Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2014, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 12.06.2014, Qupperneq 34
12. JÚNÍ 2014 FIMMTUDAGUR2 ● HM-blaðið Hvað er nýtt á HM? Það verður boðið upp á ýmsar nýjungar á HM. Það verður stuðst við marklínutækni og einnig verða dómarar með spreybrúsana á lofti. Prufað var að nota spreyið í heimsmeist- arakeppni félagsliða í desember síðastliðnum og reyndist það vel. Með spreyinu geta dómarar merkt hvar eigi að taka aukaspyrnu og síðan geta þeir merkt hvar veggurinn eigi að vera. Spreyið hverfur svo eftir stuttan tíma. „Þetta er frábær lausn. Sumir segja að það taki of langan tíma að nota þetta og ég hafði mínar efasemdir á sínum tíma. Dómararnir eru aftur á móti hæstánægðir með þetta,“ sagði Sepp Blatter, for- seti FIFA. Þetta sprey hefur verið notað síðustu ár bæði í Argentínu og Brasilíu. Notkun spreysins hefur orðið til þess að draga úr tuði leikmanna yfir staðsetningu veggjar og aukaspyrnu. Þar af leiðandi flýtur leikurinn betur. Englendingar munu aldrei gleyma því þegar löglegt mark var tekið af Frank Lampard gegn Þýskalandi á síðasta HM. Það atvik varð þess valdandi að FIFA fór að skoða marklínu- tækni af fullri alvöru. Hönnun búnaðar- ins hefur heppnast fullkomlega og tekur það enga stund að fá úr því skorið hvort boltinn hafi verið inni eður ei. Englendingar tóku þetta meðal annars upp á síðustu leiktíð með góðum árangri. „Þessi tækni er algjörlega af hinu góða,“ sagði Massimo Busacca, fyrrverandi stórdómari og nú yfirmaður dómaramála hjá FIFA. „Það eina sem þessi tækni gerir er að auðvelda dómaranum að sjá hvort bolt- inn hafi farið yfir línuna. Það er jákvætt og auðvitað eigum við að nýta okkur svona tækni.“ Ekki eru þó allir knattspyrnuáhugamenn jafn ánægðir með þessa innreið tækninnar í boltann. Til eru þeir sem segja hana taka sjarmann af leiknum og sakna þess að geta rifist um umdeild atriði. Það verður í það minnsta ekkert rifist um það á HM núna hvort boltinn sé inni eða ekki. „Í sögu hverrar þjóðar er að finna meiriháttar stórslys eða áfall, eitthvað eins og Hiroshima,“ sagði brasilíska leikskáldið Nelson Rodrigues eitt sinn. „Okkar stórslys, okkar Hiroshima, var tapið gegn Úrúgvæ 1950.“ Rodrigues vísar þarna til taps brasilíska landsliðsins fyrir því úrúgvæska í úrslitaleik HM 1950 á Maracanã, hinum þá nýreista þjóðarleikvangi Brasilíu. Brasilía komst yfir með marki Friaça skömmu eftir leikhlé, en tvö mörk frá Juan Schiaffino og Alcides Ghiggia tryggðu Úrúgvæ óvæntan sigur. Tapið gegn Úrúgvæ – Maracanazo eins það er jafnan kallað – hafði djúpstæð áhrif á brasilísku þjóðarsálina og þrátt fyrir að hafa unnið HM fimm sinum síðan þá, auk annarra titla, er sárið frá 1950 ekki gróið. Brasilía þótti sigur- stranglegasta liðið á HM á heimavelli og það voru allir búnir að bóka sigur liðsins. Og ekki að ástæðulausu, því það var svo sannarlega ástæða til bjartsýni. Búið var að semja sérstakt sigurlag, grafa nöfn leikmanna brasilísku leik- mannanna á gullmedalíur, um milljón bolir með áletruninni „Heimsmeistarar“ höfðu verið seldir