Fréttablaðið - 11.06.2014, Side 2
11. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
NÁTTÚRA Aldrei hefur sést eins
mikið af smáfiðrildinu birkikembu
frá því að það fannst fyrst hér á
landi árið 2005. Fiðrildið veldur
miklum skaða á birki. Hlýju og góðu
vori er um að kenna. Minna er hægt
að fullyrða um viðgang geitunga, en
þeir gerðu þegar vart við sig í maí.
Frá þessu greinir Erling Ólafs-
son, skordýrafræðingur hjá Nátt-
úrufræðistofnun Íslands (NÍ),
spurður um hvort merkja megi
áhrif óvenjulega hagstæðs tíðarfars
á smádýralífið hér á landi.
„Það er helst að ég búist við ljót-
um ummerkjum á birki í görðum
okkar nú þegar líður á mánuðinn.
Það hefur nefnilega aldrei sést
eins mikið af þessu smáfiðrildi og
þetta vorið, þegar það var að verpa
á birkibrumin. Lirfur birkikemb-
unnar eru nú á fullu gasi við að éta
innan úr laufum birkitrjánna svo
eftir standa sölnaðir brúnir belgir á
greinum,“ segir Erling. Hann segir
að þrátt fyrir miklar skemmdir þar
sem fiðrildið nær sér helst á strik
muni flest birkitrén ná sér þegar
líður á sumarið.
Birkikembu varð fyrst vart í
Hveragerði árið 2005. Í fyrravor
var ljóst orðið að fiðrildinu hafði
vaxið mjög ásmegin og fannst víða
í Reykjavík og suður í Hafnarfjörð.
Auk þess var það mætt til leiks í
trjárækt Skógræktar ríkisins að
Mógilsá í Kollafirði og í görðum
á Selfossi. Í vor var sagt frá því í
fréttum að mikið sást af fiðrildinu
í Fossvogi. Þeir sem búa í austur-
hluta Reykjavíkur, og reyndar mun
víðar í borginni, hafa orðið varir
við bjölluna asparglyttu, en eins
og birkikemban getur hún valdið
miklum skaða á trjám. Það fer ekk-
ert á milli mála hvar hún fer um,
en Erling segir að sums staðar mori
allt af þessari annars afar fallegu
laufbjöllu. Hún er kúpt, skelin er
hágljáandi og slær á hana breyti-
legum litum, grænum, blágrænum,
fjólubláum, allt eftir því hvernig
ljósið fellur á, eins og útskýrt er á
pödduvef NÍ.
Flestir líta með meiri áhyggjum
til þess að hlýtt vor geti orðið til
þess að geitungar nái sér verulega
á strik, en þeir eru óvíða aufúsu-
gestir. „Ég hef lært að spá ekki um
gengi geitunga. Þeir geta verið ólík-
indatól sem taka stefnu á annan veg
en maður spáir,“ segir Erling.
svavar@frettabladid.is
Aldrei sést meira af
höfuðóvini birkisins
Smáfiðrildið birkikemba hefur aldrei verið eins áberandi og í vor. Birki getur farið
mjög illa þar sem hún er fjölliðuð. Allt morar í hverfum í austurhluta Reykjavíkur
af asparglyttu, stórtækri laufætu. Báðar tegundirnar námu land fyrir um áratug.
ASPARGLYTTA Nam land árið 2005 og fjölgaði stórum árið 2007 og olli miklum
skemmdum á trjágróðri. MYND/ERLING
Trjárækt og húsagarðar með birki eru kjör-
lendi birkikembu. Fiðrildin eru á ferð á vorin
en þau skríða úr púpum í fyrrihluta apríl og
hverfa með öllu fyrir miðjan maí. Flugtími
er því mjög skammur. Á þessum tíma verpa
þau á brum birkis og eggin klekjast þegar tré
fara að laufgast. Lirfurnar smjúga þá inn í
laufblöðin, koma sér þar fyrir og éta inn-
vefi þeirra. Eftir því sem lirfurnar dafna taka
blöðin að sölna og á endanum standa ein-
ungis eftir ysta lag efra- og neðraborðs blaðs
sem blæs út eins og brúnn belgur. Fullvaxnar
lirfur skríða út úr belgnum og hverfa niður
í svörð þar sem þær púpa sig og bíða næsta
vors á því stigi. Birkikemba liggur í vetrardvala
á púpustigi. Heimild: www.ni.is/poddur/nattura
➜ Milt vor hentar birkikembu fullkomlega
BIRKIKEMBA Hlýtt vor
veldur því að kjöraðstæður
eru fyrir birkikembu.
