Fréttablaðið - 21.06.2014, Blaðsíða 88
21. júní 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 52SPORT
ÚRSLIT
HM Í BRASILÍU
D-RIÐILL
ÍTALÍA - KOSTARÍKA 0-1
0-1 Bryan Ruiz (44.).
STAÐAN
Kostaríka 2 2 0 0 4-1 6
Ítalía 2 1 0 1 2-2 3
Úrúgvæ 2 1 0 1 3-4 3
England 2 0 0 2 2-4 0
E-RIÐILL
SVISS - FRAKKLAND 2-5
0-1 Olivier Giroud (17.), 0-2 Blaise Matudi (18.),
0-3 Mathieu Valbuena (40.), 0-4 Karim Benzema
(67.), 0-5 Moussa Siss (73.), 1-5 Blerim Dzemaili
(81.), 2-5 Granit Xhaka (87.).
HONDÚRAS - EKVADOR
Leiknum var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór
í prentun.
LEIKIR DAGSINS
F-RIÐILL: Argentína - Íran kl. 16.00
G-RIÐILL: Þýskaland - Gana kl. 19.00
F-RIÐILL: Nígería - Bosnía kl. 22.00
FÓTBOLTI „Sem framherji vil ég
alltaf skora en ég get sagt með
sanni að ég hafi gefið allt mitt
í leikina þannig að ég var ekk-
ert farinn að hugsa neikvætt,“
segir Jonathan Glenn, framherji
ÍBV, í viðtali við Fréttablaðið um
markaþurrðina sem hann gekk í
gegnum í fyrstu leikjum sínum
hér á landi.
Glenn skoraði aðeins eitt mark í
fyrstu tíu leikjum sínum með ÍBV,
þar með talinn í Lengjubikarnum.
Nú er öldin önnur og er framherj-
inn búinn að skora fjögur mörk í
síðustu þremur leikjum, þar af tvö
í 3-0 bikarsigri Eyjamanna á Val í
vikunni.
„Við höfum lagt mikið á okkur
sem lið og nú erum við að upp-
skera. Liðið er alltaf að verða
betra,“ segir Glenn sem var mikið
gagnrýndur, af fjölmiðlum og
stuðningsmönnum, eftir fyrstu
leikina í Pepsi-deildinni.
„Það eru fastir liðir ef liðinu
gengur illa. Leikmennirnir þurfa
bara að svara því inni á vellinum.
Það skiptir engu máli hvað fjöl-
miðlarnir segja. Ég hélt bara allt-
af áfram að standa mig.“
Síðbúin jólagjöf
Glenn er frá Trínidad og Tóbagó
en fluttist til Bandaríkjanna til að
fara í háskóla þar sem hann spil-
aði fótbolta. Honum gekk vel í
háskólaboltanum en fékk engu að
síður ekki atvinnumannssamning
að honum loknum.
„Ég hóf að spila í eins konar
þriðju deild hjá liði í Jacksonville
í Flórída. Ég fékk tækifæri til að
fara á reynslu hjá nokkrum liðum
en fékk ekki samning. Þarna var
ég í fullu starfi og hélt mér í formi
því ég gaf drauminn um atvinnu-
mennsku ekki upp á bátinn,“ segir
Glenn sem útskrifaðist með gráðu
í sálfræði og markaðsfræði.
Til að halda draumnum lifandi
skráði hann sig á úrtaksæfingar
hjá Pro Soccer Consulting þar sem
starfa vanir þjálfarar. Þar reyna
leikmenn sem komnir eru yfir 18
ára aldur að sýna sig og sanna í
von um að fá tækifæri hjá atvinnu-
mannaliðum.
Fótboltinn er oft spurning um
að vera á réttum stað á réttum
tíma hjá réttum mönnum og sú
var raunin hjá Glenn. Paul Taylor,
framkvæmdastjóri PSC, þjálfaði
Sigurð Ragnar Eyjólfsson hjá Wal-
sall og benti honum á Glenn þegar
Sigurður hafði samband. Að mæta
á úrtaksæfingarnar kostar 299
dali og má segja það hafi borgað
sig í tilfelli Trínidadans geðþekka.
„Ég gafst ekkert upp á
draumnum um að spila sem
atvinnumaður. Ég var þannig séð
búinn að gefa upp von eftir úrtaks-
æfingarnar því ég heyrði ekkert
í tvær, þrjár vikur. Það var ekki
fyrr en á öðrum degi jóla að ég
fékk boð um að koma til ÍBV. Það
má segja þetta hafi verið síðbúin
jólagjöf,“ segir Glenn og hlær við.
Eyjar eru notalegar
Eins og við mátti búast voru það
nokkur viðbrigði fyrir Glenn að
mæta til Vestmannaeyja en hann
nýtur lífsins þar.
„Þetta er náttúrlega öðru-
vísi. Ég bjó síðast í Jacksonville
sem er borg en nú er ég á 4.000
manna eyju. Þetta er samt nota-
legur staður og fólkið er yndis-
legt. Ég sakna einskis þannig séð
og nýt þess að búa hérna. Þetta er
samt öðruvísi lífsreynsla,“ segir
Jonathan Glenn. tomas@365.is
Dalirnir borguðu sig
Jonathan Glenn, framherji ÍBV, er kominn á skrið í markaskorun eft ir erfi ða
byrjun. Stóð sig á úrtaksæfi ngum í Flórída og fékk tækifæri í Vestmannaeyjum.
