Fréttablaðið - 21.06.2014, Side 64

Fréttablaðið - 21.06.2014, Side 64
KYNNING − AUGLÝSINGHúð og hár LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 20146 Í tískutímaritinu Har-per’s Bazaar er full-yrt að kókosolía sé mesta tískuæðið um þess- ar mundir. Margar heims- frægar konur hafa viður- kennt að nota kókosolíu á kroppinn. Olían inniheld- ur efni sem gefur húðinni raka og gerir hana silki- mjúka auk þess að hafa góð áhrif á ýmis húð- vandamál. Bæði kókosolía og kókosfita gera húðinni gott, sérstaklega ef húðin er þurr. Vönduð kókosolía er sérstaklega góð fyrir þurr- an hársvörð og hárenda. Þá ætti fólk að prófa að bera á sig olíuna ef það þjá- ist af exemi eða sólbruna. Merkilegt hvað olían gerir okkur gott. Best er að búa sér til kúr í nokkra daga til að ná sem bestum árangri. Leikkonurnar Gw yn- eth Paltrow og Blake Live- ly hafa báðar upplýst að leyndarmálið að baki fal- legri húð þeirra sé kókos- olían. Þá hafa þær sömu- leiðis notað hana í hárið. Olíuna má einnig nota í matargerð. Kókosolía er góð fyrir húð og hár Kókosolía er það nýjasta í fegurðartískunni um þessar mundir. Hún þykir einstaklega góð á húð og hár þótt manni detti það ekki í hug þegar maður sér brúna hnetuna í verslun. Olían er sérstaklega góð fyrir þurra og viðkvæma húð. Hún virkar líka á sólbruna. Gwyneth Paltrow segir að leyndar- málið við fallega húð sé kókosolía. Hér eru tíu notkunarmöguleikar kókosolíu ● Ef hárendar þínar eru þurrir skaltu nudda kókosolíunni milli fingr- anna og bera á hárendana. ● Gott er að bera olíuna á þurr nagla- bönd tvisvar á dag. ● Blandaðu olíuna með sykri og burstaðu líkamann eftir sturtu með blöndunni. Húðin verður silki- mjúk. ● Settu smávegis olíu á varirnar rétt áður en þú ferð að sofa og leyfðu henni að virka yfir nóttina. ● Til að hreinsa húðina eftir förð- un er gott að nudda olíu í húðina og hreinsa síðan með rakri bómull. ● Berðu kókosolíuna létt í kringum augun til að forðast hrukkur. Pass- aðu að hún fari ekki í augun. Láttu liggja á húðinni í 15 mínútur og þvoðu þá af með volgu vatni. ● Gott er að bera olíuna á kroppinn eftir sturtu. ● Ef þú ert svo óheppin að sólbrenna er gott að bera ríkulega af kókosolíu á brunasvæðið. ● Notaðu kókosolíu á húðina fyrir rakstur til að forðast óþægindi. Auðveldara er að skola rakvélar- blaðið þegar olían situr á því. ● Þurrkur í hársverði. Settu vel af kókosolíunni í hársvörðinn og láttu vera í að minnsta kosti 5 mínútur áður en hárið er þvegið. Vönduð kókosolía er sérstaklega góð fyrir þurran hársvörð.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.