Fréttablaðið - 21.06.2014, Blaðsíða 46
| ATVINNA |
Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í bæklunar-
skurðlækningum. Starfshlutfall er 100% eða skv.
samkomulagi. Starfið veitist frá 1. september 2014 eða
eftir nánari samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
» Greining, meðferð og eftirfylgd sjúklinga með vandamál
er tengjast sérgreininni
» Þátttaka í göngudeildarþjónustu og samráðskvaðningum
og öðrum þeim störfum sem yfirlæknir deildarinnar telur
að eigi við
» Þátttaka í bakvöktum sérgreinarinnar og er það
frumskilyrði ráðningar
» Þátttaka í kennslu og vísindavinnu í samráði við yfirlækni
Hæfnikröfur
» Íslenskt sérfræðileyfi í bæklunarskurðlækningum
» Viðbótaþekking í gerviliðaaðgerðum æskileg
» Reynsla í kennslu- og vísindavinnu æskileg
» Góð samskiptahæfni
Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands.Sótt er um
starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á
spítalanum. Nánari upplýsingar um forsendur ráðningar er að finna á heimasíðu Landspítala.
Nánari upplýsingar
» Umsóknarfrestur er til og með 7. júlí 2014.
» Upplýsingar veitir Yngvi Ólafsson, yfirlæknir, netfang
ingviola@landspitali.is, sími 543 1000.
» Umsóknum fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf,
reynslu af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum
ásamt sérprentun eða ljósriti af greinum sem umsækjandi
kann að hafa birt eða skrifað.
» Umsóknargögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu
berast, í tvíriti, LSH skrifstofu skurðlækningasviðs 13A
Hringbraut, 101 Reykjavík.
» Mat stöðunefndar læknaráðs Landspítala byggist á
innsendum umsóknargögnum.
» Viðtöl verða við umsækjendur og ákvörðun um ráðningu í
starfið byggir einnig á þeim.
» Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr.
yfirlýsingu LSH vegna kjarasamnings sjúkrahúslækna dags.
2. maí 2002, sbr. breytingu 5. mars 2006.
BÆKLUNARSKURÐLÆKNINGAR
Sérfræðilæknir
Embassy clerk (Adm)
The Embassy of Japan seeks a capable,
responsible, and flexible clerk
Basic conditions for application
• Good skills in administrative works and
car-driving
• Good command of language (Icelandic and
English) and computer
• Contract renewal every 2 years
CV should be sent to the following address
until 2 July.
Laugavegur 182, 105 Reykjavik
Tel. 510-8600, Fax. 510-8605
e-mail. japan@rk.mofa.go.jp
Á dauðhreinsunardeild LSH við Tunguháls er laust til
umsóknar starf sérhæfðs starfsmanns.
Í boði er einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reyndra aðila.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi sæki nám í heilbrigðistækni
sem nú er í undirbúningi.
Helstu verkefni og ábyrgð
» Pökkun, röðun og dauðhreinsun verkfæra fyrir
skurðaðgerðir
Hæfnikröfur
» Góð íslenskukunnátta
» Góð samskiptahæfni
» Sjálfstæði í vinnubrögð
» Reynsla eða menntun innan heilbrigðiskerfis æskileg
Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun
Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið
rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Nánari upplýsingar
» Umsóknarfrestur er til og með 7. júlí 2014.
» Starfshlutfall er 100%, dag- og kvöldvaktir.
» Starfið er laust sem fyrst eða eftir samkomulagi.
» Upplýsingar veitir Hrönn Harðardóttir, deildarstjóri,
hronhard@landspitali.is, sími 543 1726 og 825 3527.
DAUÐHREINSUNARDEILD
Sérhæfður starfsmaður
ARENTSSTÁL ÓSKAR EFTIR
JÁRNIÐNAÐARMÖNNUM
Óskum eftir renni- og járniðnaðarmönnum
Upplýsingar í síma
8221581 og 8241226
Starfsmaður á ferðaskrifstofu
Guðmundur Tyrfingsson ehf leitar eftir metnaðar-
fullum starfsmanni með ríka þjónustulund til starfa
á ferðaskrifstofu sinni á Selfossi.
Hæfniskröfur:
Góð enskukunnátta, töluð og skrifuð
Góð tölvukunnátta
Getur unnið sjálfstætt
Þjónustulund og hæfni í mannlegum
samskiptum
Reynsla og þekking á ferðaþjónustu æskileg
Viðskiptafræði eða sambærileg menntun
æskileg
Vinsamlegast sendið umsóknir á netfangið
sb@gtyrfingsson.is.
Guðmundur Tyrfingsson ehf er rótgróið ferðaþjónustu-
fyrirtæki sem var stofnað 1969. Skrifstofan er staðsett á
Selfossi.
Guðmundur Tyrfingsson ehf
Ábyrgð – Fagmennska – Traust – Þjónusta - Framþróun
Hjúkrunarfræðingur við heima-
hjúkrun - verkefnastjórastaða -
Heilsugæslan Fjörður
Heilsugæslan Fjörður leitar eftir hjúkrunarfræðingi til
starfa þar sem starfssviðið er í heimahjúkrun. Um er að
ræða 80% starf verkefnastjóra. Viðkomandi þarf að geta
hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi en
umsóknarfrestur er til og með 7. júlí 2014.
Helstu verkefni og ábyrgð
Verksvið er heimahjúkrun og hjúkrunarmóttaka á heilsu-
gæslustöð.
Starfssvið hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun er m.a.
að veita víðtæka hjúkrun vegna langvinnra sjúkdóma
s.s.heilabilunar, geðfötlunar, líkamlegrar skerðingar
og jafnvel líknandi meðferð.
Stuðningur við einstaklinginn, aðstandendur og sam-
starfsfólk ásamt skipulagningu, verkstjórn og framkvæmd
þeirrar hjúkrunar sem þörf er á hverju sinni. Samskipti og
samvinna við aðrar sjúkrastofnanir og heilbrigðisstéttir
með hagsmuni skjólstæðings að leiðarljósi.
Starfssvið í hjúkrunarmóttöku er mjög víðtækt, allt frá
símaráðgjöf til bráðaþjónustu.
Hæfnikröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi er skilyrði. Reynsla af verk-
efnastjórnun æskileg. Nauðsynlegt er að umsækjendur
búi yfir fjölbreyttri reynslu í hjúkrun og hafi góða sam-
skipta- og skipulagshæfni.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra
og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá.
Jafnframt skal leggja fram leyfisbréf og staðfestar
upplýsingar um menntun. Mat á hæfni umsækjenda
byggist á innsendum gögnum og viðtölum við um-
sækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt
skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, mannauðsstjóra
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16,
109 Reykjavík. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Sækja skal um starfið rafrænt á vefsíðu Heilsugæslunnar
(www.heilsugaeslan.is) undir “laus störf”
eða á Starfatorgi (www.starfatorg.is).
Nánari upplýsingar veitir Helga S. Sigurðardóttir –
helga.steing.sigurdardottir@heilsugaeslan.is –
S: 540-9400
Ingibjörg Edda Ásgeirsdóttir -
ingibjorg.edda.asgeirsdottir@heilsugaeslan.is -
S: 540-9400
Heilsugæslan Fjörður
Fjarðargötu 13 - 15
220 Hafnarfjörður
Mjóifjörður Norðfjörður Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður
Skíðamiðstöðin Oddsskarði óskar eftir svæðisstjóra
Laus er til umsóknar staða svæðisstjóra við Skíðamiðstöðina Oddsskarði.
Starfsmaður mun í samstarfi við forstöðumann hafa umsjón með rekstri skíðamiðstöðvarinnar.
Hæfniskröfur:
• Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði.
• Reynsla af stjórnun er æskileg.
• Reynsla af störfum á skíðasvæði er æskileg.
• Reynsla af vinnu við vinnuvélar/snjótroðara er æskileg.
• Reynsla af viðgerðum og viðhaldi á tækjum er nauðsynleg.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum LN við viðkomandi stéttarfélag
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.
Allar frekari upplýsingar veitir Dagfinnur Ómarsson, forstöðumaður skíðamiðstöðvarinnar,
í farsíma 699 1005 og á netfanginu oddsskard@oddsskard.is.
Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2014.
Umsóknir berist á skrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð merkt „Oddsskarð“
eða á netfangið oddsskard@oddsskard.is.
sími: 511 1144
21. júní 2014 LAUGARDAGUR8