Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 4
14. júní 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 € FERÐAÞJÓNUSTA Innan ferðaþjón- ustunnar telja menn að vinnudeilur flugvallarstarfsmanna, flugmanna, flugfreyja og flugvirkja hafi valdið miklum skaða. Orðspor landsins sem ferðamannalands hafi beðið talsverðan hnekki. Verulega hægði á bókunum um leið og fréttist af því að flugvirkjar ætluðu að boða verkföll. „Áður en flugmenn hófu aðgerðir fyrr í vor hættu ferðamenn að bóka viku, tíu dögum áður og það sama er uppi á teningnum núna. Menn hætta að bóka af ótta við verkfall flug- virkja,“ segir Einar Bollason, eig- andi Íshesta. Aðrir í ferðaþjónustu taka í sama streng. „Það bókast mjög hægt þessa dagana,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Fjallaleiðsögumanna. Það var búið að spá því að þetta sumar yrði mesta ferðamanna- sumar allra tíma. Það sem af er hefur tímabilið hins vegar ein- kennst af verkfallshótunum og verkföllum. Í apríl hófu flugvallar- starfsmenn aðgerðir, flugmenn hófu aðgerðir 9. maí og flugfreyjur boð- uðu verkfall en áður en til þess kom tókust samningar. Nú eru það flug- virkjar sem standa í kjaradeilum. „Ég ætla ekki að gera lítið úr verkfallsréttinum en ég held að hann hafi ekki verið fundinn upp til að halda heilli atvinnugrein í heljargreipum. Fámennar stéttir eru að stefna lífsafkomu þúsunda annarra í hættu,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Menn segjast eiga erfitt með að meta það tjón sem þeir hafi orðið fyrir. Einar Bollason áætlar þó að Íshestar hafi orðið fyrir 50 til 60 milljóna króna beinu tjóni. Katla Travel telur sitt tjón 40 til 50 millj- ónir, Íslandshótel telja að tjón þeirra nemi 30 til 40 milljónum króna og Fjallaleiðsögumenn segja sitt tjón hlaupa á milljónum. Sam- tök atvinnulífsins áætluðu í vor að þegar samgöngur til og frá land- inu lömuðust vegna verkfalla flug- manna næmi heildartjónið um milljarði á dag. Tjónið sem verður á mánudag verður mun meira enda hefur það áhrif á ferðaplön 12 þús- und ferðalanga. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við voru þó sammála um að þó að fjár- hagslegt tjón væri slæmt þá væri enn verra að trúverðugleiki lands- ins sem ferðamannalands hefði beðið hnekki. „Við missum trú- verðugleika. Langtímaáhrifin eru verst, kostnaðurinn við að vinna trúverðugleikann til baka verður upp á hundruð milljóna króna,“ segir Kristján Daníelsson. Þorsteinn Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri bílaleigunnar ALP, tekur í sama streng. „Ef um ræðan úti í heimi fer öll að snúast um að það sé ekki hægt að koma til Íslands vegna stöðugra verkfalla skaðar það okkur til framtíðar. Það getur reynst erfitt að vinda ofan af slíkri umræðu. Það er enginn til búinn að gambla með fríin sín,“ segir Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. johanna@frettabladid.is Vinnudeilur valda skaða Vinnudeilur flugvallarstarfsmanna, flugmanna, flugfreyja og flugvirkja hafa valdið miklum skaða, að mati aðila innan ferðaþjónustunnar. Búið var að spá því að þetta sumar yrði mesta ferðamannasumar allra tíma. SKAÐI Um leið og flugvirkjar sem vinna hjá Icelandair tilkynntu að þeir hygðu á verkfallsaðgerðir hægði á bókunum erlendra ferðamanna. Vinnudeilur þeirra sem starfa við flug hafa einkennt vorið og menn telja að áhrifin geti orðið langvarandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Icelandair hefur fellt niður 65 flug félagsins mánudaginn 16. júní, vegna sólarhringsverkfalls Flugvirkjafélags Íslands, sem hefst klukkan sex um