Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 2
14. júní 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2FRÉTTIR 2➜12 SKOÐUN 16➜18 HELGIN 20➜40 SPORT 60➜61 FIMM Í FRÉTTUM NÝR BORGARSTJÓRI OG GOOGLE-STYRKUR 25% NÝTT afsláttur af öllum styrkleikum og pakkningastærðum MENNTUN Háskólinn á Akureyri brautskráir í dag 326 kandídata frá skólanum. Brautskráningin fer fram í fyrsta skipti í húsakynnum skólans, að Sól- borg við Norðurslóð, klukkan 11.00. Þetta er jafn- framt í síðasta sinn sem Stefán B. Sigurðsson rektor brautskráir kandídata frá skólanum. Hann lætur af störfum síðar í sumar. Skipting brautskráðra kandídata þetta árið er jöfn milli staðarnema og þeirra sem eru fjar- eða lotunemar. 161 staðarnemi brautskráist frá skól- anum að þessu sinni, 85 fjarnemar og 80 lotu- nemar. Háskólinn á Akureyri hefur í gegnum tíðina verið að styrkja fjarnám sitt og eru nú um fjórir af hverjum tíu nemendum skólans fjar- eða lotu nemar. Á því skólaári sem nú er að ljúka stunduðu um 1.700 nemar nám við skólann á þremur fræða- sviðum. Nú brautskrást 166 kandídatar af hug- og félagsvísindasviði, 85 af heilbrigðisvísindasviði og 75 af viðskipta- og raunvísindasviði. Umsóknum í nám Háskólans á Akureyri næsta vetur fjölgaði um 7 prósent frá árinu í fyrra. Rétt tæplega 1.100 umsóknir bárust. - sa Helmingur brautskráðra í Háskóla Akureyrar eru lotunemar eða fjarnemar: 326 HA-nemar útskrifast í dag HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Háskólinn hefur stöðugt verið að styrkja fjarnám sitt. MYND/KRISTJÁN KRISTJÁNSSON ÖRYGGISMÁL Vinnuslys hjá börnum og unglingum er sérstakt áhyggju- efni, að mati sérfræðinga Vinnu- eftirlitsins. Árið 2013 slösuðust 60 börn við vinnu sína. Vinnuslys barna undir 18 ára aldri koma hvað oftast við sögu í fiskvinnslu. „Þegar horft er til þess að um 30 prósent vinnuslysa verða fyrir 30 ára aldur, þá kallar það á að vinnu- markaðurinn í heild sinni, atvinnu- rekendur og launþegar, skólar og stjórnvöld, hugi að því hvað má gera til að koma í veg fyrir að ungt fólk slasist í vinnu,“ skrifar Kristinn Tómasson yfirlæknir í Vinnuvernd, 1. tölublaði fréttabréfs Vinnueftir- litsins 2014. Tilefni skrifanna er sú staðreynd að 60 börn, starfsmenn undir 18 ára aldri, slösuðu sig við vinnu sína árið 2013, en þetta segir Kristinn sér- stakt áhyggjuefni, enda eigi börn ekki að vinna hættuleg störf á sama tíma og það sé jákvætt að þau kynn- ist atvinnulífinu. Það verður samt að gerast með þeim hætti að heilsu barna sé ekki stefnt í voða og það sé á ábyrgð þeirra sem eldri eru. „Slys gera boð á undan sér – við þurfum einfaldlega að taka eftir þeim og grípa til aðgerða þannig að ekki hljótist alvarlegri slys eða tjón af,“ skrifar Kristinn en fyrir ligg- ur að á síðustu tveimur árum hafi að minnsta kosti 67 einstaklingar orðið óvinnu færir eftir vinnuslys og hrökklast af vinnumarkaði. Ásta Snorradóttir, fagstjóri hjá Vinnueftirlitinu, segir tölur um slys ungs fólks benda til að atvinnu- rekendur sinni ekki nýliðafræðslu og þjálfun sem skyldi. Alvarleg slys hjá ungu fólki séu staðreynd, og hafi til dæmis verið ein ástæð- an fyrir sérstöku eftir litsátaki í fiskvinnslu í fyrra. Fréttablað- ið greindi frá átakinu á fimmtu- dag. Þar kemur til dæmis fram að tæp 14 prósent allra vinnuslysa í fiskvinnslufyrir tækjum eru í ald- ursflokknum 18 ára og yngri, eða 338 slys frá því 1991. „Vinnuslys hjá börnum almennt eru mjög alvarlegt mál og ákall til atvinnurekenda að svona tölur, 60 slys á ári, eiga ekki að sjást,“ segir Ásta og hnykkir á því að allir starfsmenn eigi rétt á nýliðafræðslu hvort sem um tíma bundið starf er að ræða eða ekki, en eðli sam- kvæmt á það oft við um atvinnu- þátttöku þeirra sem yngri eru. „Það þarf virkilega að sinna því að allir séu með vitaðir um þær hættur sem fylgja störfum sem þeir taka að sér, hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma.