Fréttablaðið - 11.06.2014, Síða 10

Fréttablaðið - 11.06.2014, Síða 10
11. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 STJÓRNSÝSLA Landbúnaðarráðu- neytið og fjármálaráðuneytið hækkuðu leigu ríkisjarðar án þess að hafa til þess heimild og stjórn- sýslulög eru brotin með því að óskum ábúandans um kaup á jörð- inni hefur ekki svarað í meira en átta ár. Ofangreint er álit umboðsmanns Alþingis en þangað kærði ábúand- inn stjórnvöld. Þess má geta að allar vísbendingar um hver ábú- andinn eða jörðin er hafa verið afmáðar úr áliti umboðsmanns. Bæði embætti umboðsmanns og Jarðadeild fjármálaráðuneytisins neita að upplýsa um hvaða ríkis- jörð er að tefla. Fram kemur að jörðin er leigð samkvæmt byggingarbréfi útgefnu á árinu 1985. Þar er kveðið á um að leigan skuli vera þrjú pró- sent af fasteignamati. Árið 2011 hækkaði ríkið leiguna úr 22 þús- und krónum á ári í 54 þúsund. Var vísað til þess að leigan væri undir lágmarksviðmiði. Einnig til auk- inna hlunninda af heyjum og vax- andi göngu sjóbirtings. Taka ber fram að leigan er eingöngu fyrir jörðina sjálfa en ekki húsakostinn sem ábúandinn á sjálfur. Umboðsmaður sagði ráðuneytið ekki geta hækkað leigu einhliða á grundvelli eigin reglna, grastekja sé ekki hlunnindi og að ekki hafi verið sýnt fram á auknar tekjur af veiði. Hafi ríkið viljað hækkun leigunnar vegna aukinna hlunn- inda hefði það auðveldlega getað óskað eftir hækkun fasteignamats jarðarinnar. Í samræmi við lög óskaði ábú- andinn eftir því árið 2005 að fá jörðina keypta. Sú ósk hefur verið margítrekuð en aldrei verið svar- að. Ríkið ber við ágreiningi um landamerki við næstu jörð, sem einnig er ríkisjörð. „Lögbundinn réttur A [ábúand- ans] til að kaupa ábúðarjörð sína er þýðingarlítill ef stjórnvöld draga von úr viti að afgreiða beiðni henn- ar þar um,“ segir umboðsmaður Alþingis. „Náist ekki sættir um afmörk- un jarðanna verður ráðuneytið á endanum að höggva á hnútinn og ákvarða landamerki þeirra jarða sem í hlut eiga að því marki sem það hefur sjálft forræði á þeim ágreiningi og að því marki sem það er nauðsynlegt til að taka ákvörðun um beiðni A um kaup á jörðinni,“ segir í álit umboðs- manns. Hjá Jarðadeildin fengust þau svör að umrætt mál væri einstakt og að álit umboðsmanns hefði því ekki áhrif á leigugjald fyrir aðrar ríkisjarðir. gar@frettabladid.is Ráðuneyti brjóta á ríkisjarðarleigjanda Umboðsmaður Alþingis segir ríkisvaldið hafa margfaldað leigugjald fyrir ríkisjörð án lagaheimildar og hafa brotið málshraðareglu stjórnsýslulaga með því að hafa enn ekki eftir átta ár svarað ítrekuðum óskum ábúandans um að kaupa jörðina. Í SVEITASÆLU Ábúandi ótiltekinnar ríkisjarðar benti á að nýtingarmöguleikar á sil- ungsveiði hefðu verið skertir með banni við netaveiði í ánni á jörðinni sem væri of straumhörð til að koma öðrum veiðiaðferðum við. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNTAMÁL Skólastjórafélag Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamning hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun. Samningurinn gildir til eins árs en jafn- hliða honum var skrifað undir viðræðuáætl- un og tímasetta aðgerðaáætlun þar sem farið verður í vinnu við nýtt launamyndun- arkerfi skólastjórnenda. „Við náðum sömu byrjunarhækkun, það er 2,8 prósentum, eins og á almenna mark- aðnum auk leiðréttingar á mati á námi og starfsreynslu til samræmis við önnur félög innan Kennarasambands Íslands,“ segir Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjóra félags Íslands. Hún bendir á að samið hafi verið til eins árs þar sem grunnskólakennarar muni ekki kjósa fyrr en í febrúar um framhald síns kjarasamnings. „Við vitum ekki fyrr en þá hvernig þetta kemur út hjá þeim. Það er fyrst og fremst þess vegna sem við vild- um ekki gera lengri samning. Við komum til með að undirbúa nýjan kjarasamning á næsta vetri sem ætlað er að taka gildi 1. júní 2015. Rafræn kosning um nýja samninginn fer fram 12. til 19. júní. - ibs