Fréttablaðið - 11.06.2014, Side 8

Fréttablaðið - 11.06.2014, Side 8
11. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 ÍRAK, AP Núrí al Maliki, forsætis- ráðherra Íraks, lagði hart að þjóð- þingi landsins að lýsa yfir neyðar- ástandi, sem gæfi honum aukin völd til að bregðast við innrás her- skárra múslíma í borgina Mosul. Uppreisnarmennirnir hafa náð þessari næststærstu borg lands- ins að mestu á sitt vald. Þeir lögðu undir sig höfuðstöðvar héraðs- stjórans í Niniveh, en Mosul er höfuðborg þessa héraðs í norður- hluta Íraks. Þeir hafa farið um borgina, vopn aðir byssum og veifandi svörtum fánum, og hröktu bæði hermenn og lögregluþjóna á brott. Margir íbúar borgarinnar forðuðu sér einnig hið snarasta. Íbúarnir sögðu innrásarmenn- ina vera liðsmenn samtakanna Íslamskt ríki í Írak og Austurlönd- um nær, en þau samtök náðu fyrr á árinu á sitt vald annarri borg, Fallujah, sem er í suðvesturhluta landsins. Stjórnarhernum hefur enn ekki tekist að ná borginni úr höndum þeirra. „Ástandið í borginni er algjör ringulreið og enginn hjálpar okkur,“ segir Umm Kamm, rík- isstarfsmaður í Mosul sem býr skammt frá höfuðstöðvum héraðs- stjórans. Hún flúði borgina ásamt fjölskyldu sinni í gærmorgun: „Við erum hrædd. Það er engin lögregla eða her í Mosul.“ Árangur uppreisnarmanna er verulegt áfall fyrir stjórn al Mal- ikis. Hann er nú í óða önn að reyna að mynda nýja stjórn eftir að hafa unnið sigur í þingkosningum í síð- asta mánuði. Sjálfur er Al Maliki sjía-músl- ími og hefur einkum reitt sig á stuðning sjía-múslíma á þingi, en súnní-múslímar og Kúrdar hafa sakað hann um að einoka völdin. Sjálfstjórnarsvæði Kúrda nær að hluta til inn í Niniveh-hérað, og hafa leiðtogar Kúrda harðlega gagnrýnt stjórn al Malikis fyrir að hafa ekki viljað starfa með Kúrdum að því að verja Mosul. Það hefði getað komið í veg fyrir innrásina. gudsteinn@frettabladid.is Herskáir íslamistar ná Mosul á sitt vald Næststærsta borg Íraks er í höndum herskárra íslamista, sem hrakið hafa stjórnar- herinn og lögreglu burt úr borginni. Íbúar hafa einnig flúið borgina í stórum stíl. Núrí al Maliki forsætisráðherra vill að þingið lýsi sem fyrst yfir neyðarástandi. ALMENNINGUR FORÐAR SÉR Íbúar borgarinnar hafa margir hverjir haft sig á brott eftir atburði gærdagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Staðið að grimmdarverkum í Sýrlandi Samtökin Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær hafa haft tengsl við al-Kaída og hafa tekið virkan þátt í átökum gegn stjórn Bashars al Ass- ads forseta í nágrannalandinu Sýrlandi. Liðsmenn þeirra hafa staðið að mörgum verstu grimmdarverkum stríðsins og fengu fljótlega aðra upp- reisnarmenn í Sýrlandi upp á móti sér. Leiðtogi samtakanna, Abu Bakr al Baghdadi, hefur einnig bakað sér óvild al-Kaída, sem vilja ekki lengur hafa samtökin innan sinna vébanda. KJARAMÁL „Samkvæmt þeim tölum sem ég hef tekið saman verða rúmlega 90 prósent allra leik- skóladeilda á öllu landinu lokuð 19. júní, hafi samn- ingar ekki tekist við leikskólakennara fyrir þann tíma,“ segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda á leikskólum. Ingibjörg segist hafa fengið svör frá stjórnend- um 517 leikskóladeilda og af þeim verði 480 lokað eða 93 prósentum. Margar þeirra deilda sem verða opnar eru í