Fréttablaðið - 21.06.2014, Side 16
21. júní 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Þ
að hefur löngum þótt einkennandi fyrir verklag
hér á landi að vinna hluti á síðustu stundu. Örfáum
klukkustundum fyrir opnun sýninga eða stórvið-
burða er oftar en ekki allt á rúi og stúi, iðnaðarmenn
á hlaupum og rusl úti um allt. Oftar en ekki bjargast
hlutirnir einhvern veginn fyrir horn. Þetta reddast.
Sprengingu í fjölda ferðamanna síðustu ár virðist hins vegar
mega líkja við partí þar sem gleymdist að láta húsráðendur vita
af gestakomunni. Veislan er
byrjuð þegar húsráðendur átta
sig og fara að reyna að halda í
horfinu og passa að húsið verði
ekki rústað.
Raunar er furðulegt að við
skulum ekki vera lengra komin
í að búa ferðaþjónustu umgjörð
sem tryggir sjálfbærni geir-
ans, að ekki verði gengið svo á náttúruna að skemmdir hljótist
af og að ferðamenn verði ekki fældir frá landinu aftur með
okri og handahófskenndri ákvarðanatöku. Það verður torvelt að
finna öllum þessum nýju hótelum hlutverk ef ferðamenn hættir
að langa til Íslands.
Nú er nýhafin gjaldtaka á vinsælum ferðamannastöðum,
þar sem ekki hefur verið innheimtur aðgangseyrir áður. Við
Kerið hefur bæst gjaldtaka í landi Reykjahlíðar fyrir norðan,
við Leirhnjúk og austan Námaskarðs. Landeigendur hafa stigið
þetta skref í andstöðu við samtök ferðaþjónustu í landinu og að
því er virðist stjórnvöld.
Afstaða þeirra er hins vegar um margt skiljanleg. „Þetta
snýst ekkert um frjálsa för fólks heldur flutning á fólki inn á
okkar svæði þar sem einhverjir græða á meðan við þurfum að
borga alla uppbyggingu. Þetta er löngu komið út fyrir ein-
hvern almannarétt. Jónsbók var ekki hugsuð um það að selja
þúsundum ferðamanna ár hvert inn á svæði í einkaeigu,“ sagði
Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykja-
hlíðar, í viðtali við Fréttablaðið í vikunni.
Sömu lögmál eiga við á Geysi þar sem ríkið kom fyrr á þessu
ári, í krafti eignarhlutar á svæðinu, í veg fyrir áframhaldandi
gjaldtöku.
Stefnuna vantar hins vegar. Raunar er furðulegt að enn þá
skuli vera fundahöld, japl, jaml og fuður um hvernig skuli
staðið að uppbyggingu og vernd ferðamannastaða. Að Samtök
ferðaþjónustunnar skuli í júní 2014 vera með fundaröð um
landið vegna gjaldtöku til uppbyggingar á ferðamannastöðum.
Að lagarammann skorti. Sofandahátturinn er algjör og í takt
við stefnu stjórnvalda síðustu áratugi þegar kemur að nátt-
úruminjum og náttúruvernd.
Haldi áfram vandræðagangur og stefnuleysi hvað varðar
umgjörð, viðhald, uppbyggingu og verndun vinsælla ferða-
mannastaða hér á landi er erfitt að spá fyrir um málalok. Hvort
gjaldtökuskýli landeigenda hér og hvar um landið verði til þess
að skaða orðspor landsins sem náttúruparadísar, eða hvort
einhvers konar jafnvægi náist. Hvort fjármunir sem aflað er
fari örugglega í þau verkefni sem lýst var yfir að þeir ættu að
gera. Einhvern veginn verður þetta. En hvort það reddast, það
er óvíst.
Vinda þarf ofan af óheillaþróun í ferðaþjónustu.
Partí úr böndum
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is
Samtök atvinnulífsins létu það álit í ljós á dögunum að afnema ætti þá undanþágu frá samkeppnislögum sem
afurðasölufyrirtæki í mjólkur-
iðnaði njóta. Þetta leiddi til nokk-
urra ýfinga innan dyra. Afurða-
sölurnar ríghalda í þessa skipan.
Alþingi ákvað þetta frávik frá
meginreglum samkeppnisréttar-
ins á sínum tíma. Mikið vatn hefur
runnið til sjávar síðan. Fyllilega
var því tímabært að einhver ræki
hornin í þessa tímaskekkju.
Með nokkurri einföldun má
segja að samkeppnisréttur-
inn geymi brýnustu siðareglur
viðskiptalífsins.
Frá leitt væri að
halda því fram
að siðgæðisvit-
und þeirra sem
halda vilja í
undanþáguna sé
rýrari en ann-
arra sem stunda
viðskipti. En
fram hjá því verður ekki litið að
þetta eðli sam keppnis réttarins
gerir ríkari kröfur til rökstuðn-
ings fyrir frávikum en fram
hefur komið.