Skólastjórafélag Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifa undir kjarasamning til eins árs: Munu vinna að nýju kerfi fyrir stjórnendur SAMNINGUR UNDIRRITAÐUR Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitar- félaga, Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og Svanhild- ur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands. SVÍÞJÓÐ Eftir að sænska lögreglan upplýsti hótel- starfsmenn um hvernig uppgötva mætti vændis- starfsemi er orðið æ algengara að vændi sé stundað í íbúðum sem grunlausir Svíar leigja út þegar þeir fara sjálfir í frí. Á fréttavef sænska ríkisútvarpsins er sagt frá Svía í Gautaborg sem leigði út íbúðina sína til tveggja stúlkna í viku. Þær kváðust vera að heim- sækja kærasta annarrar þeirra sem starfaði í borg- inni. Leigusalann leitaði upplýsinga á netinu og komst að því að önnur stúlkan var skráð á vændis- síðu. Haft er eftir lögreglumanninum Simon Hägg- ström að slíkt gerist æ oftar. Hann segir algengt að vændiskonur séu fluttar á milli staða, einkum milli stórborganna, og séu þær um það bil eina viku á hverjum stað. Nær undantekningarlaust sé um skipulagða glæpastarfsemi að ræða. Häggström ráðleggur Svíum að biðja nágranna um að fylgjast með því hvort karlar komi oft í heim- sókn í húsnæði sem er í útleigu. Þá sé ástæða til að gera íbúðareigandanum viðvart og jafnvel lögregl- unni. - ibs Viðvörun frá sænsku lögreglunni vegna útleigu á íbúðum í sumarfríinu: Vændi stundað í leiguíbúðum STOKKHÓLMUR Glæpahringir senda vændiskonur á milli stórborga í Svíþjóð. Lögbundinn réttur A [ábúandans] til að kaupa ábúðarjörð sína er þýð- ingarlítill ef stjórnvöld draga von úr viti að afgreiða beiðni hennar þar um. Umboðsmaður Alþingis MÓTMÆLA Spænskir slökkviliðsmenn byggðu turn úr girðingum lögreglu þegar þeir mótmæltu niðurskurðaraðgerðum spænskra stjórnvalda í Barcelona í gær. Verkalýðsfélög á Spáni hafa kallað eftir allsherjarverkfalli frá 20. júní til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda. NORDICPHOTOS/AFP Mótmæla niðurskurði stjórnvalda UTANRÍKISMÁL Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Paul LePage, ríkisstjóri Maine í Bandaríkjunum, skrifuðu í gær undir sam- komulag um aukið sam- starf. Samkvæmt samkomulag- inu verður unnið að því að efla viðskipta- tengsl Íslands og Maine meðal annars með áherslu á orkumál, viðskiptaþró- un, samgöngur, nýtingu nátt- úruauðlinda og menningarmál. Rædd voru ný viðskiptatækifæri sem skapast með beinum sigl- ingum á milli Reykjavíkur og Portland. Þá munu stjórnvöld leita leiða til að starfa saman að hags- munamálum á norðurslóðum, m.a. varðandi umhverfisöryggi og leit og björgun, að því er kemur fram í tilkynningu. - fb Skrifuðu undir samning: Aukið samstarf við Maine GUNNAR BRAGI SVEINSSON SJÁVARÚTVEGUR Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra og kollegi hans frá Portúgal, Ass- unção Cristas, hafa undirritað viljayfirlýsingu um að tryggt verði að ekki sé fluttur út saltfiskur til Portúgals sem meðhöndlaður hefur verið með fosfötum, nema kaupandi óski þess sérstaklega. Reglur Evrópusambandsins leyfa fosföt við verkun saltfisks, en efnin halda holdinu hvítu. Stjórn- völd í Portúgal leituðu til ráðuneyt- isins og óskuðu eftir samstarfi um að tryggja áframhaldandi viðskipti með saltfisk, sem verkaður er án fosfatsprautunar. - shá Kaupandinn ræður ferðinni: Verka saltfisk eftir hefðinni HEILBRIGÐISMÁL Ríkissjóður yfirtók í gær tæplega sex millj- arða króna lífeyrisskuldbinding- ar ellefu hjúkrunarheimila. Þetta er gert til að koma til móts við erfiða fjárhagsstöðu hjúkrunarheimila sem rekin eru af sjálfseignarstofnunum. Í tengslum við samkomulagið eru enn fremur gerðar upp skuld- ir nokkurra hjúkrunarheimila vegna ógreiddara lífeyrishækk- ana til lífeyrissjóða sem safnast hafa upp undanfarið ár. - jme Til móts við hjúkrunarheimili: Ríkið yfirtekur sex milljarða SALTFISKVERKUN Portúgal er mikilvæg- ur markaður fyrir saltfisk. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.