morguninn. Þetta eru öll flug Icelandair þennan dag, nema þau flug sem hefjast erlendis síðdegis 16. júní og lenda á Keflavíkurflugvelli að morgni 17. júní. Í heild hafa aðgerðirnar áhrif á ferðir um 12 þúsund farþega sem langflestir eru erlendir ferðamenn. Verkfallsaðgerðir flugstarfsmanna á vormánuðum höfðu mikil áhrif, en í kringum 90 flugferðum var aflýst í að- gerðunum sem höfðu áhrif á 12 þúsund farþega. Verkföll þeirra sem starfa í tengslum við flugið hafa því haft áhrif á ferðaplön tæplega 25 þúsund ferðalanga, langflestir eru erlendir ferðamenn. Icelandair hefur orðið að fella niður rúmlega 150 flug vegna verkfallsaðgerða á þessu sumri. HAFT ÁHRIF Á UM 25 ÞÚSUND FERÐAMENN 7,6% framhaldsskóla- nema á Íslandi reyktu daglega árið 2013. Það er fækkun úr 21% árið 2000. 180 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit að tveimur konum sem týndust í Fljótshlíð á laugardag. 400 vinnuslys verða á hverja 10.000 starfsmenn í fi sk- vinnslu á Íslandi. Slysum hefur fj ölgað mikið frá árinu 1991. 600 sumarstarfsmenn sem sóttu um hjá Kópavogsbæ hafa hafið störf. Allir fengu vinnu hjá bænum. 7.000 evrur er upphæð þess styrks sem Google veitti Helgu Guðmunds- dóttur, meistaranema í tölvunar- fræði, fyrir góðan námsárangur og leiðtogahæfileika. SLYS Kona var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspít- alann í Reykjavík eftir bílslys við Hveravelli í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Blöndu- ósi fór bíll konunnar út af veg- inum og valt nokkra hringi. Ekki var um árekstur að ræða. Tvær manneskjur voru í bíl num og voru þær báðar fluttar með þyrlu til höfuðborgarinnar. Konan sem var lögð inn á spít- ala hlaut höfuðáverka og að sögn Landhelgisgæslu slasaðist hún nokkuð alvarlega. - bá Flutt á spítala með þyrlu: Velti bílnum við Hveravelli MENNTUN Háskóla Íslands bárust rúmlega átta þúsund umsókn- ir um grunn- og framhaldsnám fyrir komandi haustmisseri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum í gær. Um fimm þúsund manns sækjast eftir því að hefja grunnnám en um þrjú þúsund manns framhaldsnám. Flestar umsóknir bárust Heil- brigðisvísindasviði, eða um 1.200. Þá sækja sífellt fleiri um nám í tölvunarfræði en fjöldi umsókna í þeirri grein hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 321 í ár. - bá Sífellt fleiri í tölvunarfræði: Um 8.000 sækja um nám í HÍ HÁSKÓLI ÍSLANDS Um fimm þúsund umsóknir um grunnnám bárust skól- anum nú í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 07.06.2013 ➜ 13.06.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá BESTA VEÐRIÐ Á AUSTURLANDI frá morgundeginum og fram á þriðjudag að minnsta kosti enda suðlægar áttir í kortunum með vætu sunnan og vestan til. 12° 3 m/s 12° 5 m/s 15° 4 m/s 11° 3 m/s Úrkoma norðaustan til þegar líður á daginn. Fremur hægur vindur. Gildistími korta er um hádegi 26° 29° 22° 23° 20° 16° 22° 18° 18° 26° 21° 30° 28° 30° 28° 19° 19° 20° 16° 3 m/s 15° 2 m/s 16° 3 m/s 10° 2 m/s 13° 1 m/s 12° 2 m/s 10° 2 m/s 13° 13° 13° 11° 13° 14° 19° 16° 16° 15° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MÁNUDAGUR Á MORGUN VITA er lífið VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is Tilboðsverð á mann frá 99.900 kr. ÍS LE N SK A SI A .I S V IT 6 95 84 6 /2 01 4 Örfá sæti lausKrít 3. júlí m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja til og með 11 ára. Verð á mann m.v. 2 fullorðna 119.900 kr. Flugsæti 69.900 kr. Innifalið: Flug og gisting á Sunset Suites í 11 nætur. Flugsætið aðeins 69.900 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.