Fréttablaðið - 25.06.2014, Page 1
ORKUMÁL Raforkuflutningar til
Eyjafjarðar eru afar ótryggir
og þurfa mörg stór fyrirtæki að
treysta á skerðanlegan orkuflutn-
ing og hefur það áhrif á atvinnu-
starfsemi í Eyjafirði. Fyrirtæki
á svæðinu hafa þurft að keyra á
varaaflstöðum knúnum steinolíu
þegar raforka hefur verið skert til
þeirra. Becromal á Akureyri tekur
rúmlega 80 prósent af allri raf-
orku sem kemur inn á Eyjafjarðar-
svæðið. Nú er svo komið að nýr
iðnaður getur ekki sest að á Eyja-
fjarðarsvæðinu því flutningslínur
inn á svæðið eru fulllestaðar.
Þórður Guðmundsson, forstjóri
Landsnets, segir ástandið alls
ekki gott. „Það er vissulega rétt
að þessi mál eru ekki í góðum far-
vegi. Blöndulína þrjú hefur verið
á teikniborðinu lengi og höfum við
beðið í um fimm ár. Landsnet væri
búið að fjárfesta í flutningi inn á
Eyjafjarðarsvæðið fyrir um 12-15
milljarða ef sveitarfélög væru
búin að klára skipulagið hjá sér.
Þau hafa dregið lappirnar.“
Unnsteinn Jónsson, verksmiðju-
stjóri Vífilfells á Akureyri, segir
raforkuflutninginn setja starf-
seminni hjá fyrirtækinu nokkrar
skorður. „Við höfum verið að
keyra á olíu í vor sem og síðasta
vor. Við kaupum trygga orku en
ótryggan flutning. Flutningurinn
á raforkunni er þannig að okkur
stendur ekki til boða að kaupa
trygga raforkuflutninga frá
Landsneti því byggðalínan býður
ekki upp á það. Þetta setur okkur
í afar erfiða stöðu,“ segir Unn-
steinn.
Kristín Halldórsdóttir, mjólkur-
bússtjóri MS á Akureyri, segir
fyrirtækið einnig í erfiðri stöðu.
„Við höfum keyrt steinolíukatla til
að búa til gufu til þess að fram-
leiða vörur hjá okkur, sem er
fjórum sinnum dýrara en raf-
magn.“ - sa / sjá síðu 6
FRÉTTIR
R ósa Þorvaldsdóttir, meistari í snyrtifræðum, kennari og fótaaðgerðafræðingur, er eigandi Snyrtimiðstöðvarinnar Lancome. Hún hefur rekið eigin stofu samfellt í 35 ár. „Við tökum á móti fólki á öllum aldri, konum og körlum, í slakandi andlits- og líkamsmeðferðir og leggjum mikið upp úr þægilegu andrúmslofti. Ég fæ fólk til mín í alls konar ástandi og okkar mark-mið er alltaf að hjálpa fólki að líða betur í líkama og sál.“
MÆLIR MEÐ GOJIBERJUMHverri meðferð fylgir húðgreining og ráðleggingar um umhirðu húðar, segir
Rósa. „Ég er með mismunandi ráð-leggingar fyrir hvern og einn en bendi
öllum á að borða hollt og fara vel með
líkamann. Gojiber eru ein næringar-ríkasta fæða sem ég veit um og algjört
töfraefni fyrir húðina, neglurnar og hárið. Ég bendi mörgum á að ef þeir vilja fallegt og heilbrigt útlit eru gojiber
frábær lausn. Ég tek sjálf gojifæðubótar-
efni daglega því mér finnst það minnka
sykurþörf og gefa mér nauðsynlega við-
bótarorku. Einfalt og þægilegt,“ segir Rósa og brosir.
Gojiber eru af mörgum talin næringarríkasta fæða sem finnst í nátt-úrunni
amínósýrum, víta mínum og steinefnum
og einstaklega rík af andoxunarefnum
sem vinna gegn öldrun og gefa húð, hári
og nöglum fallegan ljóma. Einnig bæta
þau sjónina, skerpa hugsun, auka lífs-orku og styrkja ónæmiskerfið
HAMINGJUBERINBALSAM KYNNIR Gojiber – nýtt frá Natural Health Labs. Stuðlar að hreysti
og langlífi ásamt því að gefa húð, hári og nöglum fallegan ljóma. Tilvalið
fyrir þá sem vilja neyta gojiberja á auðveldan og þægilegan máta.
