Fréttablaðið - 21.06.2014, Side 68

Fréttablaðið - 21.06.2014, Side 68
21. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 32 Krakkagátur Hvað heitirðu! Freyja Dís. Hvað ertu gömul? Níu að verða tíu í haust. Hvað er skemmtilegast við bækur? Veit það ekki alveg, bara að lesa þær. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Pappírs-Pésa. Hún var um það að hann fór í sveit og hitti stelpu sem var frænka Magga og Pappírs-Pési vildi fela að hann væri lifandi. Þegar hún komst að því að Pappírs-Pési var lifandi bjó hún til sína eigin pappírs- stelpu. Og þau týndust í heyinu. Hvaða bók lastu á undan Pappírs-Pésa? Það var önnur bók um Pappírs-Pésa. Manstu eftir fyrstu bók- inni sem var í uppáhaldi hjá þér? Pabbi var alltaf að lesa fyrir mig Sætabrauðsdreng- inn þegar ég var lítil, mér fannst hún mjög skemmtileg. Hvers lags bækur þykja þér skemmtilegastar? Spennu- bækur eða bækur sem eru spennandi. Í hvaða skóla gengur þú? Árbæjarskóla. Ferðu oft á bókasafnið? Já, svolítið. Oftast á þetta bóka- safn (Ársafn). Hver eru þín helstu áhugamál? Klifur og box, núna er ég á bootcamp- námskeiði. Ertu búin að lesa Ronju Ræningjadóttur? Nei, ég hlakka til að lesa hana. Freyja Dís 9 áraLestrarhestur vikunnar Að venju efna Borgarbókasafn og Reykjavík Bókmenntaborg til sumarlesturs á meðal barna. Fyrir hverja lesna bók skrá les- endur nafn sitt og titil bókarinnar á þar til gerða miða og skila í kassa sem eru í öllum söfnum Borgarbókasafns. Vikulega er dregið eitt nafn úr kassanum og Lestrarhestur vikunnar útnefndur, sem hlýtur bók að launum frá Forlaginu. Hvað er það sem ég á og þú notar eins og þér sýnist? 1. Hver er þinn æðsti draumur? Að allir leiki sér saman í alls konar leikjum og að allar fjöl- skyldurnar og vinirnir séu saman og allir leggi sig fram um að hafa gaman. 2. Af hverju ertu svona sterk? Af því að ég get allt sem ég vil, ef ég er dugleg að æfa mig og trúi nógu mikið að ég geti það, þá hefst það auðvitað á endanum! 3. Hvað heitir hesturinn þinn? Ég kalla hann bara Litla Kall! Það heitir hann bara. 4. Hvað áttu marga gullpeninga? Ég er ekkert voðalega góð í fargnöldrun þó að ég geti flest en ég myndi giska á hoon- hundrað-sjötjúfúsund-átta- tíuogtuttuguogníuþúsund. 5. Hvar er pabbi þinn? Hann er einhvers staðar í Karíbahafinu, þar sá ég hann síðast að minnsta kosti. Við vorum á sjóræningjaskipinu okkar á siglingu þegar alda kom úr óveðrinu og steypti pabba mínum í sjóinn. Ég hugsa að hann hafi flotið á skipinu á einhverja eyju þar sem hann situr og hámar í sig hákarla úr sjónum. Skipið okkar nær svo í hann og kemur með hann til mín á Sjónarhól, örugglega. Það vona ég að minnsta kosti. Óhrædd Lína Lang- sokkur skilur ekki hvers vegna maður ætti að vera hræddur. Nafnið mitt Hvað er það sem lengist og styttist í senn? Ævin Hvað varð um strákinn sem var svo flinkur að herma eftir fuglunum? Kötturinn át hann. Hvað er það sem er samsett úr mörgum götum en getur þó haldið vatni? Svampur. Hvað er það sem sekkur í sæ en blotnar ekki? Sólin. Bragi Halldórsson 101 6. Númer hvað eru skórnir þínir? Það stendur á þeim 47! 7. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Sjóræningi!! Eins og pabbi minn. 8. Hvort er skemmtilegra, Tommi eða Anna? Þau eru bæði bestu vinir mínir! 9. Ertu hrædd við eitthvað? Nei, auðvitað ekki! Til hvers er það eiginlega? 10. Er sviðið í Borgarleik- húsinu nógu stórt fyrir þig? Í vetur að minnsta kosti! Notar skó númer 47 Lína Langsokkur stígur á stóra sviðið í Borgar- leikhúsinu í vetur þar sem hún ætlar að skemmta áhorfendum á öllum aldri. Hún á fullt af gullpeningum og hest sem hún kallar bara Litla Kall.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.