Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 24
12. júní 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Með hvor annan á heilanum
Ein lengsta ritdeila í manna minnum
hefur staðið á milli háskólapró-
fessoranna Hannesar Hólmsteins
Gissurarsonar og Stefáns Ólafssonar.
Þeir virðast ekki þreytast á því að
skrifa pistla á vefsvæði Eyjunnar og
Pressunnar hvor um annan.
Fyrir tæpum tveimur árum
velti Hannes því upp í
pistli hvers vegna Stefán
Ólafsson væri með hann á
heilanum og tiltók nokkrar
mögulegar ástæður. Síðan
þá hefur Hannes sjálfur
minnst á Stefán Ólafsson í að
minnsta kosti fjörutíu pistlum
á vefsvæði sínu. Það
er líklega oftar en
hann hefur skrifað
um Margaret
Thatcher, Brasilíu og Davíð Oddsson
til samans á tímabilinu.
Verðrýrnun um 75 prósent
Nýr meirihluti Samfylkingar, Bjartrar
framtíðar, Pírata og Vinstri grænna í
Reykjavík kynnti samstarfssamning
sinn í gær. Dagur B. Eggertsson,
verðandi borgarstjóri, hafði sagt
Fréttablaðinu frá því að eitt
helsta baráttumál Samfylk-
ingarinnar væri að hækka
frístundastyrk til barna um
20 þúsund krónur og að það
rúmaðist vel innan fjárhags-
áætlana borgarinnar. Samstarfs-
samningurinn segir þó að
frístundakortið
verði einungis
hækkað
um 5.000
krónur á árinu 2015. Enginn veit hvert
mismunurinn, 15 þúsund krónur, hvarf.
Enginn ókeypis leikskóli
Aðalbaráttumál Vinstri grænna, gjald-
frjáls leikskóli, virðist heldur ekki hafa
komist inn í samstarfsyfirlýsinguna.
Leikskólagjöld verða lækkuð um 200
milljónir króna og 100 milljónum
verður veitt til skóla- og frí-
stundasviðs. Loforð Vinstri
grænna miðaði þó við að 750
milljónum yrði varið á hverju
ári kjörtímabilsins til skóla- og
frístundasviðs. Hvernig 3.000
milljónir urðu að 300 milljónum
er ekki skýrt. Þetta hlýtur eigin-
lega að vera heimsmet í
gjaldfellingu kosninga-
loforða.
snaeros@frettabladid.is
Í
nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum kom í ljós að
verulega hefur dregið úr þátttöku í kosningum hér á landi,
sem þó hefur sögulega verið afar góð. Við virðumst því á
sömu leið og mörg önnur lönd. Bretar telja sig til að mynda
góða ef kjörsókn er á milli 50 til 55 prósent. Í nýafstöðnum
kosningum til Evrópuþings var kjörsókn 43 prósent.
Kjörsókn á landsvísu í nýafstöðnum kosningum var um 66
prósent. Á höfuðborgarsvæðinu
sveiflaðist hún milli 60,5 og 69
prósenta og á landinu frá 55 upp
í 90 prósent. Sögulega hefur kjör-
sókn í sveitarstjórnarkosningum
verið milli 82 og 88 prósenta, en
hefur verið á niðurleið frá 2006
þegar hún datt fyrst niður fyrir
80 prósentin.
Í öðrum löndum þar sem kjörsókn er orðin enn lakari en hér
hefur sums staðar verið rætt um að gera þátttöku í kosningum
lögboðna þannig að sektir liggi við því að kjósa ekki. Það getur
verið ágætishugmynd. Margvísleg lýðræðisþátttaka getur verið
bundin í lög. Til dæmis er ekki án góðra raka hægt að skjóta sér
undan kviðdómsskyldu í Bandaríkjunum. Hættan sem slíku fyrir-
komulagi fylgir er þó að kjósendur mæti og merki bara við eitt-
hvað, eða ógildi seðil sinn. Skylduþátttaka gæti þó vakið lýðræðis-
áhuga hjá einhverjum þannig að kannski jafnar það sig út.
Ef til vill er samt vænlegra en að grípa til slíks valdboðs að
velta fyrir sér ástæðum þess að dregið hefur úr þátttöku í kosn-
ingum og reyna að bregðast við með úrbótum til þess að glæða á
ný áhuga fólks á að taka lýðræðislega ábyrgð á samfélagi sínu.
Ljóst er að samspil ólíkra þátta getur orðið til þess að draga
úr áhuga fólks á kosningum. Framboð hafa úr mismiklum fjár-
munum að spila í kosningum og kynningarefni frá þeim því ef til
vill ekki nógu mikið til að glæða almennan áhuga.
Í alþingiskosningum hjálpar ekki að atkvæði hafa mismikið
vægi eftir því hvar er kosið á landinu. Þá hafa stjórnmálaflokk-
arnir sjálfir mjög mikið að segja um uppröðun á lista og kjósend-
ur hafa bitlaus verkfæri til að hafa áhrif á það val. Óheyrilegan
fjölda útstrikana þarf til dæmis til að færa fólk til á lista.