EFNAHAGSMÁL Hundraða milljarða
króna eignir Íbúðalánasjóðs og þar
með skattgreiðenda gætu verið
í uppnámi verði verðtryggingin
dæmd ólögmæt.
Í dag verður flutt mál fyrir
EFTA-dómstólnum þar sem tek-
ist verður á um hvort verðtrygg-
ing gangi í berhögg við tilskipanir
Evrópusambandsins.
Meðal spurninga sem lagðar
voru fyrir dómstólinn er hvort
verðtryggð lán séu í samræmi við
tilskipun ESB um neytendalán,
jafnvel þótt verðtryggingin styðj-
ist við sett lög Alþingis og hvort
verðtryggingin sé í samræmi við
tilskipun ESB um óréttmæta skil-
mála í neytendasamningum.
Það væri algjör undantekning og
í raun stórtíðindi ef íslenskir dóm-
stólar myndu ekki dæma í sam-
ræmi við ráðgefandi álit EFTA-
dómstólsins í málinu.
Stöð 2 óskaði eftir viðtali við full-
trúa Seðlabankans um hvaða áhrif
það hefði ef verðtryggingin yrði
dæmd ólögmæt. Þau svör fengust
að að svo stöddu gætu sérfræðingar
bankans ekki veitt álit.
- þþ
Tekist á um lögmæti verðtryggingar lána fyrir EFTA-dómstólnum í Lúxemborg:
Eignir Íbúðalánasjóðs í hættu
FYRIR DÓM Málið verður tekið fyrir hjá
EFTA-dómstólnum í dag.
Sveinbjörg, ertu svona
fjölhæf?
Já, ég er í sjöunda himni.
Sveinbjörg Zophoníasdóttir varð um helgina
Norðurlandameistari í sjöþraut yngri en 23
ára. Árangur hennar er annar besti árangur
Íslendings frá upphafi.
SVEITARSTJÓRNIR Bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokks og Lista Grind-
víkinga hafa skrifað undir sam-
starfssamning um myndun nýs
meirihluta í bæjarstjórn Grinda-
víkur.
Flokkarnir stefna að því að
endurráða núverandi bæjar-
stjóra, Róbert Ragnarsson.
Samkomulag er á milli flokk-
anna um að starfa saman þvert
á alla flokka í vinnu sinni fyrir
Grindavíkurbæ.
- sks
Nýr meirihluti í Grindavík:
Bæjarstjórinn
endurráðinn
MANNRÉTTINDAMÁL Þrír íslenskir ráðherrar sýndu stuðning sinn við
alþjóðlega herferð gegn beitingu kynferðisofbeldis í stríðsátökum í
verki í gær með því að rita nöfn sín á veggspjald í breska sendiráðinu
í Reykjavík.
Í gær hófst fjögurra daga ráðstefna í London sem markar hápunkt
alþjóðlegrar herferðar bandarísku leikkonunnar Angelinu Jolie og
Williams Hague, utanríkisráðherra Bretlands. Markmiðið er að binda
enda á beitingu kynferðisofbeldis í stríði.
„Það er lygi að nauðganir séu óumflýjanlegur hluti af stríðsátökum.