SKORAR Jonathan Glenn byrjaði illa
hjá ÍBV en er búinn að skora fjögur
mörk í þrem ur síðustu leikjum.
Englendingar sendir heim eft ir
aðeins tvær umferðir á HM
Sigur Kostaríka á
Ítalíu í gær þýddi að
England er á leiðinni heim og
leikur Kostaríka og Englands
í lokaumferðinni mun ekki
skipta neinu máli.
Þetta er í fyrsta skipti í
sögu HM sem England er með
bókaðan farseðil heim á leið
eftir aðeins tvær umferðir í
riðlakeppninni.
Enn ein sneypuförin hjá
enska landsliðinu sem nær sér
ekki á strik á stórmótum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Stefán Garðar Níelsson,
formaður knattspyrnudeildar Dal-
víkur/Reynis, telur það ekki skaða
ímynd félagsins að leikmaður liðs-
ins hafi veðjað gegn liðinu fyrr í
vetur eins og hann staðfesti í sam-
tali við Fréttablaðið þann 4. júní
síðastliðinn.
Stefán Garðar sagði það skýrt
að viðkomandi leikmaður hafi
ekki tekið þátt í leiknum, né heldur
verið í leikmannahópi liðsins á
yfirstandandi tímabili.
„Þeir sem eitthvað vit
hafa á fótbolta gera sér grein
fyrir því hvernig þetta er.
Stór hluti af knattspyrnu-
mönnum á ákveðnum aldri
er endalaust að finna leiki
til að veðja á líkt og
þetta dæmi sýnir,“
segir Stefán Garðar
en eftir umræddan
leik vaknaði grunur
um að mikið hefði
verið veðjað á að
Þór myndi vinna
Dalvík/Reyni í Kjarnafæðismótinu
þann 13. janúar með minnst
þremur mörkum. Rannsókn leiddi
í ljós að svo mikið var lagt undir
að viðkomandi veðmálasíða þurfti
að lækka stuðul sinn á veðmálinu.
Eftir áðurnefnt viðtal leitaði KSÍ
eftir frekari upplýsingum hjá Dal-
vík/Reyni en Þórir Hákonarson,
framkvæmdastjóri sambands-
ins, segir að forráðamenn félags-
ins hafi ekki viljað veita frek-
ari upplýsingar en þær sem
komu fram í viðtalinu.
„Þetta mál kennir okkur
að við þurfum að herða á
okkar reglum og hugsanlega
á þann máta að hægt sé að
refsa einstaklingum eða
félögum fyrir að
veita ekki nægi-
legar upplýs-
ingar,“ sagði
Þórir. - esá
Skaðar ekki ímynd
Dalvíkur/Reynis
KSÍ vill herða reglur til að taka á veðmálabraski.
ÞÓRIR
HÁKONARSON
GOLF Haraldur Franklín Magnús
komst í átta manna úrslit á Opna
breska áhugamannamótinu í
golfi í gær. Er þetta aðeins í
annað sinn sem Íslendingur
nær þessum áfanga en Björgvin
Sigur bergsson var sá fyrsti.
Haraldur mætir hinum skoska
Neil Bradley í dag en þeir hefja
leik rétt fyrir klukkan níu.
Að miklu er að keppa á þessu
móti en sigurvegarinn fær þátt-
tökurétt á Opna breska meistara-
mótinu í júlí, Opna bandaríska
meistaramótinu á næsta ári og
hefð er fyrir því að sigurvegar-
anum sé einnig boðin þátttaka á
Masters-mótinu.
Íslenskur kylfingur hefur
aldrei tekið þátt á risamóti. - kpt
Haraldur
sjóðheitur
Allt um HM á Vísi
STJARNA
GÆRDAGSINS
Bryan Ruiz
Kostaríka
STJARNAN – FJÖLNIR
Sunnudag 22. júní kl. 19.15
Allir á völlinn!
– Ársmiðar seldir
í Stjörnuheimilinu
fyrir leik –
PEPSI–DEILDIN
20% AFSLÁTTUR
AF DEEP HEAT OG FREEZE
3. JÚNÍ TIL 30. JÚNÍ
22.00 NÍGERÍA– BOSNÍA
Nígería gerði markalaust jafntefli
í fyrstu umferð gegn Íran á meðan
Bosnía tapaði, 2-1, gegn Argentínu.
Þetta eru liðin sem líkast til munu
berjast um annað sætið og því mikið
undir.
Nígeríumenn voru allt annað en sann-
færandi gegn Íran en það var talsvert líf
í Edin Dzeko og félögum í Bosníu gegn
Argentínumönnum.
Framherji Kostaríka, Bryan
Ruiz, skráði sig í sögubæk-
urnar í gær er hann skallaði sitt
lið áfram í 16-liða úrslit á HM.
Kostaríka er búið að skella
bæði Úrúgvæ og Ítalíu á HM
sem þýðir að áðurnefndar
þjóðir spila úrslitaleik um
hinn farseðilinn úr riðlinum í
16-liða úrslit.
Kostaríka var ekki í um-
ræðunni þegar talað var
um Dauðariðilinn. Þetta er
árangur sem enginn trúði.