Fréttablaðið - 12.06.2014, Qupperneq 1
FRÉTTIR
BJÖRGVIN Í BÆJARBÍÓI Í HAFNARFIRÐI
Björgvin Halldórsson verður með sína fyrstu tónleika í
Hafnarfirði annað kvöld kl. 20. Björgvin og hljómsveit fara yfir
ferilinn og slá á létta strengi á opnunarhátíð Bæjarbíós sem nú
verður tónleikastaður. Hljómsveitina skipa Þórir Úlfarsson, Jón
Elvar Hafsteinsson, Jóhann Hjörleifsson og Friðrik Sturluson.
F lest þekkjum við túrmerik sem heiðgula kryddið sem er eitt af undirstöðuefnunum í karríi ásamt því að vera mikið notað sem matar-litur. Túrmerik (Curcuma longa) á sér djúpar rætur í indverskum lfr ð
ANDOXUN, MINNI OG BLÓÐRÁSTúrmerik er eitt öflugasta andoxunar-
efnið á markaðnum. Það getur einnig aukið blóðflæði og þanþol æðakomið j f
UNDRAEFNIÐ TÚRMERIK FRÁ NATURES AIDGENGUR VEL KYNNIR Túrmerik er frábært andoxunarefni sem hefur virkað
sérstaklega vel við bólgum og hefur góð áhrif á minnið, blóðrás, blóðsykurs-
ójafnvægi og þunglyndi.
HVAR FÆST ÞAÐ?Útsölustaðir: Heilsu-húsið, Lifandi markaðurK ó
ÖFLUG VÖRNEitt öflugasta andoxun-arefnið á markaðnum. Gott við bólgum, verkj-um og þunglyndi. Túr-merikhylkin frá Natures Aid innihalda mjög hátt hlutfall af kúrkúmíni og því þarf aðeins að taka eitt hylki á dag.
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
www.tk.is
Mikið af flottum tilboðum
TÆKIFÆRISGJAFIR
T
IL
B
O
Ð
Margar g rð r e i
f. 12 m.
með fylgih .l
Vertu vinur okkar á Facebook
Buxnadagar
20% afsláttur af öllum buxum! Stærðir 36-52
Tilboðsverð frá 7.980
H -blaðiðFIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
24
2 SÉRBLÖÐ
Hm - blaðið | Fólk
Sími: 512 5000
12. júní 2014
136. tölublað 14. árgangur
Lýsir yfir sakleysi
Hreiðar Már Sigurðsson, einn þriggja
fyrrverandi stjórnenda Kaupþings
sem ákærðir eru fyrir umboðssvik,
lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal. 2
Sigursælir í Írak Herskáir íslamistar
hafa náð borginni Tikrit í Írak á sitt
vald, degi eftir að borgin Mosul féll í
þeirra hendur. 12
Ekkert yfirlit Algengt er að lyf séu
ekki til þegar sjúklingar þurfa á þeim
að halda. Yfirlit yfir birgðir myndi
leysa vandamálið. 16
Með stærðfræðifóbíu Ef kvenkyns
kennari er óöruggur gagnvart stærð-
fræði kemur það niður á árangri
stúlkna í faginu. 20
SKOÐUN Málsmeðferðar-
tími hælisleitenda mun
styttast skrifar ráðherra. 24
MENNING Lengst útí rass-
gati festival í Edinborgar-
húsinu á Ísafirði. 36
LÍFIÐ Áfengisneysla er í
brennidepli í fyrstu bók
Ölmu Mjallar. 54
SPORT Ásdís Hjálmsdóttir
verður í hópi bestu kastara
heims í New York. 50
Opið allan sólarhringinn
í Engihjalla, Vesturbergi
og Arnarbakka
HEILBRIGÐISMÁL Um þriðjungur
atvika sem eru skráð er varða
starfsmenn Landspítala (LSH) eru
átök eða ofbeldi af hendi sjúklinga,
eða um þrjú hundruð atvik.
Atvik sem eru flokkuð sem átök
eða ofbeldi geta tengst líkamlegu
eða andlegu ofbeldi í garð starfs-
manns, hótunum eða að sjúkling-
ur sýni ógnandi hegðun eins og að
grýta húsgögnum eða steyta hnefa.
Flest ofbeldisatvikin eru skráð
á geðsviði árið 2013, eða 190 atvik.