Þegar að öllu er gætt er mjólk
alls ekki þeirrar sérstöku nátt-
úru að viðskipti með hana þurfi
að vera á einhverju öðru plani en
almennt gengur og gerist. Ekki
kæmi á óvart að margir bændur
hefðu í raun metnað til þess að
vera ekki á undanþágu frá lög-
bundnum siðareglum þegar kemur
að við skiptum með afurðir þeirra.
Athyglisvert er að ekkert hefur
heyrst um afstöðu stjórnvalda til
þessa álitaefnis. En í raun gefur
þessi litla áminning Samtaka
atvinnulífsins tilefni til að spyrja
spurninga um landbúnaðarkerfið í
heild. Hver er framtíðarsýn stjórn-
valda með þessa rótgrónu atvinnu-
grein?
Frjáls landbúnaður
Enginn atvinnuvegur býr við jafn rammgerð höft og land-búnaðurinn. Bændur njóta
framtakssemi sinnar upp að
ákveðnu marki. Eigi að síður lýtur
vöxtur og viðgangur greinarinnar
pólitískri miðstýringu. Það merki-
lega er að um landbúnaðarstefnuna
hefur verið breið sátt. Ágrein ingur
um hana hefur ekki komið upp á
ríkisstjórnarborðið í áratugi.
Á það er að líta í þessu sam-
hengi að framleiðniaukning hefur
orðið í flestum greinum land-
búnaðarins. Búskapur er víða til
fyrir myndar. Vöruvöndun hefur
farið fram og vöruframboð batn-
að. Því má heldur ekki gleyma að
landbúnaður er ríkisstyrktur í
flestum ríkjum þó að óvíða sé það
í jafn miklum mæli og hér. Allt
kunna þetta að vera skýr ingar á
þeirri kyrrð sem ríkt hefur um
landbúnaðarstefnuna.
Þrátt fyrir þetta bendir margt
til að komið sé að vegamótum.
Að minnsta kosti er engan veg-
inn sjálfgefið að unnt sé að halda
áfram á sömu braut. Ekki er einu
sinni víst að vilji til að halda í
gamalt kerfi dugi til að halda í
horfinu. Aðstæður eru að breytast
það hratt að ekki verður hjá því
komist að horfast í augu við það
sem skrifað er á vegginn. Velja
þarf nýja leið til að viðhalda land-
búnaði í landinu.
Allar grundvallarbreytingar
eru flóknar og viðkvæmar. Eins
og ævinlega þegar hagsmuna-
árekstrar verða munu ýmsir telja
að þeir verji stöðu sína best með
því að horfast ekki í augu við
breytta tíma og nýjar aðstæður.
En þá er hollt að hafa í huga að öll
miðstýrð kerfi hafa sinn tíma og
engum er greiði gerður með því að
festast í tímaskekkju.
Komið að vegamótum
Þótt litið sé fram hjá gömlum og nýjum hugmyndafræði-legum ágreiningi um mið-
stýringu og markaðslögmál blasa
nú við fjölmörg atriði sem eru aug-
ljós viðvörunarmerki. Nefna má
tvö til skýringar:
Annað veit að skattgreiðendum.
Þeir geta ekki greitt niður ríkis-
skuldirnar með þeim hraða sem
nauðsyn krefur. Þá ráða þeir ekki
við þá miklu og óhjákvæmilegu
fjárfestingu í húsnæði og tækni
í heilbrigðiskerfinu sem fram
undan er á næsta áratug. Við svo
búið hafa skattborgararnir ein-
faldlega ekki efni á þeim gríðar-
legu háu styrkjum sem nú renna
til landbúnaðarins. Þessi forgangs-
röðun verður ekki umflúin. Og
þegar skattborgararnir breytast í
launafólk og neytendur hafa þeir
heldur ekki efni á þeirri ramm-
gerðu tollvernd sem er við lýði.
Hitt atriðið veit að bændunum
sjálfum. Því eru einfaldlega tak-
mörk sett hversu langt er unnt að
ganga í hagræðingu og fækkun
býla til að ná nauðsynlegri fram-
leiðniaukningu. Heilu héruðin
munu óhjákvæmilega láta undan
að öllu óbreyttu. Margt bendir til
að eina leiðin til framleiðniaukn-
ingar í framtíðinni sé aukið oln-
bogarými á stærri mörkuðum og
meira verslunarfrelsi.
Sumir munu ekki standast slíkar
breytingar en aðrir munu finna í
þeim nýja viðspyrnu. Alltént er
engin átakalaus leið sýnileg fyrir
bændur. En vöxturinn í ferðaþjón-
ustu mun auðvelda byggðunum að
laga sig að nýjum aðstæðum í land-
búnaði ef menn opna augun.
Það er fyrst og fremst viðfangs-
efni stjórnmálanna að bregðast
við. En áhyggjuefni er að land-
búnaðarráðherrann sýnir enga
skapandi hugsun um nýjar leiðir
og ný markmið. Svo eru það þeir
sem gæta hagsmuna launafólks
og framleiðenda. Þeir verða
einnig að taka þátt í málefnalegri
umræðu.
Augljós viðvörunarmerki
++