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HALLDÓRU Ó. GUÐLAUGSDÓTTUR
Skúlagötu 40, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
hjúkrunarheimilis Grundar.
Arnbjörg Guðmundsdóttir Ólafur J. Sigurðsson
Elín Guðmundsdóttir
Sigríður Guðmundsdóttir
Óli Valur Guðmundsson Jan Ola Hjelte
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur, tengdasonur og bróðir,
SIGURÐUR ÖRN ÚLFARSSON
lést mánudaginn 2. júní. Jarðarförin fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 12. júní
kl. 13.00.
Hildur Steindórsdóttir
Hermann Örn Sigurðarson Drífa Hrönn Jónsdóttir
Guðrún Hulda Sigurðardóttir
Heiðrún Hulda Guðmundsdóttir Björn Matthíasson
Guðrún Sólveig Steindór Pétursson
Sólborg Gígja Guðmundsdóttir Kjartan Þorvaldsson
og aðrir ástvinir.
Elsku hjartans maðurinn minn, pabbi okkar
og afi, sonur, bróðir, og frændi,
GUÐGEIR HALLUR HEIMISSON
Byggðavegi 143, Akureyri,
sem lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili
sínu að kvöldi sjómannadagsins 1. júní
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 12. júní kl. 13.30. Innilegar
þakkir til allra þeirra sem hafa stutt okkur í veikindum hans.
Sérstakar þakkir fá hjúkrunarfræðingar Heimahlynningar á
Akureyri. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu
á Akureyri.
Sigríður Benjamínsdóttir
Þröstur Guðgeirsson
Rósa Dröfn Guðgeirsdóttir
Benjamín Ingi Guðgeirsson
Sigríður Karen, Guðgeir Rúnar og Fenrir Ingi
Heimir Björn Ingimarsson - Stefanía Rósa Sigurjónsdóttir
Sigþór, Lára, Hafþór og fjölskyldur
Anna, Ármann, Gréta, Eggert, Sævar og fjölskyldur
Elín Sigrún Jónsdóttir
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Þorsteinn Elísson
útfararþjónusta
Jón G. Bjarnason
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
önnumst við alla þætti þjónustunnar
Þegar andlát ber
að höndum
Með virðingu og
umhyggju að leiðarljósi
Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is
Við þjónum allan sólarhringinn
Reynsla – Umhyggja – Traust
Elskuleg móðir okkar, amma, dóttir, systir
og mágkona,
ELÍSABET MARKÚSDÓTTIR
Sævangi 4,
lést föstudaginn 30. maí á Landspítalanum
við Hringbraut. Útförin fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 13. júní
kl. 15.00.
Viktoría Guðmundsdóttir
Fannar Freyr Guðmundsson
Markús Sigurgeir Kristjánsson Bára Magnúsdóttir
Sigurlaug Markúsdóttir Hilmar Frímannsson
Sigurður Gunnar Markússon Valborg Elísabet Jóhannesdóttir
Reynir Smári Markússon Bergþóra Pálína Björnsdóttir
Kristín Bára Gautsdóttir