Svo er náttúrlega fyrirhöfn að mæta á kjörstað, standa í röð,
sýna skilríki og merkja við á pappír á bak við tjald. Þegar fram
í sækir getur fólk ef til vill kosið rafrænt, en enn sem komið er
hefur ekki fundist lausn sem þykir nægilega örugg. Það segir
sína sögu að í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um rafrænar
kosningar voru það fulltrúar Pírata, flokksins sem einna mestan
áhuga hefur á því að hagnýta upplýsingatækni til að auka lýðræði
í landinu, sem sáu mest tormerki á rafrænum kosningum.
Á meðan ekki finnst lausn á því að tryggja öryggi rafrænna
kosninga gæti skref í rétta átt verið að auka val og áhrifamátt
kjósenda, svona um leið og vægi atkvæða yrði jafnað.
Í kosningunum til stjórnlagaþings kom í ljós að persónukjör er
ekki of flókið í framkvæmd. Því ætti til dæmis ekkert að vera því
til fyrirstöðu að gefa kjósendum kost á að velja fulltrúa þvert á
flokka á kjörseðli, jafnvel þó svo að eitthvert eitt ákveðið framboð
fái atkvæðið. Slík leið hlýtur að eiga sérstaklega vel við í sveitar-
stjórnarkosningum sem oft og tíðum snúast meira um fólk en
stjórnmálastefnur flokka. Með slíkri leið yrði vissulega vald fært
frá stjórnmálaflokkum til kjósenda, en það er varla slæmt. Sér-
staklega ekki ef það yrði til að glæða áhuga fólks á því að kjósa.
Aðgerða er þörf áður en kjörsókn versnar enn.
Meira vald, takk
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is
Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda
þegar kemur að hælisleitendum er að
tryggja fullnægjandi þjónustu við með-
ferð umsókna þeirra. Í gær náðum við
mikilvægum áfanga í þeim efnum þegar
innanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á
Íslandi undirrituðu samning um þjónustu
við hælis leitendur.
Helstu áherslur samningsins felast í
því að hraða málsmeðferð hælisumsókna,
bæta verklag og tryggja sem besta nýtingu
á því fjármagni sem er varið í málaflokk-
inn. Með samningi við Rauða krossinn tekst
okkur að tryggja hælisleitendum hlutlausa
og óháða réttargæslu þannig að jafnræðis
sé gætt og að allir hælisleitendur fái vand-
aða málsmeðferð.
Rauði krossinn mun einnig meta reglu-
lega aðbúnað hælisleitenda, sinna heim-
sóknarþjónustu, félagsstarfi og fleira
ásamt því að veita stjórnvöldum aðhald í
málaflokknum. Þá munu samtökin halda úti
alþjóðlegri leitarþjónustu til þess að hafa
uppi á týndum ættingjum og endurvekja
samband innan fjölskyldna þegar slíkt er
mögulegt.
Styttri málsmeðferðartími
Eitt helsta úrlausnarefni stjórnvalda í kjöl-
far mikillar ásóknar eftir alþjóðlegri vernd
hér á landi hefur verið tímalengd og drátt-
ur málsmeðferðar. Í breiðri sátt samþykkti
Alþingi breytingar á lögum um útlendinga í
vor en þær breytingar fela meðal annars í
sér að hægt verður að hraða málsmeðferð-
artíma umtalsvert. Frá og með 25. ágúst
næstkomandi er stefnt að því að máls-
meðferðartími hælisumsókna hér á landi
verði að meðaltali ekki lengri en 90 dagar
á hvoru stjórnsýslustigi í stað tveggja til
þriggja ára eins og verið hefur síðustu
misseri.
Um næstu áramót mun sjálfstæð
úrskurðanefnd í útlendingamálum, sem
endurskoðar ákvarðanir Útlendingastofn-
unar, taka til starfa. Nefndina munu skipa
okkar helstu sérfræðingar í málefnum
flóttamanna og mannréttinda. Með auk-
inni sérfræðiþekkingu innan málaflokks-
ins, bæði hjá Rauða krossinum og stjórn-
völdum, verða verkferlar skýrari og hægt
verður að afgreiða mál með skjótari og skil-
virkari hætti án þess að það komi niður á
gæðum málanna.
Það er ástæða til að fagna þessum mikla
áfanga sem nú hefur náðst í málefnum
hælis leitenda hér á landi. Um leið og ég
þakka Rauða krossinum fyrir að koma að
þessu mikilvæga verkefni býð ég hann vel-
kominn til mikilvægs samstarfs.
Þakkir til Rauða krossins
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN
AÐGANG AÐ
TÓNLISTINNI Í ÖLLUM
HERBERGJUM
Sonos er kerfi þráðlausra hátalara og hljómtækja. Það sameinar
stafræna tónlistarsafnið þitt og útvarpsstöðvar í einu appi sem þú
getur stjórnað frá hvaða síma eða spjaldtölvu sem er.
HÆLIS-
LEITENDUR
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra