Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 90
14. júní 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 54 RAKAKREM FRÁ MARIO BADESCU HÁRKREM FRÁ CLEAR Kíkt í snyrtibuddu fyrirsætunnar Heidi Klum HÁRSPREY FRÁ OSIS+ SÓLARVÖRN FRÁ BANANA BOAT AUGNHÁRA- BRETTARI FRÁ SHU UMERA SÓLAR- PÚÐUR FRÁ YSL NAGLALAKK FRÁ SHELLAC AIRBRUSH-SPREY FRÁ SALLY HANSEN KINNALITUR FRÁ YSL „Ég er dýrasjúk og hef alltaf verið. Er hún ekki sæt? Hún er með loðin augnlok og löng augnhár. Jeminn eini sko,“ segir Birta Björns dóttir fatahönnuður hlæjandi þegar blaða- maður nær tali af henni í Barce- lona. Hin mánaðar gamla ugla var afmælisgjöf frá Jóni Páli Halldórs- syni, eiginmanni Birtu, sem pantaði hana frá löggildum ugluræktanda í Alicante. Jón Páll hefur verið hug- myndaríkur í gegnum tíðina með dýragjöfum. „Hann hefur kannski verið að fylla upp í þetta tóm því mig er farið að langa í annað barn,“ segir hún og hlær. „Hann er dug- legur að gefa mér dýr í afmælis- gjafir og hefur áður gefið mér kan- arífugla, páfagauk, frosk í búri og californian king-snák. Við höfum einnig átt þrjá stóra páfagauka og þar á meðal einn cockatoo-talfugl, en ég hef alltaf verið sjúk í uglur svo það er ekkert sem toppar hana. Núna erum við með kamelljón á heimilinu og síðhærðan naggrís,“ segir Birta. Til eru þrettán viðurkenndir kyn- þættir af litlu uglunni bæði í Evrópu og Asíu. Litla uglan, sem send var í kyngreiningu, er karlkyns og líkist einna helst vinsælu Furby-dýraleik- föngunum. „Tegundin nefnist Little owl og var helguð gyðjunni Aþenu svo ef hún hefði verið stelpa þá hefð- um við skýrt hana Aþenu. Nú erum við öll að venjast henni og fljót- lega förum við að temja hana með ákveðnu hljóði, sem hún tengir við mat. Ég hef annars verið að klippa niður mýs og kornhænur í litla bita og mata hana.“ Birta býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum uppi í fjallshlíð í bænum Fontpineda fyrir utan Barcelona á Spáni. Þangað fluttu þau til að upplifa nýtt ævin- týri en eiginmaður hennar vinnur sem húðflúrari inni í Barcelona. Birta hefur þó ekki slegið slöku við í hönnun sinni á merkinu Júni- form og hannar munstur og saumar prótótýpurnar að flíkunum á vinnu- stofu sinni og sendir til Íslands þar sem framleiðslan fer fram. Vinkona hennar sér um verslunina í Hafnar- firði ásamt öðrum samstarfsaðilum sem Birta hefur unnið með í um tíu ára skeið. „Ég er með rosalega gott fólk sem vinnur með mér á Íslandi. Búsetan hér úti hefur verið ótrúlegt ævintýri þrátt fyrir að fyrsta árið hafi verið svolítið erfitt í borginni með krakk- ana. Við ákváðum svo að upplifa meiri náttúru og fluttum 40 mínútur frá borginni þar sem er skógur allt í kring og yndislegt að vera. Krakk- arnir dafna vel, tala katalónsku og við erum búin að eignast fullt af góðum vinum.“ marinmanda@frettabladid.is Litlu sæta uglan toppar allar gjafi rnar Birta Björnsdóttir fatahönnuður fékk litla uglu í afmælisgjöf frá eiginmanninum en hann hefur verið hugmyndaríkur með gjafi r. SÆT SAMAN Birta Björnsdóttir ásamt litlu uglunni. ALGJÖRT KRÚTT Uglan hefur ekki fengið nafn enn þá. Á HEIMILINU Fjölskyldan er hrifin af kamelljóninu. Mojito-múffur (* Um það bil 12 stykki) Kökurnar 1½ bolli hveiti ½ msk. lyftiduft ¼ tsk. salt 115 g mjúkt smjör 1 bolli sykur 2 egg 2 súraldin, börkur rifinn af og safi kreistur úr ¼ tsk. vanilludropar ½ bolli mjólk, eða ¼ bolli mjólk og ¼ bolli ljóst romm 1 msk. fersk minta, söxuð Mintusíróp ½ bolli vatn, eða ¼ bolli vatn og ¼ bolli ljóst romm ½ bolli sykur ¼ bolli mintulauf Krem 115 g mjúkt smjör 1 súraldin, börkur rifinn af og safi kreistur úr 7 söxuð mintulauf 2-3 bollar flórsykur 1 msk. rjómi Hitið ofninn í 160°C. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál. Blandið smjöri og sykri saman í annarri skál. Bætið eggjunum við, einu í einu. Bætið safa og berki af súraldinunum, mintu og vanillu- dropum saman við. Bætið þurr- efnablöndunni og mjólk (og jafnvel rommi) saman við smjörblönduna. Hellið blöndunni í múffuform og bakið í 20-24 mínútur. Búið til mintusírópið á meðan kökurnar kólna. Blandið öllum hráefnum í sírópinu saman í potti yfir vægum hita þangað til sykurinn er búinn að leysast upp. Penslið kökurnar með sírópinu. Búið svo til kremið. Setjið mintu og börk í litla skál. Hell- ið súraldinsafanum yfir blönduna. Hrærið smjörið létt í annarri skál og bætið svo mintublöndunni saman við. Blandið rjómanum saman við og síðan flórsykri þangað til kremið er orðið eins þykkt og þið viljið. Setjið kremið á kökurnar og njótið. - lkg * Fengið af síðunni http://redpathsugar.com/delicious- mojito-cupcakes/ Mojito-bollakökur sem tilvaldar eru í sumarteitið Þessar girnilegu bollakökur er hægt að gera bæði áfengar eða óáfengar en þær eru afar gómsætar og smellpassa í sumarbaksturinn. GÓMSÆTAR Mojito-kökurnar klikka ekki. ➜ Birta hefur fengið óvenjulegar gjafir; kanarí- fugla, páfagauk, frosk í búri og californian king-snák, þrjá cockatoo-fugla, kamelljón, síð- hærðan naggrís og hana. LÍFIÐ HEIDI KLUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.