Fréttablaðið - 12.06.2014, Síða 78

Fréttablaðið - 12.06.2014, Síða 78
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 54 „Við ætlum allavega að reyna að sprengja upp Hörpuna, við reyndum það í fyrra og það munaði litlu þá,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljóm- sveitarinnar Dimmu, en sveitin heldur útgáfutónleika í Hörpu í kvöld. Sveitin gaf út sína fjórðu stóru hljóðversplötu fyrir skömmu og ber hún nafnið Vélráð. Sveitin ætlar að fagna henni með tónleikum víðs vegar um landið. „Á tónleikum okkar í Hörpu í fyrra komumst við yfi r ein- hvern sprengjulager frá því Iron Maiden komu hingað til lands, enda fór eldvarnakerfi ð þrisvar sinnum í gang hjá okkur í fyrra. Við ætlum að reyna að gera enn betur í ár og erum með mjög fl ottar sprengjur tilbúnar,“ útskýrir Birgir. Hann segir það ekki tekið upp úr götunni að nota slíkar sprengjur á tónleikum. „Það þarf að fá sérstakt sprengjuleyfi og það er maður sem sér eingöngu um þetta. Maður fer ekkert í að græja þetta daginn fyrir gigg.“ Tónleikarnir í Hörpu hefjast klukkan 20.00 en sveitin kemur svo fram á Græna hattinum á Akureyri á föstudagskvöldið. „Við verðum mjög duglegir í sumar og erum með um þrjátíu tónleika bókaða fram að hausti,“ bætir Birgi við. - glp Reyna aft ur að sprengja Hörpu upp Hljómsveitin Dimma heldur útgáfutónleika í Hörpu í kvöld og ætlar að nota þar tals- vert magn af sprengiefni. Sveitin er með um þrjátíu tónleika bókaða fram að hausti. SVAKA SPRENGJUR Hljómsveitin Dimma ætlar að sprengja talsvert magn af sprengjum á útgáfutónleikunum í kvöld. MYND/BRYNJAR SNÆR „Ég mæti í vinnuna klukkan 8.59 og sest niður með kaffi og vatnsglas. Í kjölfarið blóta ég svo sjálfum mér fyrir að nenna aldrei að elda mér hafragraut.“ Snæbjörn Ragnarsson, tónlistarmaður og skáld MORGUNMATURINN „Stærstu sögurnar eru svolít- ið út frá mér og það getur verið mjög ógnvekjandi að gefa þær út,“ segir hin 23 ára gamla Alma Mjöll Ólafsdóttir sem gefur út sína fyrstu bók, 10.01 Nótt, á afmælis- degi sínum á morgun, föstudaginn þrettánda. „Bókin er smásagna- safn með einu ljóði sem dreifist yfir bókina, formið er mjög laust,“ segir Alma sem lýsir bókinni sem eins konar uppgjöri hennar við fyrri lifnaðarhætti. „Bókin á að vera einlæg, heið- arleg og vitnisburður um hvern- ig það er að vera ungur og týnd- ur, allt skrifað út frá manneskju sem er frekar týnd sjálf,“ segir rithöfundurinn og bætir því við að hún sé á mun betri stað í dag. „Ég er löngu fundin og það er fal- legt, ég hefði aldrei getað gefið út bókina ef ég væri enn þá í sama fari,“ segir Alma. „Sumt í henni er ég alveg skíthrædd við að gefa út en það er svo frelsandi því ég er komin svo langt frá þessu.“ Alma Mjöll segir meginþema bókarinnar vera áfengisneyslu og alkóhólisma og byggir sumar af smásögunum á eigin reynslu. Hún gefur bókina út hjá nýju for- lagi sem nefnist Sagarana Edi- toria. „Þetta byrjaði þegar ég hélt sýningu í mars á krotinu mínu og í kjölfarið hafði maður samband við mig sem var að stofna nýtt for- lag,“ segir Alma en henni var síðan boðið að vera listrænn stjórnandi og sjá um bókarkápuhönnun for- lagsins. „Það er besta vinna sem ég get ímyndað mér, algjör milli- vegur á milli þess sem ég elska, myndlistar og bóka,“ segir Alma og hlær en systir hennar, Helga Dögg Ólafsdóttir, hannar kápuna á 10.01 Nótt. „Mér finnst mjög fallegt að systir mín fái að gera kápuna því hún er svo persónuleg bókin,“ segir rithöfundurinn. baldvin@frettabladid.is Áfengisneysla og uppgjör í fyrstu bók Alma Mjöll Ólafsdóttir er 23 ára myndlistarkona og rithöfundur en fyrsta bók hennar, 10.01 Nótt, fj allar um ferðalag ungs fólks um óravíddir djammsins. UNG OG UPPRENNANDI Alma Mjöll gerir upp fyrri lifnaðarhætti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta er mikill heiður og hlakka ég mikið til,“ segir hinn 24 ára gamli leiklistar- og leikstjórnar- nemi, Hera Fjölnisdóttir, en hún leikstýrir verki á listahátíð sem fram fer í Crouch End í London um helgina. Aðeins fimm verk nem- enda eru valin til þess að taka þátt í listahátíðinni. „Á hverju ári eru um hundrað verk unnin í skólanum og yfirmaður leikstjórnarsviðsins velur svo einungis fimm verk sem taka þátt í listahátíðinni.“ Hera, sem er á sínu þriðja ári á leikstjórnarbraut í skólanum The Kogan Academy of Dramatic Arts í London, leikstýrir senu úr óper- unni Carmen eftir Georges Bizet á hátíðinni. Hún kann vel við sig í Lund- únum og stefnir á að vera þar áfram. „Ég kann mjög vel við mig hérna, þetta er algjör drauma- borg. Ég ætla að vera áfram hér eftir útskrift og langar að stofna mitt eigið leikhúsfyrirtæki,“ segir Hera. Hana langar einnig að vinna sem mest sem leikkona, bæði á Íslandi og erlendis. Sumarið hjá henni er undirlagt af leiklistarvinnu í Lundúnum. „Í sumar setjum við upp síðasta leik- ritið undir handleiðslu kennara og í haust hefst síðasta árið mitt og þá leik ég í verkum hjá samnemend- um mínum og leikstýri mínu eigin útskriftarverki, þannig að það eru bara bjartir tímar fram undan.“ - glp Leikstýrir verki á hátíð í London Hera Fjölnisdóttir er búsett í London þar sem hún stundar leiklistar- og leik- stjórnarnám. Hún leikstýrir verki á listahátíð sem fram fer í London um helgina. LEIKLIST Í LONDON Hera Fjölnisdóttir leikstýrir verki á listahátíð í London um helgina. MYND/GUÐMUNDUR ÞÓR GUNNARSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.