Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 94
14. júní 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 58 BAKÞANKAR Snærósar Sindradóttur ÉG er ekki áhugamanneskja um fótbolta og hef aldrei verið. Á þeim þremur árum sem ég æfði fótbolta tókst mér einu sinni að skora mark. Það var á Pæjumóti á Siglufirði og markið var dæmt af því ég skoraði það með lófanum á mér. Þar með lauk mínum fótboltaferli í raun og veru. SEM unglingur fór ég líka fyrst og fremst á KR-völlinn til að sýna mig og sjá aðra. Fylgjast með Rauða ljóninu hlaupa völlinn þveran og endilangan og æfa mig í baráttusöngvunum. Ég hafði ekkert sérstakt vit á leiknum en það var gaman að fylgjast með mínum mönnum skora mark og taka við titlum. Enn þann dag í dag gæti ég ekki spottað rangstæðu þótt hún væri endursýnd ótal sinnum. EN heimsmeistarakeppnin í fótbolta á stóran stað í hjarta mér. Ég var sex ára þegar Frakkar unnu heimsmeist- aratitilinn 1998 og ég hef knúið fram frækna sigra í Trivial Pursuit með stað- reyndum úr leiknum. Ég man hvar ég var og í hvað ég var klædd fjórum árum síðar þegar Brasilía sigraði Þýskaland. Þrátt fyrir að fá á sig tvö mörk var unun að fylgjast með Oliver Kahn í marki Þjóðverja og heimsmeistarakeppnin varð til þess að hann er eini markmaður heims sem ég get nefnt á nafn og þekkt í sjón. Á FIMMTUDAG hófst svo loks heims- meistarakeppnin með miklum bravúr. Ég setti saman klassískan fótboltamat með miklum bráðnum osti og sussaði á stjúp- börnin tvö þegar þau misstu einbeitinguna yfir leiknum. Hjartað tók aukaslag þegar Marcelo skoraði sjálfsmarkið og ég fagnaði ógurlega þegar Brassarnir unnu leikinn, frekar óverðskuldað, þrjú eitt. ÉG hef tvær reglur þegar ég vel mér lið á heimsmeistarakeppninni. Í fyrsta lagi skal ég alltaf halda með liði frá Suður-Ameríku. Í öðru lagi held ég alltaf með litla veikburða landinu þegar tvö lið, utan Suður-Ameríku, keppa. Í þetta sinn er Úrúgvæ mitt land og mætir Kostaríka klukkan sjö í kvöld. Hrossabresturinn og vúvúsela-lúðrarnir eru tilbúnir til veislu. Áfram Úrúgvæ! Nýsjálenska söngkonan Lorde, sem er aðeins sautján ára, er byrjuð að vinna í annarri plötu. „Það er erfitt að útskýra það hvernig hún hljómar því ég er bara rétt byrjuð að skrifa. En ég er spennt því lífið mitt er svo frá- brugðið því sem það var og ég get skrifað um fullt af nýjum upplif- unum,“ segir Lorde. Hún gaf út sína fyrstu plötu, Pure Heroine, í september í fyrra og hefur hún notið gríðarlegrar velgengni. Lorde hlaut fjórar til- nefningar á síðustu Grammy- verðlaunum og hreppti tvenn, fyrir Lag ársins, Royals, og bestu sólóframmistöðu í popptónlist. Í febrúar á þessu ári hlaut hún síðan verðlaun sem besti alþjóð- legi kvenkyns sólólistamaðurinn á BRIT-verðlaunahátíðinni. - lkg Vinnur í nýju efni Söngkonan Lorde er spennt fyrir sinni annarri plötu. HÆFILEIKARÍK Lagið Royals með Lorde fór sigurför um heiminn. NORDICPHOTOS/GETTY OF KIDMAN NICOLE FRANK LANGELLA DAHANOLIVIERMYND EFTIR ROTH TIM GAUMONT KYNNIR „ÞÚ SÉRÐ EKKI FYNDNARI MYND Í SUMAR!“ -T.V., BIOVEFURINN.IS „ÉG HLÓ SVO MIKIÐ AÐ ÉG SKAMMAÐIST MÍN!“ - GUARDIAN 35.000 GESTIR! AÐ TEMJA DREKANN SINN 2 22 JUMP STREET 22 JUMP STREET LÚXUS FAULT IN OUR STARS MILLION WAYS TO DIE . . . TÖFRALANDIÐ OZ 2D ÍSL. TAL X-MEN 3D X-MEN 2D VONARSTRÆTI RIO 2 2D ÍSL. TAL KL. 1 (2D) - 3.15 (3D) (FORSÝN .) KL. 5.30 - 8 - 10.30 KL. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 KL. 5.20 - 8 - 10.40 KL.10.45 KL. 1 - 3.10 KL. 8 - 10.45 KL. 5.15 KL. 2 - 5.20 - 8 KL. 1** - 3.10 AÐ TEMJA DREKANN SINN 2 2D 22 JUMP STREET GRACE OF MONACO FAULT IN OUR STARS TÖFRALANDIÐ OZ 2D ÍSL. TAL VONARSTRÆTI THE AMAZING SPIDERMAN 2 2D THE OTHER WOMAN ** SUNNUDAGUR Miðasala á: Kauptu miða á X-Men með 17.000 GESTIR! KL. 3 (FORSÝNING) KL. 8 - 10.30 KL. 5.40 - 8 KL. 6 - 9 KL. 3 KL. 3 - 5.20 - 8 - 10.40 KL. 3 KL. 5.30 – 10.30 -C.P., USA TODAY FORSÝNINGAR SMÁRABÍÓ KL. 1 (2D) & 3.15 (3D) HÁSKÓLABÍÓ KL. 3 (2D) ANTBOY HM Í FÓTBOLTA Í BEINNI ANDRI & EDDA VERÐA BESTU VINIR LAU & SUN: 16.00 SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK EMPIRE VARIETY TOTAL FILM BIOGAGNRYNI VALDIMARS HOLLYWOOD REPORTER NEW YORK DAILY NEWS ANGELINA JOLIE OG ELLE FANNING EKKI TRÚA ÆVINTÝRINUVINSÆLASTA MYNDIN Í HEIMINUM Í DAG SPARBÍÓ Allir borga barnaverð TEMJA DREKANN SINN 2D 2 FORSÝNING TEMJA DREKANN SINN 3D 5 FORSÝNING 22 JUMP STREET 5:40, 8, 10:20 MILLION WAYS TO DIE IN THE WEST 8, 10:30 VONARSTRÆTI 5, 8, 10:40 TÖFRALANDIÐ OZ 2D 1:40, 3:40 RÍÓ 2D 2 T.V. Bíóvefurinn.is ÍSL TAL ÍSL TALÍSL TAL FORSÝNINGAR Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. www.laugarasbio.isSími: 553-20755%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.