Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 12
14. júní 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 SAMFÉLAGSMÁL Björn Leví Ósk- arsson fór til Indónesíu 17 ára gamall sem skiptinemi og kom heim eftir ársdvöl síðastliðið haust. Hann ákvað að fara eins langt og hann kæmist, landfræði- lega og menningarlega. „Ég bjó hjá múslimskri fjöl- skyldu og allir krakkarnir í skól- anum voru múslimar. Það kom mér mest á óvart að það er eigin- lega erfitt að segja hvernig það er að búa með múslimum. Það kom bara voða lítið á óvart, var í raun eins og að búa með hverri annarri fjölskyldu.“ Björn segist ekki hafa fundið fyrir neinum öfgum. Indónesía sé sett saman af alls konar menn- ingu og fólk sé mjög umburðar- lynt gagnvart trúarbrögðum ann- arra. Þannig geta kristnir, sem eru í minnihluta, og múslimar vel verið vinir og hann hafi ekki fundið fyrir neinum aðskilnaði þar á milli. „Ég fann fyrst og fremst að fjölskylda mín úti og vinir eru mun trúaðri en við á Íslandi. Þau biðja bænir reglulega yfir dag- inn og ég lærði að biðja með þeim sem var bara hugguleg stund. Það að fjölskyldan vaknaði klukk- an fimm á morgnana til að biðja og það að konur séu með slæðu yfir hausinn vandist á fáeinum dögum. Þannig að menningar- sjokkið sem slíkt var ekki neitt.“ Það sem Birni fannst jákvætt voru falleg og heilbrigð sam- skipti milli kynjanna og sam- verustundir fjölskyldunnar. „Þau drekka ekki áfengi og það breytir ýmsu. Það er lítið um kærustupör eða kynlíf fyrir gift- ingu en stelpur og strákar hanga saman og eru góðir vinir. Fjöl- skyldan mín fór líka oft á laugar- dagskvöldum öll saman á tónleika eða einhvern viðburð í bænum og voru að skemmta sér fram á nótt. Allir edrú að sjálfsögðu.“ Björ n er orðlaus yfi r umræðunni á Íslandi síðustu vikur. „Ég sé ekki vandamálið sem fólk er að búa til. Vanda- málið verður fyrst til þegar við komum fram við aðra af virðingarleysi. Við ættum að vera jákvæðari og fagna fjöl- breytileikanum,“ segir hann að lokum og bætir við að hann hafi allavega ekki kosið Framsóknar- flokkinn í borgarstjórnarkosn- ingunum. erlabjorg@frettabladid.is Það kom bara voða lítið á óvart, var í raun eins og að búa með hverri annarri fjölskyldu. Björn Leví Óskarsson, fyrrverandi skiptinemi í Indónesíu. Engar öfgar hjá múslimum Björn Leví Óskarsson var skiptinemi í Indónesíu í eitt ár og átti fjölskyldu og vini sem eru múslimar. Hann furðar sig á neikvæðri umræðu á Íslandi undanfarið. Síðastliðið haust ákvað stjórn AFS-samtakanna að veita nemum sem fara til landa þar sem hluti þjóðar er múslimatrúar 500 þúsund króna styrk, sem er þriðjungur heildarkostnaðar. Formaður AFS, Ragnar Þorvarðarson, segir að í kjölfarið hafi áhuginn á þeim löndum sem voru í boði, Indónesíu, Malasíu og Taílandi, aukist mikið og þrír nemar fóru í fyrra. Samtökin endurtaka leikinn fyrir næsta vetur og vill stjórnin með því hvetja ungt fólk til að kynna sér nýja menningu og um leið koma til móts við umræðu um múslima sem byggi stundum á reynsluleysi og röngum upplýsingum. Komið til móts við umræðu um múslima MEÐ VINUNUM Björn eignaðist marga góða vini í skólanum, bæði stelpur og stráka. Hann gekk í 12. bekk sem er útskriftarárgangur menntaskólans en í Indónesíu fara ungmenni í háskóla á átjánda ári. MYND/BJÖRN LEVÍ Smellugas Vinur við veginn 11 kg 2 kg 5 kg 10 kg Grillum í allt sumar með gasi frá Olís Smellugas fyrir grillið, útileguna og heimilið! Fasteignamat 2015 Þ Í 04 06 20 15 R R S Frestur til athugasemda er til 1. nóvember 2014. Fasteignaeigendur geta fengið matið sent í bréfpósti með því að hringja í 515 5300. Frekari upplýsingar er að finna á Skrá.is. Hægt er að skoða matið á: Ísland.is Skrá.is FENEYJAR, AP Giorgio Orsoni, borgar stjóri Feneyja, sagði af sér í gær, einum degi eftir að honum var sleppt úr stofufangelsi. Hann var handtekinn í síðustu viku ásamt rúmlega þrjátíu öðrum í tengslum við rannsókn á spillingu innan borgarinnar. Margir í borgarráði Feneyja kölluðu eftir afsögn Orsonis eftir handtöku hans, en hann er grunaður um að hafa tekið við mútum frá fyrirtæki sem sér um að byggja flóðvarnir í borginni. Orsoni gagnrýndi flokksfélaga sína í Demókrataflokknum fyrir lítinn stuðning. - bá Borgarstjóri segir af sér eft ir lausn úr stofufangelsi: Spilling í Feneyjum GIORGIO ORSONI Borgarstjórinn hefur verið harðlega gagnrýndur af flokks- félögum sínum í kjölfar handtökunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.