Fréttablaðið - 12.06.2014, Síða 32
FÓLK|TÍSKA
■ VÖRN
Þegar sólin skín
glatt er ekki
bara nauðsyn-
legt að setja sól-
arvörn á börn.
Það þarf að verja augu þeirra.
Börn ættu að velja sér sól-
gleraugu sjálf svo þau vilji nota
þau. Það þarf að bera reglulega
á börnin yfir daginn, verja augu
þeirra og höfuð. Ekki er gott
að hafa heitar húfur en léttar
sumarhúfur eru nauðsynlegar.
Börn yngri en ársgömul ættu
ekki að vera í sól þar sem húð
þeirra er afar viðkvæm. Ef börn
eru í sólarlandi ættu þau að
vera innandyra frá 11-15. Látið
barnið vera í bol í sundi eða á
strönd og berið vel á þau.
SÓLGLERAUGU
Á BÖRNIN
Drífa Líftóra Thoroddsen útskrifaðist úr fata-hönnun frá Listaháskóla Íslands um nýliðna helgi. Innblásturinn fyrir útskriftarlínu hennar
er sóttur í vísindakvikmyndir. „Í BA-ritgerðinni minni
var ég mikið að fjalla um búninga í vísindakvikmynd-
um og hvort að búningahönnun í þess konar myndum
væri stöðnuð. Ég var að skila ritgerðinni þegar ég var
að byrja að vinna í útskriftarlínunni og mig langaði
að tengja það efni inn í línuna mína. Það er eiginlega
hægt að flokka vísindakvikmyndir í tvo flokka, annars
vegar myndir sem gerast á jörðinni og litið er til baka
úr framtíðinni og hins vegar myndir þar sem litið er
til framtíðar. Í því síðarnefnda eru búningarnir svolítið
sterílir og þröngir og mikið um silfur. Í hinni týpunni
eru búningarnir víðari og meira flæðandi. Mig langaði
að blanda þessu saman í útskriftarlínunni minni, að
hafa þægileg efni á móti harðara efni sem erfiðara er
að eiga við og ég held að það hafi tekist ágætlega,“
segir Drífa.
NENNIR EKKI AÐ SAUMA
Hún segist ekki eiga neina sérstaka tískufyrirmynd en
finnst hönnuðirnir Christopher Kane, Gareth Pugh og
Margiela vera flottir. „Ég fíla tísku sem er svolítið út úr
kassanum. Stundum sé ég eitthvað sem mér finnst al-
veg sjúkt á pöllunum og hugsa að þetta væri eitthvað
sem ég myndi klæðast en svo fæst það hvergi. Það
er kannski svolítið skrítið að vera fatahönnuður og
sauma ekki en ég nenni yfirleitt ekki að laga fötin mín.
Mér finnst mikilvægt að blanda fötum héðan og þaðan
saman. Ég hef fengið slatta af dóti frá mömmu, sauma
svolítið sjálf þegar ég nenni og kaupi líka eitthvað.
Blanda saman gæðafötum við eitthvað ódýrara dót.
Mér finnst nefnilega hálfóþægilegt þegar fólk getur séð
hvar ég keypti dótið mitt.“
EKKI HENTUGUR STÍLL
Drífa elskar að klæða sig í mörg lög af fötum og seg-
ist eiginlega ekki kunna að klæða sig á sumrin af því
að þá klæðir hún sig alltaf of mikið. „Ég hef undan-
farið gengið í gegnum nokkurs konar buxnaæði,
mig vantar boli en kaupi mér samt bara buxur. Ég
er líka með vesti á heilanum og hef meira að segja
verið í þremur vestum í einu. Þá var ég í bol og vesti
yfir hann, fór svo í peysu og vesti yfir hana og að
lokum jakka og vesti yfir hann. Þetta hljómar kannski
skringilega en kom ágætlega út,“ segir Drífa og hlær.
Aðspurð segist hún vera í svolitlum vandræðum
með þennan stíl á sumrin. „Jú, þetta á kannski frekar
við í norðannæðingi. Ég elska skammdegi, snjó og
regn. Mig langar oft út að ganga þegar aðrir kvarta
yfir veðrinu, ég heiti nú einu sinni Drífa.“
INNBLÁSTUR ÚR
VÍSINDAKVIKMYNDUM
FATAHÖNNUN Drífa Líftóra ákvað að verða fatahönnuður þegar hún var í
8. bekk. Hún útskrifaðist sem slíkur um helgina en útskriftarlínan hennar var
innblásin af vísindakvikmyndum. Drífa starfar við Skapandi sumarstörf.
ÓHEFÐBUNDIN Drífu
Líftóru finnst flott að
klæðast mörgum lögum
af fötum. Hún fílar tísku
sem er svolítið út úr
kassanum. MYND/VILHELM
Skipholti 29b • S. 551 0770
SUMARDAGAR
20% afsláttur.
Fylgist með okkur á
facebook.com/Parisartizkan
lgist með okkur á
facebook.com/Parisartizkan
Smart föt, fyrir smart konur
Stærðir 38-52
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
s: 571-5464
my style
Eru flugur, flær eða
maurar að ergja þig
og bíta?
áhrifaríkur
og án
allra
eiturefna.
Allt að
8 tíma
virkni.
Fæst í flestum apótekum,
heilsubúðum og hjá N1
www.gengurvel.is
Opið virka daga kl
. 11–18.
Opið laugardaga k
l. 10-15.
Kí
ki
ð
á
m
yn
di
r o
g
ve
rð
á
F
ac
eb
oo
k
Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516
8 litir: fjólublátt, rautt,
svart, hvítt, orange, ljós-
beige, blátt, sandbrúnt
Stærð 34 - 52 (56)
Verð 13.900 kr.