Fréttablaðið - 21.06.2014, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 21.06.2014, Blaðsíða 66
KYNNING − AUGLÝSINGHúð og hár LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 20148 HUNANG Á VANGA Hunang hefur lengi verið notað sem rakagefandi maski á húð. Það er talið búa yfir bakteríudrepandi eigin- leikum og á að virka græðandi á húðina. Hunang má nota bæði til að hreinsa andlitið og einnig sem rakagefandi maska. Andlitshreinsir Nuddið einni matskeið af hunangi á allt andlitið og látið bíða í tvær mínútur. Skolið af með volgu vatni. Maski Berið gott lag af hunangi yfir hreina húð. Berið á allt andlitið. Slakið á í tíu mínútur áður en hunangið er hreinsað af með volgu vatni og þvottaklút. vintageamanda.com NOKKUR GÓÐ RÁÐ FYRIR HÁRIÐ Til að fá hárið til að líta sem best út er gott að fylgja þessum ráðum. ● Þegar hárið er þurrkað með hárblásara er mikilvægt að setja hitavörn í það. Ekki er sniðugt að nota heitustu stillinguna og helst á að halda blásaranum í tuttugu sentí- metra fjarlægð frá lokkunum. ● Gott er að láta klippa endana á síðu hári með reglulegu millibili eða á sex til átta vikna fresti til að koma í veg fyrir klofna enda. ● Streita, reykingar og slæmar matarvenjur geta gert hárið líflaust og viðkvæmt. ● Hárið er viðkvæmast þegar það er blautt, því er sniðugt að bíða með að bursta það eða greiða þar til það er að mestu orðið þurrt. ÞURRSJAMPÓ GETA FRÍSKAÐ UPP Á FITUGT HÁR Lengi hefur verið vitað að of tíður hárþvottur með sjampói fer ekki vel með hárið þar sem sápan þurrkar upp bæði hárið og hársvörðinn. Því hafa margir sérfræðingar mælt með því að hárið sé þvegið sjaldnar og sumir ganga svo langt að aldrei skuli notað sjampó. Með þessu eigi hárið ekki aðeins að verða heilbrigðara heldur verði það með tímanum fallegra, glansi meira og verði viðráðanlegra í alla staði. Þurrsjampó hafa verið til allt frá sjöunda áratugnum, mis- góð þó. Síðastliðin ár hefur þó orðið nokkur framþróun í efnunum sem gerir að verkum að æ fleiri nýta sér þau þá daga sem venjulegri sturtuferð er sleppt. Hlutverk þurrsjampósins er að draga í sig fitu sem hylur hárið og gerir það slappt og og ljótt. Góð þurrsjampó eiga hins vegar ekki að þurrka hársvörðinn. Flest þurrsjampó fást nú í spreybrúsum. Besta leiðin er að halda brúsanum um 15 cm frá höfðinu og spreyja jafnt yfir greitt hárið. Yfirleitt þarf að láta efnið bíða í fimm til tíu mínútur áður en hárið er greitt til að losna við það sem eftir er af sjampóinu. Til dæmis er gott að bursta hárið með höfuðið á hvolf. Einnig má nota hárþurrku við verkið. Ekki er mælt með að nota þurrsjampóið eingöngu heldur aðeins nokkrum sinnum en þvo þess á milli hárið á venjulegan máta með vatni og sjampói. Þurrsjampóið hreinsar nefnilega ekki húðflögur og ryk úr hárinu. Of tíðar sturtuferðir með tilheyrandi sjampónotkun geta þurrkað bæði hár og hársvörð. „EFTIR AÐ ÉG BYRJAÐI AÐ NOTA TREVOR SORBIE FYRIR SÍTT HÁR ER MUN AUÐVELDARA AÐ GREIÐA HÁRIÐ OG EIGA VIÐ ÞAÐ. HÁRIÐ ILMAR VEL OG HELST MJÚKT ALLAN DAGINN“ HÁRLÍNA ÞRÓUÐ AF FÆRUSTU HÁRSNYRTUM TREVOR SORBIE ALLAR VÖRURNAR ERU ÁN PARABENA FÆST Í HAGKAUP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.