Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 66
FÓLK|HELGIN BRASILÍSKUR RÆKJURÉTTUR Þetta er bragðgóður réttur með risarækjum og hrísgrjónum. FYRIR FJÓRA 600 g risarækjur, hreinsaðar 1 stk. blaðlaukur 2 stk. hvítlauksrif 1 stk. rauð paprika 2 stk. grænir chili-pipar 400 g þroskaðir plómutómatar 2,5 dl kókosmjólk 2 msk. chili-sósa 2 msk. límónusafi 1 dl ferskt kóríander, smátt skorið 1 lúka kasjúhnetur, grófmalaðar Salt og nýmalaður pipar Olía til steikingar Skerið lauk, hvítlauk og papriku í þunnar sneiðar. Skerið chili-pip- arinn mjög smátt. Tómatarnir eru skornir í litla bita. Hitið olíu á góðri pönnu og steikið lauk, hvítlauk, papriku og chili yfir meðalhita í 10-15 mín- útur. Setjið tómatana saman við og látið malla áfram í 5-10 mínútur. Bætið kókosmjólk saman við, rækjunum, límónu og kóríander. Hafið lágan hita og eldið í stutta stund. Setjið grófmalaðar hnet- urnar saman við. Skreytið með kóríander og berið strax fram með hrísgrjónunum. BRASILÍSK HRÍSGRJÓN 2,5 dl venjuleg hrísgrjón 4 msk. olía 1 lítill laukur, fínt skorinn 1 hvítlauksrif, fínt skorið 1 plómutómatur, skorinn í litla bita 5 dl vatn 1 tsk. salt Skolið hrísgrjónin í köldu vatni. Steikið lauk og hvítlauk í olíu á stórri pönnu. Bætið því næst hrís- grjónunum á pönnuna ásamt tóm- ötunum. Látið krauma smástund en þá er vatni og salti bætt út í. Látið sjóða undir loki í 15 mínútur. Slökkvið undir og látið hvíla áfram í 5 mínútur. Hrærið í grjónunum með gaffli áður en þau eru borin fram með rækjunum. LAX GRAFINN Í LÍMÓNU Það er algengt í S-Ameríku að leggja hráan fisk í sítrónu- eða límónusafa en við það fær hann sérstakt bragð og „eldast“. Það má nota lax, bleikju, þorsk, túnfisk, hörpuskel eða annan fisk. Í þessari uppskrift er notaður lax sem er afar ljúffengur sem forréttur. Frystið laxinn í tvo daga áður en hann er notaður í þennan rétt. Uppskriftin miðast við tvo. 1 stk. límóna, safinn 100 g laxaflak ½ stk. lárpera ½ tsk. rauður chili-pipar, fínt sax- aður salt og pipar ½ stk. greipávöxtur, helst rauður ½ dl smátt skorið sítrónubasil Þýðið laxinn og skerið í bita. Setjið í skál og kreistið límónusafa yfir. Látið marínerast í eina klukku- stund. Skerið lárperuna í litla bita og greip sömuleiðis. Látið í skál ásamt chili-pipar. Hrærið laxinum varlega saman við og bragðbætið með salti og pipar. FEIJOADA Þetta er þjóðarréttur í Brasilíu sem allir þurfa að prófa þegar BEINT FRÁ BRASILÍU GOTT AÐ BORÐA Nú er heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hafin í Brasilíu og margir sem fagna því. Er ekki alveg tilvalið að flytja angan og bragð frá Brasilíu heim með því að elda eitthvað sem hæfir landinu? LAX GRAFINN Í LÍMÓNU FEIJOADA BRASILÍSKUR RÆKJURÉTTUR þeir heimsækja landið eða bara búa til heima. Nokkrar útgáfur eru til af þessum rétti en yfirleitt eru notaðar svartar baunir sem fást í dósum. Stundum er sett beikon í réttinn og vel er hægt að bæta því við fyrir þá sem vilja. Berið fram gott brauð með pott- réttinum og jafnvel salat. Upp- skriftin er fyrir sex manns. 1 msk. olía 120 g chorizo-pylsa, skorin í bita 150 g soðin skinka, skorin í bita 1 stk. laukur, smátt skorinn 2 stk. hvítlauksrif, pressuð 450 g sætar kartöflur 1 stk. rauð paprika, skorin í bita 2 dósir tómatar í bitum með saf- anum 1 stk. lítill grænn chili-pipar 1½ bolli vatn 2 dósir svartar baunir, hreinsaðar og þurrkaðar 1 stk. mangó, afhýtt og skorið í bita 1 lúka smátt skorið, nýtt kóríander Salt Hitið olíu í stórum potti yfir miðlungshita og steikið chorizo og skinku í 2-3 mínútur. Bætið lauknum út í og steikið þar til hann mýkist. Þá er hvítlaukurinn settur út í ásamt sætum kartöflum, papriku, tómötum, chili-pipar og vatni. Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og sjóðið undir loki í að minnsta kosti 15 mínútur eða þangað til kartöflurnar eru orðn- ar mjúkar. Þá er baununum bætt við og hitaðar með. Að lokum fer mangó, kóríander og salt í pottinn. SAO PAULO LÍMÓNA OG VODKA Í Brasilíu heitir vinsælasti drykk- urinn cachaça. Erfitt er að finna hann hér á landi svo í staðinn fundum við tískudrykkinn í borg- inni Sao Paulo um þessar mundir. Þetta er frísklegur drykkur og uppskriftin miðast við eitt glas. 1 hluti vodka 2 ísmolar, muldir 1 límóna 1 msk. sykur Setjið ís í glas og vodka yfir. Límónusafi er kreistur yfir og hrært með sykri. Ef einhverjum finnst drykkurinn of sterkur má setja smávegis sódavatn út í. Sömuleiðis má setja meiri sykur ef hann er of súr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.