Nauðgun er vopn sem beint er að saklausum borgurum og notað til
að pynta og niðurlægja fólk, oft mjög ung börn. Við, sem alþjóðasam-
félag, berum ábyrgð,“ sagði Angelina Jolie við opnun ráðstefnunnar í
London í gær. - rkr
Ráðherrar taka þátt í herferð gegn kynferðisofbeldi í stríði:
Sýndu stuðninginn í verki
KJARAMÁL Starfsgreinasamband-
ið (SGS) gekk frá stofnanasamn-
ingi við Veðurstofuna í gær.
Þetta er fyrsti samningur sinnar
tegundar sem þessir aðilar gera
sín í milli.
Samningurinn tekur til þeirra
sem starfa við mælagæslu,
úrkomumælingar og skeytastöðv-
ar vítt og breitt um landið.
Starfsfólk hækkar í áföngum
um allt að sjö launaflokka eftir
menntun, starfsaldri og eðli
starfs. Fyrstu launaflokkahækk-
anirnar koma til framkvæmda
um næstu mánaðamót. - jme
Veðurstofan semur við SGS:
Hækka um allt
að sjö flokka
LÖGREGLUMÁL Lögreglan fargaði sönnunargögnum
tengdum morðinu á Karli Jónssyni sem átti sér stað
á Egilsstöðum í maí í fyrra. Þetta kom fram við mál-
flutning í Hæstarétti í gær.
Friðrik Brynjar Friðriksson var sakfelldur fyrir
morðið í Héraðsdómi Austurlands en málinu var
áfrýjað til Hæstaréttar. Verjandi hans, Sveinn Andri
Sveinsson, krefst sýknu yfir Friðriki en til vara að
málinu verði vísað aftur heim í hérað. Mjög sjald-
gæft er að morðmálum sé vísað aftur heim í hérað en
Sveinn er bjartsýnn á að Hæstiréttur verði við kröf-
unni. Tveir dómkvaddir matsmenn hafa gert alvarleg-
ar athugasemdir við rannsókn lögreglunnar á málinu.
Við málflutning í Hæstarétti í gær kom meðal ann-
ars fram að lögreglumenn á Egilsstöðum hefðu haft
afskipti af Friðriki Brynjari kvöldið sem Karl Jóns-
son var myrtur. Þegar þeir höfðu fundið líkið síðar
um nóttina og börðu að dyrum Friðriks hafi þeir borið
kennsl á fötin sem hann hafði verið í fyrr um kvöldið
og þeir gerðu ráð fyrir að hann hefði verið í þegar
morðið var framið. Skipuðu lögreglumennirnir Frið-
riki að fara aftur í fötin í stað þess að ganga frá þeim
á fullnægjandi hátt sem sönnunargögnum í málinu.
Við þetta gerir verjandi Friðriks athugasemdir og
segir lögreglu ekki hafa staðið rétt að málum.
Friðrik Brynjar neitar enn að hafa banað Karli
Jónssyni en dómsuppkvaðning verður í næstu viku.
- ssb
Verjandi krefst þess að hinn dæmdi í Egilsstaðamorðmálinu verði sýknaður:
Lögregla henti sönnunargögnum
AFSKIPTI Lögreglumenn höfðu afskipti af Friðriki Brynjari
Friðrikssyni áður en Karl Jónsson var myrtur það sama kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BORGARMÁL „Það
er stefnan að
kynna niðurstöðu
viðræðna síðdeg-
is,“ segir S. Björn
Blöndal oddviti
Bjartrar Fram-
tíðar í Reykjavík.
Um leið verður
tilkynnt hverjir
skipa æðstu embætti.
Halldór Auðar Svansson, oddviti
Pírata, er ánægður með þann mál-
efnasamning sem kynntur verður.
Þar sé að vinna víðtækar lýðræðis
og stjórnsýsluumbætur. - jme
Búið að semja í Reykjavík:
Nýr meirihluti
kynntur í dag
HALLDÓR AUÐAR
SVANSSON
SPURNING DAGSINS
25%
NÝTT
afsláttur
af öllum styrkleikum
og pakkningastærðum