“ svavar@frettabladid.is Vinnuslys barna eru sérstakt áhyggjuefni Á síðasta ári slösuðust 60 börn í vinnuslysum. Í fiskvinnslu eru slys á börnum hvað algengust af öllum aldurshópum. Fagstjóri hjá Vinnueftirlitinu segir að tölurnar hljóti að vera ákall til atvinnurekenda um að fræðslu og þjálfun sé betur sinnt. VIÐ VINNU Síðan 1991 hafa hátt á fjórða hundruð vinnuslys verið skráð í fisk- vinnslu hjá 18 ára og yngri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Helga Guðmunds dóttir hlaut fyrst íslenskra kvenna styrk Google til öfl ugra kvennemenda í tölvunarfræðum. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissak- sóknari vissi af ólöglegum síma- hlerunum árið 2012. Hún segir að brugðist hafi verið við með viðeig- andi hætti. Sóley Tómasdóttir verður forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Leikskól- inn verður ekki gjaldfrjáls á næsta kjörtímabili, eins og hún hafði barist fyrir, en gjöldin verða lækkuð. Hreiðar Már Sigurðsson, einn þriggja fyrrverandi stjórnenda Kaup- þings sem ákærðir eru fyrir umboðs- svik, lýsti yfi r sakleysi sínu í dómssal. ➜ Dagur B. Eggertsson verður næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Starfi ð leggst vel í hann. Hann segir að nýi meirihlutinn komi úr ólíkum áttum en það geri borgarbúar líka. Slys gera boð á undan sér – við þurfum einfaldlega að taka eftir þeim og grípa til aðgerða þannig að ekki hljótist alvarlegri slys eða tjón af. Kristinn Tómasson yfirlæknir. STEFNULAUS SJÁVARÚTVEGSRÁÐ- HERRA 16 Þorsteinn Pálsson um fi skveiðistjórnun. HVERJIR ERU ÞESSIR MÚSLIMAR? 18 Ólafur Halldórsson um múslima á Íslandi. EITT MESTA SKIPULAGSSLYS Í REYKJA- VÍK Í UPPSIGLINGU? 18 Guðmundur Kristjánsson um skipulag við Reykjavíkurhöfn. LÍFIÐ 48➜58 SVART ÚTLIT EFTIR 12 TÍMA 6 Árangurslaus leit að týndu fólki í langan tíma getur reynst björgunarsveitarfólki andlega erfi ð. VINNUDEILUR VALDA SKAÐA 4 Innan ferðaþjónustunnar telja menn að vinnu deilur fl ugvallarstarfsmanna, fl ug- manna, fl ugfreyja og fl ugvirkja hafi valdið miklum skaða. AÐGERÐ EKKI REFSIVERÐ 8 Ríkissaksóknari segir að ekkert bendi til refsiverðrar háttsemi í Hraunbæ í fyrra. AUKIN ÝSUVEIÐI EKKI LÍKLEG 10 Gögn Hafrannsóknastofnunar benda til að ýsuveiði verði í sögulegri lægð næstu árin. ENGAR ÖFGAR HJÁ MÚSLIMUM 12 Björn Leví Óskarsson var skiptinemi í Indónesíu og átti fj ölskyldu og vini sem eru múslimar. LISTAMENN SAMEINAST 20 Í stúdíóinu Algera er að fi nna listamenn úr ýmsum áttum undir einu þaki. TÓK HÖFNUNINA NÆRRI SÉR 36 Úlfar Þormóðsson skrifar um höfnun í bókinni Uggur. SKEMMTILEGT Á SJÓNUM 38 Bjarna Þór fannst gaman á siglinganámskeiði. GIRNILEGAR BOLLAKÖKUR 54 Uppskrift ir að sumarlegum mojito-bollakökum. MEGA STELPUR KÚKA? 55 Sigga Dögg kynfræðingur svarar spurningum lesenda. MÁLA TÓNLEIKAGESTI 66 Förðunarþjónusta á boðstólum fyrir gesti Secret Solstice. NÝTT ÆÐI Í HÚÐFLÚRUM 66 Frosti Gnarr hefur gert yfi r 100 „stick and poke“-húðfl úr. ARON VONGÓÐUR UM ARON 60 Ísland mætir Bosníu á morgun en sæti á HM í Katar er í húfi . DRAUMURINN LIFIR UM HM 61 Stelpurnar mæta Dönum ytra á morgun og þurfa á sigri á halda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.