Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 74
14. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 38 Lestrarhestur vikunnar Kennarinn var að kenna litlu börnunum líffræði og kennslan snérist um hvali. Kennarinn útskýrði fyrir krökkunum að þrátt fyrir að hvalir væru mjög stórir, þá hefðu þeir þröngan háls og þess vegna væri ómögulegt fyrir þá að gleypa manneskju. – En hvalurinn gleypti Jónas! segir ein stelpan í bekknum. Kennarinn heldur fast við sitt og segir að hvalir geti ekki gleypt fólk. – Þegar ég fer til himna, segir litla stelpan,– þá ætla ég að spyrja Jónas! – En ef Jónas fór til helvítis? spyr kennarinn háðskur. – Þá spyrð þú hann bara! segir stelpan. Brandarar „Ég heiti Bjarni Þór Lúðvíksson, kallaður Baddi, og er níu ára– bráðum tíu. Ég fer í fimmta bekk í Melaskóla í haust. Ég hef rosa- lega mikinn áhuga á fótbolta og keppi með eldra ári hjá 6. flokki í KR. Ég er að læra á gítar og æfi golf og er núna að byrja sumaræf- ingar á mánudögum og þriðju- dögum hjá Golfklúbbi Reykja- víkur. Mig langar að fá forgjöf sem fyrst, en við sjáum til hvernig gengur með það í sumar. Svo er ég líka í skátunum. Ég er dreka- skáti í Ægisbúum.“ Hvers vegna ákvaðstu að fara á siglinganámskeið? „Af því að mér fannst það mjög spennandi og margir vinir mínir voru líka að fara. Svo var nám- skeiðið passlega langt, frá mánu- degi til föstudags, og svo var það ekki langt frá þar sem ég á heima.“ Hafðirðu einhvern tíma siglt áður? „Já, en ég hafði ekki áður siglt á bátum eins og þeim sem voru á námskeiðinu. Ég hef siglt á litla Glófaxa með afa Bedda í Vest- mannaeyjum en hann var skip- stjóri á Glófaxa VE 300. Svo hef ég oft farið með Herjólfi milli lands og Eyja. Ég hef líka siglt á Úlfljótsvatni og svo fór ég á bát frá Ísafirði til Hornstranda og aftur til Bolungarvíkur frá Látrum í fyrrasumar þegar við fórum í ferð um Vestfirði.“ Hvað lærðuð þið á námskeið- inu? „Ég lærði að stýra kajak almenni- lega, vera á hjólabáti og stjórna árabát. Svo lærðum við líka hvað við eigum að gera ef við dettum í sjóinn.“ Hvað var skemmtilegast? „Eiginlega var allt rosalega skemmtilegt og mjög gaman að læra á mismunandi tegundir báta. Ég held samt að mér hafi fundist seglbátarnir skemmtileg- astir.“ En erfiðast? „Ekki spurning, það var árabátur- inn sem var erfiðast að eiga við. Það er mjög erfitt að róa.“ Hefurðu siglt eitthvað síðan þú kláraðir námskeiðið? „Já, ég sigldi á kajak, hjóla- bátum og árabátum í Drekaskáta- útilegunni sem ég var í um síð- ustu helgi á Úlfljótsvatni. Svo hef ég auðvitað farið með Herjólfi mörgum sinnum.“ Er ekkert hættulegt að sigla? „Örugglega er hættulegt að sigla, en ef maður fer varlega og er í björgunarvesti og gerir eins og manni er kennt, þá á allt að vera í lagi. Þetta lærðum við á nám- skeiðinu.“ Hefurðu dottið í sjóinn þegar þú ert að sigla? „Já, þegar ég var á kajak á nám- skeiðinu. Mér fannst reyndar mjög skemmtilegt að detta í sjó- inn.“ Ætlarðu að læra meira og halda áfram að sigla sjálfur? „Það kemur bara í ljós– kannski. Vonandi mun afi minn í Eyjum kenna mér einhvern tíma að sigla.“ Myndirðu mæla með því við aðra krakka að fara á siglinga- námskeið? „Já, ekki spurning. Það var mjög gaman að vera á námskeiðinu og læra það sem okkur var kennt um báta og siglingar.“ Fannst skemmtilegt að detta í sjóinn Bjarni Þór er níu ára og mikill íþróttaáhugamaður. Hann æfi r fótbolta og golf og í fyrrasumar fór hann á siglinganámskeið til að læra allt um siglingar og báta. Hann sagði Krakkasíðunni frá sjálfum sér og hvað hann gerði á námskeiðinu. BJARNI ÞÓR „Það var árabáturinn sem var erfiðast að eiga við. Það er mjög erfitt að róa.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hvað er skemmtilegast við bækur? Ævintýrin oftast. - Hvaða bók lastu síðast og hvernig var hún? Strokubörnin á Skuggaskeri. Alveg frábær. - Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Já. Óvættaför. - Hvers lags bækur þykja þér skemmtilegastar? Ráðgátu- bækur og ævintýrabækur. - Í hvaða skóla gengur þú? Seljaskóla. - Ferðu oft á bókasafnið? Já. - Hver eru þín helstu áhuga- mál? Handbolti, tónlist og lestur. SUMARLESTUR Í BORGAR- BÓKASAFNI Lestrarhestur vikunnar er Dagný Rós Hlynsdóttir, níu ára. Að venju efna Borgarbókasafn og Reykjavík Bókmenntaborg til sumarlesturs á meðal barna. Fyrir hverja lesna bók skrá les- endur nafn sitt og titil bókarinnar á þar til gerða miða og skila í kassa sem eru í öllum söfnum Borgarbókasafns. Vikulega er dregið eitt nafn úr kassanum og Lestrarhestur vikunnar útnefndur, sem hlýtur bók að launum frá Forlaginu. Dagný Rós Hlynsdóttir 9 ára Bragi Halldórsson 100 „Almáttugur,“ hrópaði Róbert upp yfir sig. „Við erum föst hérna inni og munum aldrei komast út,“ bætti hann við skelfingu lostinn. „Enginn mun nokkurn tímann finna okkur og við munum svelta í hel.“ „Svona nú Róbert minn,“ sagði Kata höstuglega. „Þetta er nú bara völundarhús og það er alltaf einhver leið út úr völundarhúsum.“ Getur þú hjálpað Róberti og Kötu að komast út úr völundarhúsinu? Á Vísi er hægt að horfa myndskreyttan upplest úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi á ur Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna hollenska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.