og fyrir leikinn hyllti borgarstjórinn í Ríó de Janeiro sína menn sem heimsmeistara. Brasilía tefldi fram frábæru liði sem hafði unnið S-Ameríkukeppnina árið áður, þar sem liðið skoraði 46 mörk í átta leikjum. Brasilía vann Mexíkó 4-0 í sínum fyrsta leik á HM, gerði síðan 2-2 jafntefli við Sviss og tryggði sér svo sæti í úrslitariðlinum með 2-0 sigri á Júgóslavíu. Þegar þangað var komið héldu liðinu engin bönd. Brasilía, með framherjatríóið frábæra, Zizinho, Jair og Ademir, tætti Svíþjóð og Spán í sig 7-1 og 6-1 og fátt virtist geta stöðvað liðið. En Úrúgvæjar voru engir byrjendur og það gleymist stundum hversu gott lið þeirra var. Markvörðurinn Roque Máspoli, Víctor Rodríguez Andrade (nafni hans og frændi hafði orðið heimsmeistari með Úrúgvæ 1930), framherjarnir Schiaffino og Ghiggia voru allir leikmenn í heimsklassa sem og fyrirliðinn með járnviljann, Obdulio Varela, sem barði kjark í sína menn fyrir úrslitaleikinn og lyfti Jules Rimet-styttunni að honum loknum. Úrúgvæ græddi reyndar á fyrir- komulagi mótsins, en liðið þurfti aðeins að leika einn leik, gegn Bólivíu sem vannst 8-0, til að komast í úrslitariðilinn. HM 1950 var annars nokkuð sérstakt mót. Þetta var í fyrsta sinn í tólf ár og í fyrsta sinn eftir seinni heimsstyrjöldina sem HM fór fram og aðeins 13 lið tóku þátt, eftir að Frakkar og Indverjar drógu sig úr leik á síðustu stundu, en sam- kvæmt einhverjum heimildum neituðu Indverjar að taka vegna þess að þeir máttu ekki spila berfættir. Mörg sterk lið vantaði, ólíkra ástæðna vegna. Argentína var ekki með vegna ósættis við brasilíska knatt- spyrnusambandið, Austurríki tók ekki þátt og bar fyrir sig mikinn ferðakostnað, Þýskaland var í banni, Sovétríkin, Ungverjaland og Tékkóslóvakía neituðu að taka þátt og skoska knattspyrnusam- bandið neitaði að senda lið af því að Skotland vann ekki Home Champion- ship (árleg keppni milli liðanna á Bret- landseyjum). England tók hins vegar þátt í fyrsta skipti og var í riðli með Spáni, Síle og Bandaríkjunum. Englendingar unnu Síle í fyrsta leik sínum, en töpuðu svo mjög óvænt fyrir Bandaríkjunum 1-0. Tap fyrir Spáni með sömu markatölu sendi Englendinga heim með skottið á milli lappanna, en Spán áfram í úrslita- riðilinn. Ríkjandi heimsmeistarar Ítalíu voru einnig með, aðallega að nafninu til, en kjarninn úr liðinu hafði farist í Superga-flugslysinu árið áður. Ítalir töpuðu sínum fyrsta leik á HM gegn Ólympíumeisturum Svía og voru nánast úr leik eftir það. Sigur á Paragvæ breytti engu þar um. Svíar komust í úrslitariðilinn þar sem liðið tapaði fyrir bæði Brasilíu og Úrúgvæ, en þeir gulu og bláu tryggðu sér þriðja sætið með 3-1 sigri á Spáni. Svíar voru með mjög sterkt lið á mótinu, sem hefði þó verið enn sterkara ef sænska knattspyrnusam- bandið hefði leyft atvinnumönnum – sem flestir léku á Ítalíu, þar á meðal Gunnar Gren, Gunnar Nordahl og Niels Liedholm – að taka þátt. Okkar Hiroshima var HM 1950 MARK!!! Juan Schiaffino skorar hér fyrsta mark úrslitaleiksins gegn Brasilíu framhjá Barbosa í markinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.