Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 88
14. júní 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 52 Þetta er sýning sem sett var upp í Röhsska, hönnunarsafni Svía í Gautaborg, í fyrra og skiptist í tvennt. Helmingurinn af henni er tímalína sem sýnir hver ég er og hvað ég hef verið að fást við síðustu tuttugu árin og hinn helmingurinn er smá bland í poka sem sýnir það sem ég hef gert um Ísland,“ segir Hjalti Karlsson, grafískur hönnuður, sem opnar í dag klukkan 15 sýninguna Svona geri ég í Hönnunarsafni Íslands. Hjalti býr og starfar í New York og hefur búið þar síðan hann hélt þangað til náms í lok níunda áratugar síðustu aldar. Þar rekur hann hönnunarfyrirtækið Karlssonwilker Design Studio sem hann og Jan Wilker stofnuðu árið 2000. Meðal fjölbreyttra viðskiptavina þeirra má nefna MTV, Wolf Gordon, tímaritið Time, húsgagnaframleiðandann Vitra, Puma, bíl- framleiðandann MINI, Guggenheim-safnið, MoMA-safnið í New York og síðast en ekki síst GusGus. Hjalti hlaut Torsten och Wanja Söderberg- verðlaunin í nóvember á síðasta ári og í tilefni af því var gerð um hann heimildarmynd sem er hluti af sýningunni Svona geri ég. „ Myndin er 18 mínútna heimildarmynd um mig og stof- una gerð af Röhsska-safninu og er eðlileg- ur hluti af sýningunni,“ segir Hjalti. „Hún gengur í lúppu allan daginn svo áhorfendur þurfa ekki að óttast að þeir missi af henni.“ Á morgun mun Hjalti verða með leiðsögn um sýninguna klukkan 14 og leiða gesti í gegnum hana. „Ég ætla að halda smá tölu og skýra út sýninguna, auk þess að sýna fleiri hluti sem ég hef gert, ef einhver hefur áhuga,“ segir hann hógvær. Þetta er fyrsta einkasýning Hjalta á Íslandi en hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum hér. „Ég held samt alltaf mjög góðu sambandi við heimaslóðirnar og kem heim reglulega, en það hefur bara ekki komið upp að ég héldi sýningu hér fyrr,“ segir hann. „Ég hlakka mikið til.“ fridrikab@frettabladid.is Ég held samt alltaf mjög góðu sambandi við heimaslóðirnar og kem heim reglulega, en það hefur bara ekki komið upp að ég héldi sýningu hér fyrr. Á síðdegistónleikum í Háteigs- kirkju á morgun gefst tónlistar- unnendum á höfuðborgarsvæðinu kostur á að heyra litríkt sýnis- horn af dagskrá tónlistar hátíð- arinnar Bergmáls sem fram fer á Dalvík í kring um sumarsólstöður. En hvaða fyrirbæri er Bergmál? „Þetta er lítil sígild tónlistarhátíð sem við höfum verið með á Dalvík síðastliðin fimm ár,“ segir Grímur Helgason klarinettuleikari, einn skipuleggjenda Bergmáls. „Haf- dís Vigfúsdóttir flautuleikari og Kristján Karl Bragason píanó- leikari byrjuðu með hátíðina og ég kom svo inn í þetta með þeim. Við höfum verið að spila sígilda tónlist og svona aðeins út í dægur- lög stundum og alltaf haldið upp- hitunartónleika í Reykjavík áður en við förum norður.“ Tónlistarhátíðin Bergmál verður haldin dagana 19. til 22. júní í Menningarhúsinu Bergi á Dal- vík. Tónverkin sem flutt verða á þrennum tónleikum spanna vítt litróf, allt frá djúpum þönkum Johannesar Brahms til skemmti- tónlistar Franz Lehár með viðkomu í rússneskum þjóðsagnaheimi, París aldamótanna og íslenskri sumarnæturkyrrð, að sögn Gríms. „Tónleikarnir í Háteigskirkju eru síðan svona „best of“ af því sem flutt verður fyrir norðan og þar komum við fram allir flytj- endurnir fyrir utan Ellu Völu Ármannsdóttur hornleikara og Margréti Hrafnsdóttur sópran- söngkonu,“ bætir hann við. Tónleikarnir í Háteigskirkju hefjast klukkan 17 á morgun og hátíðin sjálf hefst síðan þann 19. júní með opnunartónleikum Berg- máls í Bergi klukkan 20. - fsb Hitað upp fyrir Berg- mál í Háteigskirkju Tónlistarhátíðin Bergmál verður haldin á Dalvík í fi mmta sinn í næstu viku. Upphitunartónleikar fyrir hátíðina verða í Háteigskirkju á morgun. BERGMÁLSFLYTJENDUR Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari, Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari, Carlos Caro Aguilera básúnuleikari, Grímur Helgason klarinettleikari og Kristján Karl Bragason píanóleikari. Sýnir í fyrsta sinn á Íslandi Svona geri ég nefnist sýning Hjalta Karlssonar, grafísks hönnuðar, sem opnuð verður í Hönnunarsafni Ís- lands í dag. Hjalti býr og starfar í New York og hefur ekki áður haldið einkasýningu hérlendis. HJALTI KARLSSON Á meðal þeirra sem Hjalti hefur hannað fyrir eru MTV, Wolf Gordon, tímaritið Time og GusGus. MYND/SVEN HOFFMANN Dr. Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, verður með leiðsögn um sýn- inguna SPOR Í SANDI, yfir- litssýningu á verkum Sigurjóns Ólafssonar, á morgun klukkan 14.00 í Listasafni Íslands á Frí- kirkjuvegi 7. Á sýningunni gefur að líta ólíkar hliðar listamannsins í 90 mikilvægustu verkum hans. Auk þess er lögð áhersla á að sýna hæfileika Sigurjóns til að vinna jafnhendis að klassískum verkum og framúrstefnu og sýnt hvernig meginreglur byggingarlist- arinnar, form, ljós og rými, eru ætíð til staðar í verkum hans. Leiðsögn um Spor í sandi SPOR Í SANDI Verk Sigurjóns Ólafssonar. Ópera eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson Örfáar sýningar ráðgerðar um jólin 2014 Miðasala hefst í haust TÍU TILNEFNINGAR TIL GRÍMUNNAR 2014 TÓNLIST ÁRSINS Gunnar Þórðarson LEIKRIT ÁRSINS Friðrik Erlingsson LÝSING ÁRSINS Páll Ragnarsson BÚNINGAR ÁRSINS Þórunn S. Þorgrímsdóttir LEIKMYND ÁRSINS Gretar Reynisson SÝNING ÁRSINS SÖNGVARI ÁRSINS Elmar Gilbertsson Viðar Gunnarsson Þóra Einarsdóttir LEIKSTJÓRI ÁRSINS Stefán Baldursson MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.