litlum leikskólum á landsbyggðinni en þó eru dæmi um deildir á höfuðborgarsvæðinu sem verða opnar. „Þó að deildirnar verði opnar, vegna þess að forstöðumaður þeirra er ekki í Félagi leikskóla- kennara, verður boðið upp á skerta starfsemi. Leikskólakennarar koma að starfsemi langflestra deilda með einum eða öðrum hætti. Til dæmis koma þeir inn á deildirnar og sinna sérstökum verkefnum,“ segir Ingibjörg. Samninganefndir Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hittust á fundi í gær. „Það færðist heldur nær en fjær,“ sagði Haraldur F. Gíslason, formaður FL. Hann segir að enn beri mikið í milli í deilunni. Leikskólakennarar vilja sömu launahækkanir og grunn- og framhaldsskólakennarar sömdu um, eða allt að 30 prósenta hækkun launa. - jme Mikið ber enn í milli í kjaradeilu leikskólakennara og sveitarfélaganna: Nær öllum leikskóladeildum lokað VERKFALL YFIRVOFANDI Nær öll leikskólabörn á landinu sitja heima 19. júní ef ekki takast samningar í kjaradeilu leik- skólakennara og sveitarfélaganna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM WASHINGTON, AP Fimm bandarísk- ir hermenn og einn afganskur hermaður létu lífið í sunnanverðu Afganistan í loftárás á vegum bandaríska hersins á mánudag. Þetta segir lögregla á svæðinu. Loftárásin hafði verið fyrirskipuð til að hjálpa mönnunum, sem lent höfðu í fyrirsát talíbana. Dauði sérsveitarmannanna fimm þykir sýna að átökunum í Afganist- an, sem nú hafa staðið yfir í nærri fjórtán ár, er hvergi nærri lokið. John Kirby, talsmaður varnar- málaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði í gær að atvikið væri til rannsóknar en gat ekki staðfest að mennirnir hefðu fallið í loftárás á vegum Bandaríkjahers. Talsmenn Atlantshafsbandalagsins (NATO) vildu ekki tjá sig um atvikið. „Við hugsum til fjölskyldna þeirra látnu og biðjum fyrir þeim,“ sagði Kirby í yfirlýsingu sinni. Spenna hefur lengi ríkt milli yfir- valda í Afganistan og Bandaríkja- hers vegna loftárása þeirra síðar- nefndu á landið. - bá Hermenn í Afganistan féllu í loftárás sem átti að koma þeim til bjargar: Felldu sex menn úr eigin liði ORRUSTUFLUGVÉL Í AFGANISTAN Loftárásin var fyrirskipuð til að bjarga sérsveitarmönnunum fimm sem létust. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Gott rval notaðra b la staðnum. Komdu heims kn eða skoðaðu heimas ðuna; www.hyundai.is og smellir flipann notaðir b lar S mi 575 1200 ALLT AÐ 80% FJ RM GNUN BEINT M TI IKEA HYUNDAI i30 STYLE Nýskr 09/2008, ekinn 78 þús. bensín, beinskiptur KIA SORENTO III LUXURY Nýskr 04/2011, ekinn 37 þús. dísil, sjálfskiptur NISSAN QASHQAI SE Nýskr 05/2013, ekinn 25 þús. dísil, sjálfskiptur HYUNDAI SANTA FE II CRDI Nýskr 06/2008, ekinn 151 þús. dísil, sjálfskiptur HONDA JAZZ 1.4i LS Nýskr 05/2008, ekinn 66 þús. bensín, sjálfskiptur TOYOTA AURIS SOL Nýskr 03/2008, ekinn 133 þús. dísil, sjálfskiptur. HYUNDAI GETZ GLS Nýskr 07/2008, ekinn 67 þús. bensín, beinskiptur VERÐ: 5.490.000 kr. VERÐ: 5.290.000 kr. VERÐ: 2.990.000 kr. VERÐ: 1.490.000 kr. VERÐ: 1.890.000 kr. VERÐ: 1.150.000 kr. HYUNDAI VERÐ 1.980 þús. HYUNDAI NOTAÐIR NEW THINKING. NEW POSSIBILITIES. Kaupt ni 1- (Beint m ti IKEA) Nr. 130788 Nr. 120364 Nr. 281294 Nr. 191312 Nr. 120416 Nr. 131083 Nr. 120326

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.