Næst kemur lyflækningasvið með
58 atvik en lyflækningasvið er
stærsta svið spítalans og skýrir
það að miklu leyti háar tölur þar.
Á bráðasviði eru 19 ofbeldis-
atvik skráð sem skýrist af ástandi
sjúklinga sem þangað leita eftir
aðstoð. Atvik skráð á kvenna- og
barnasviði eru langflest á barna-
og unglingageðdeildinni.
Bryndís Hlöðversdóttir, starfs-
mannastjóri Landspítala, segir
skipulögð vinnubrögð viðhöfð
þegar kemur að alvarlegum atvik-
um sem starfsmenn verða fyrir.
„Næsti stjórnandi fær tilkynn-
ingu um atvikið ásamt starfs-
manni á mannauðsdeild sem
heldur utan um slík mál ásamt
framkvæmdastjóra viðkomandi
sviðs. Þessir aðilar bregðast við og
hafa eftirlit með úrvinnslu máls-
ins,“ segir Bryndís og bætir við
að starfsmönnum sé veittur við-
eigandi stuðningur innan deildar
sem utan. - ebg / sjá síðu 4
300 ofbeldismál skráð á LSH
Árið 2013 voru tæplega þrjú hundruð atvik skráð er varða átök eða ofbeldi gegn starfsmönnum Landspítalans
af hendi sjúklinga. Ofbeldið getur verið líkamlegt, andlegt, hótanir eða ógnun. Flest atvikin gerast á geðsviði.
Lyfl ækningasvið58
OFBELDI GEGN STARFS-
FÓLKI EFTIR SVIÐUM 2013
19 Bráðasvið
190Geðsvið
14 Kvenna- og barnasvið
3 Rekstrarsvið
8 Skurðlækningasvið
HJÓLAÐI Í NÝJAN MEIRIHLUTA Samstarfssáttmáli nýs meirihluta borgarstjórnar var kynntur í Elliðaárdalnum í gær. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylk-
ingarinnar, mætti of seint á fundinn og þrátt fyrir að hann hafi bókstaflega hjólað í nýja meirihlutann buðu félagar hans hann velkominn. Sjá síðu 8. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Bolungarvík 12° SA 2
Akureyri 14° SA 2
Egilsstaðir 12° SA 3
Kirkjubæjarkl. 11° NA 4
Reykjavík 15° SA 4
Hlýjast N-til Í dag verður hægur vindur
eða hafgola, fremur skýjað S- og A-til en
víða bjart norðanlands. Þykknar upp
V-lands er líður á daginn. 4
ÖRYGGISMÁL Vinnuslysum starfsfólks í fiskvinnslu hefur
fjölgað ár frá ári um langt skeið. Tilkynnt vinnuslys
voru helmingi fleiri árið 2011 en áratug fyrr. Vinnu-
eftirlitið réðst í sérstakt eftirlitsátak vegna þessa í
fyrra.
Helgi Haraldsson, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu,
leiddi verkefnið. Hann segir fjölgun vinnuslysa í fisk-
vinnslu koma á óvart og afar neikvætt að staðan sé með
þessum hætti.
„Menn velta fyrir sér ástæðunum, hvort tölfræðin ýki
vandann. En þegar kafað er dýpra sést að skýringin er
til dæmis ekki sú að fyrirtækin séu duglegri að tilkynna
slysin en áður var. Þetta eru einnig alvöru slys, ef svo
má segja, og ekki um frekari skráningu smáslysa að
ræða sem skýrir þetta,“ segir Helgi og hnykkir á því
að áþekka fjölgun vinnuslysa sé ekki að finna í öðrum
atvinnugreinum.
Hann segir eftirtektarvert að slysum meðal ungra
starfsmanna hafi fjölgað og eru þau langalgengust í
yngstu aldurshópunum, bæði undir 18 ára og á aldurs-
bilinu 19 til 24 ára. Því megi spyrja sig hvort þjálfun,
fræðsla og upplýsingagjöf til starfsmanna sé ekki ein
skýringanna. - shá / sjá síðu 6
Vinnuslysum starfsfólks í fiskvinnslu fjölgað um helming á einum áratug:
Slys algeng meðal ungs fólks
SLYSUM FJÖLGAR Slysum meðal ungra starfsmanna í fisk-
vinnslu hefur fjölgað síðustu ár og eru þau langalgengust í
yngstu aldurshópunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN