Fréttablaðið - 12.06.2014, Page 16

Fréttablaðið - 12.06.2014, Page 16
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA HEILBRIGÐISMÁL Nokkuð algengt er að sjúklingar fái ekki lyf sín í tæka tíð vegna þess að birgðir þeirra eru uppurnar í landinu. Þetta á sérstaklega við um fólk sem þarf að taka lyf sem fáir nota dagsdaglega. Leifur Bárðarson, staðgeng- ill landlæknis, segir að þetta sé gömul saga og ný. „Ég man ekki eftir einu einasta ári öðruvísi en að þetta komi upp.“ Eins og fram kom í Frétta- blaðinu í gær er ekki til neitt sam- ræmt yfirlit fyrir birgðastöðu lyfja í landinu. Lyfjafyrirtækin uppfæra þó reglulega lista yfir þau lyf sem vantar en þeim er ekki skylt að gera það. „Það væri mjög gott ef slíkt kerfi væri til,“ segir Leifur. „Það sem er flókið í þessu er að lyfja- framleiðendur nota ekki sama kerfi til að skrá sín lyf. Það er ekki til neitt einsleitt kerfi sem öllum framleiðendum ber að fara eftir. Það er heldur ekki til neitt einsleitt kerfi sem öllum apótek- um er skylt að fylgja. Þar ræður framboð og eftirspurn og allt þarf að vera í útboði samkvæmt EES og svo framvegis.“ Leifur segir að samræmt eftir- litskerfi með lyfjabirgðum yrði eflaust dýrt og flókið í framkvæmd. Örar breytingar á lyfjamarkaði geri eftirlit sömuleiðis flókið því það lyf sem þykir lífsnauðsynlegt einn daginn er kannski farið af markaði þann næsta og annað lyf komið í staðinn. Gunnar Skúlason greindist með ólæknandi sjúkdóm um tveggja ára aldur sem gerir það að verkum að hann þarf að taka lyf á þriggja tíma fresti. Lyfið er undanþágulyf, vegna lítillar notkunar hérlendis, svo hann þarf að hringja á undan sér og panta lyfið þegar birgðir hans fara að klárast. „Ég hef tekið sama lyfið í 26 ár og það hefur alltaf verið nóg að láta vita með þriggja daga fyrir- vara,“ segir Gunnar. Í apríl var lyfið þó ekki til hjá lyfjabirgja og honum var sagt að rúm vika væri þar til lyfið bærist til landsins. Ástæðan fyrir lyfjaskortinum var sögð sú að sala lyfsins hefði óvænt farið umfram það sem vana- lega tíðkaðist í aprílmánuði. Gunn- ar átti ekki nægar birgðir fyrir vikuna en var heppinn. „Það var eitt apótek sem átti einn skammt eftir, sem var algjör heppni.“ Ef lyfið hefði verið með öllu ófá- anlegt hefði Gunnar orðið mjög þreyttur og dofinn og meðal ann- ars átt erfitt með að halda aug- unum opnum. Gunnar segist hafa breytt verklagi sínu vegna atviks- ins og láti nú vita með tveggja vikna fyrirvara ef hann fer að skorta lyf. snaeros@frettabladid.is Ekkert sam- ræmt kerfi hjá apótekum Einn lyfjaskammtur var eftir á landinu þegar maður með vöðvasjúkdóm þurfti á lyfjum að halda. Algengt að slík tilfelli komi upp, segir staðgengill landlæknis. Samræmt yfirlit yfir lyfjabirgðir gæti leyst vandamálið. EITT BOX EFTIR Ítrekað hafa komið upp atvik þar sem lyf klárast eða eru við það að klárast þegar sjúklingar þurfa á þeim að halda. HEILBRIGÐISMÁL Sænski stjórn- málamaðurinn Bo Könberg legg- ur til að Norðurlöndin verji tæpum 130 milljörðum króna á næstu fimm árum til þróunar á nýjum sýklalyfjum. Þetta kemur fram í skýrslu um norrænt samstarf í heilbrigðismál- um sem Könberg skilaði af sér í Ráðherrabústaðnum við Tjarnar- götu í gær. Í skýrslunni eru fjór- tán tillögur sem eiga að vera fram- kvæmanlegar á fimm til tíu ára tímabili. Brýnasta málefnið varð- ar baráttuna gegn sýklalyfjaþoli. Norræna ráðherranefndin á sviði félags- og heilbrigðismála, ásamt framkvæmdastjóra nefnd- arinnar, fól Könberg að kanna hvernig auka mætti norrænt sam- starf um heilbrigðismál. Tillögurnar fjórtán fjalla um uppáskriftir fyrir sýklalyfjum, Ný skýrsla um norrænt samstarf í heilbrigðismálum var kynnt í gær: Milljarðar gegn sýklalyfjaþoli SKÝRSLAN AFHENT Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra tók við skýrslu Bo Könberg fyrir hönd Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM SÝRLAND, AP Í sjö hundruð daga, nærri tvö heil ár, var 65 ára kona lokuð inni í íbúð sinni í Homs. Hún komst hvergi vegna linnulausra átaka milli stjórnarhersins og upp- reisnarmanna. Zeinat Akhras heitir hún og starfaði sem lyfsali. Hún fékk loksins frelsið í byrjun maí eftir að umsátri stjórnarhersins lauk með sigri á uppreisnarmönnum. Hún fór afar sjaldan út fyrir hússins dyr, líklega sex sinnum þessa sjö hundruð daga, segir hún. „Ég kom til baka afar döpur eftir að hafa séð alla eyðilegg- inguna. Þetta hverfi var alltaf fullt af lífi,“ segir hún. Þegar á leið segist hún hafa forðast að líta í spegil, af ótta við að hún myndi láta bugast ef hún sæi hvaða áhrif einangrunin hafði haft. Hún var 34 kíló þegar umsátrinu lauk og ber þess enn merki. Tveir bræður hennar höfðust einnig við í íbúðinni, en þeir hættu sér út til að líta eftir fyrirtækjum sínum og gæta kirkjunnar Mar Elia, sem er í nágrenninu. Prestur kirkjunnar hafði beðið systkinin, sem eru kristinnar trúar, um að gæta eigna kirkjunnar. Framan af var umsátrið þolan- legt vegna þess að systkinin höfðu safnað matvælum og nauðsynj- um. Þau áttu góðar birgðir af hrís- grjónum, baunum, hveiti og elds- neyti. Fáir íbúar borgarinnar, aðrir en þeir uppreisnarmenn sem tóku þátt í átökunum, héldu út til enda. - gb Kona á sjötugsaldri bjó við nánast algera einangrun meðan bardagar geisuðu í borginni Homs: Innilokuð í íbúð sinni í sjö hundruð daga ZEINAT AKHRAS ÁSAMT BRÓÐUR SÍNUM AYMAN Hún er enn ekki nema 38 kíló, þrátt fyrir að hafa bætt á sig fjórum eftir að umsátrinu lauk snemma í maí. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hallbjörn Hjartarson tónlistarmaður hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Norður- lands til Hæstaréttar. Hallbjörn var í héraði dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferð- isbrot gegn tveimur drengjum. Stefán Þórarinn Ólafsson, lögmaður Hallbjarnar, segir að áfrýjunin verði send Hæstarétti á allra næstu dögum. Hann segir að fyrir Hæstarétti verði krafist sýknu en til vara verði krafist vægari refsingar. - jme Krafist verður sýknudóms: Hallbjörn áfrýjar til Hæstaréttar mjög sérhæfðar meðferðir, sjald- gæfa sjúkdóma, rannsóknir byggð- ar á gögnum úr sjúkraskrám, lýðheilsu, misrétti í heilbrigðis- málum, hreyfanleika sjúklinga, rafræna heilbrigðisþjónustu og tæknimál, geðlækningar, viðbún- að í heilbrigðismálum, lyf, starfs- mannaskipti og sérfræðinga í lönd- um ESB. - fb Það var eitt apótek sem átti einn skammt eftir, sem var algjör heppni. Gunnar Skúlason

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.