Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 102
14. júní 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 66 MÆLT MEÐ MYNDINNI Kvikmyndahátíðin í Los Angeles hófst á miðvikudagskvöldið en vefsíðan Twitch Film hefur tekið saman lista yfir fimmtán myndir sem fólk má ekki láta fram hjá sér fara á hátíðinni. Meðal þeirra er kvikmyndin Uncertain Terms þar sem íslenska leikkonan Indía Salvor Menuez, dóttir skartgripahönnuðarins Jóhönnu Methúsalems- dóttur, fer með hlutverk. Myndin fjallar um heimili fyrir tánings- stúlkur sem eiga von á barni en Indía sást síðast framan á umslagi plötunnar Girl með Pharrell. - lkg „Það eru æ fleiri að verða meðvitaðir um tilvist þessar- ar aðferðar og ágætis hópur í kringum mig sem er að gera þetta,“ segir Frosti Gnarr sem hefur tileinkað sér húðflúr- tæknina „stick n poke“. Flúr af þessu tagi eru handgerð en hver punktur er þrykktur í húðina með nál og svokölluðu „ indian ink“. „Ég varð alveg upp numinn af þessari aðferð en hef lengi verið mikill áhugamaður um tattú. Ég hef gert töluvert af þessu og er sjálfur með ein átta „stick n poke“-tattú, þrjú sem ég gerði sjálfur en hin eru gerð af vinum mínum sem ég hef sjálfur flúrað á móti,“ segir Frosti. Hann segir aðalstemninguna í kringum tæknina vera þá að vinir geti tattúverað hver annan og fyrir vikið verði flúrið mun persónulegra. Mikilvægt sé þó að hafa hreinlætið í fyrir- rúmi. „Ef fólk ætlar að fara að gera „stick n poke“-tattú verður það að vera algjörlega meðvit- að um það hvað það sé í raun að gera. Sömu nálina má aldrei nota tvisvar, umhverfið þarf að vera vel sótthreinsað og nota á gúmmíhanska við verkið.“ Frosti er orðinn vel sjóaður í „Stick n poke“ og segist telja að hann hafi skellt í um 100 tattú. „Þetta er eiginlega hætt að verða skemmtilegt enda er þetta ekki lengur nógu sjoppulegt hjá mér. Þeir sem fíla aðferðina vilja hafa þetta áberandi handgert, með bjöguðum línum og svona ófull- komlegt,“ segir Frosti hress að lokum. kristjana@frettabladid.is Áberandi handgerð og ófullkomin fl úr „Stick n poke“ tattú njóta aukinna vinsælda en tæknin á bak við fl úrin er öllu frumstæðari en þekkist með hefðbundin húðfl úr. Frosti Gnarr hefur gert um hundrað „stick n poke“ húðfl úr en sjálfur skartar hann átta slíkum. ENGIN EFTIRSJÁ Frosti er ánægður með „stick n poke“-tattúin sín en þau eru átta talsins, þar af þrjú sem hann gerði sjálfur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við munum fríska aðeins upp á tónleikagestina,“ segir Selma Karlsdóttir hjá Reykjavík Fashion Academy, en nemendur skólans verða með bás á tónleikasvæði tón- listarhátíðarinnar Secret Solstice sem fram fer í Laugardalnum um næstu helgi. Básinn verður opinn yfir dag- inn og fram eftir kvöldinu. „Þeir sem vilja geta látið laga sig aðeins til eða látið gera sig enn fínni. Við bjóðum upp á hefðbundna förðun en ef fólk vill eitthvað sérstakt þá er alveg hægt að verða við þeirri beiðni. Við reynum auðvitað að gleðja alla,“ segir Selma. Hún segir lifandi verkefni sem þessi vera hluta af náms- skrá skólans. „Við hjá förðunar- deild RFA reynum alltaf að koma nem endum að í svona verkefnum, bæði samhliða og eftir námið. Það á örugglega eftir að myndast mjög skemmtileg stemning í Laugar- dalnum enda frábært að vera hluti af þessari hátíð.“ kristjana@frettabladid.is Fríska upp á sveitta tónleikagesti Nemendur hjá Reykjavík Fashion Academy munu bjóða tónleikagestum Secret Solstice að fríska upp á útlitið en skólinn verður með bás á tónleikasvæðinu. GLEYMDI GÍTAR Landsþekkti Spaugstofuleikarinn Karl Ágúst Úlfsson lenti í því leiðinlega tilviki að brotist var inn í geymslu á heimili hans. Karl segir frá því á Facebook-síðu sinni að þjófurinn hafi fengið lánaðan slípirokk til að saga í sundur lás á hjóli nágranna Karls, sem þjófurinn síðan stal. Hins vegar varð þjófnum það á að skilja gítarinn sinn eftir hjá Karli. „Ég er búinn að stilla hann fyrir þig og vegna þess að ég veit hvað það er óþægilegt að tapa eigum sínum skal ég passa vel upp á hann – þú getur sótt hann til mín þegar þú vilt,“ skrifar Karl. - fbj RADÍUSBRÆÐUR SKEMMTA Á NÝ Einhverjir hressustu Hafnfirðingar sem sögur fara af, Radíusbræðurnir Steinn Ármann og Davíð Þór, ætla að skemmta fólki í Bæjarbíói í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem þeir félagar skemmta fólki á sviði. Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar tók við lyklunum að hinu sögufræga Bæjarbíói í Hafnarfirði á dögunum og blæs því í lúðra. Tvær myndir Gunnars Björns Guð- mundssonar verða einnig sýndar en bræðurnir skemmta á milli mynda. Fjörið hefst klukkan 21.00. - glp SELMA KARLSDÓTTIR „Það mega tveir einstaklingar vera í herberginu þegar ég fæði. Læknirinn minn og maki. Og hann á að standa þar sem útsýnið er skert, við höfuðið á mér, ekki píkuna. Nema að hann vilji leggja líf sitt í hættu, en ég hef ráðið honum frá því.“ LEIKKONAN MILA KUNIS Í VIÐTALI VIÐ MARIE CLAIRE UM FÆÐINGU FRUMBURÐAR- INS SEM HÚN Á VON Á MEÐ LEIKARANUM ASHTON KUTCHER. Við hjálpum þér með garðinn Vönduð ráðgjöf og vörur sem endast bmvalla.is Fáðu ráðgjöf fagfólks til að laga draumagarðinn að þínum þörfum Úrval af vörum sem gera garðinn eins viðhaldsfrían og kostur er Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir og Inga Rut Gylfadóttir, landslagsarkitektar (FÍLA), aðstoða þig við að gera hugmyndir þínar um fallegan garð að veruleika. Hafðu samband í síma 412 5050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.