MÆLIR MEÐ GOJI „Gojiber eru ein næringarríkasta fæða sem ég veit um og
algjört töfraefni fyrir húðina, neglurnar og hárið,” segir Rósa.
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerískgæðavara
Amerískgæðavara
RÁÐLÖGÐ NOTKUN
Taktu eitt til þrjú hylki m ð
HÁDEGISTÓNLEIKAR Í HALLGRÍMSKIRKJUKammerkórinn Schola cantorum stendur fyrir hádegistón-
leikum á miðvikudögum í Hallgrímskirkju í sumar. Fluttar
verða kórperlur eftir íslensk tónskáld ásamt íslenskum
þjóðlögum. Tónleikarnir hafa jafnan hlotið lof áheyr-
enda. Nánar á www.scholacantorum.is.
www.visir.is Sími: 512 5000 |
Miðvikudagur 25. júní 2014 | 38. tölublað | 10. árgangur
Launavísitala í maí hækkar
Launavísitala í maí 2014 er 480,4 stig og hækkaði um 0,4 prósent frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 5,2 pró-sent. Hagstofan greinir frá þessu.
Vísitala kaupmáttar launa í maí 2014 er 117,0 stig og hækkaði um 0,3 prósent frá fyrri mánuði. Síð-ustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 2,7 prósent.
Í launavísitölu maímánaðar gætir áhrifa kjara-samninga fjármálaráðherra fyrir hönd íkissjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga við nokkur stéttar félög opinberra starfsmanna sem undir-ritaðir voru í mars og apríl 2014. - rkr
Semja um smíði ísfi sktogara
Stjórn HB Granda hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við tyrknesku skipasmíðastöðina Celiktr-ans Deniz Insaat Ltd. um smíði á þrem ísfisktog-uru á d ll
TAKTU GRÆNU
SKREFIN
MEÐ OKKUR!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Miðvikudagur
12
2 SÉRBLÖÐ
Markaður | Fólk
Sími: 512 5000
25. júní 2014
147. tölublað 14. árgangur
Okkur stendur ekki til boða að kaupa trygga raf-
orkuflutninga frá Landsneti því byggðalínan býður ekki
upp á það. Þetta setur okkur í afar erfiða stöðu.
Unnsteinn Jónsson,
verksmiðjustjóri Vífilfells á Akureyri.
SKOÐUN Þorsteinn Már Baldvinsson
skrifar um kæru Samherja á hendur
héraðsdómara. 12
SPORT Kristján Gauti Emils son ætlar
sér aftur í atvinnumennsku. 26
Orri Helgason gekk sýningarpallinn
fyrir Versace um nýliðna helgi. 30
Opið allan sólarhringinn
í Engihjalla, Vesturbergi
og Arnarbakka
THE MORE YOU USE IT
THE BETTER IT LOOKS
STÖKKTU
9.990 kr.
FRÁ
ÚTLANDA
TIL
➜ Becromal orkufrekt
■ Becromal ■ Þjónusta
■ Heimili ■ Annað ■ Annar iðnaður
82,11%
5,15%
7,31%
4,96%
0,48%
Bolungarvík 13° S 4
Akureyri 14° S 2
Egilsstaðir 15° S 6
Kirkjubæjarkl. 11° A 5
Reykjavík 13° ASA 6
Væta víða á landinu í dag en þurrt að
mestu á Vestfjörðum. Strekkingur með
S-ströndinni en annars fremur hægur
vindur. Hiti 10-18 stig. 4
STJÓRNMÁL Stjórnarskrárnefnd
hefur einkum fjallað um fjóra
málaflokka þá mánuði sem hún
hefur verið að störfum; það er
þjóðaratkvæðagreiðslur á grund-
velli undirskrifta, framsal vald-
heimilda í þágu alþjóðasamvinnu,
auðlindir og umhverfisvernd.
Stjórnarskrárnefnd kynnti
fyrstu áfangaskýrslu sína í gær.
Nefndin var skipuð fulltrúum allra
flokka sem áttu sæti á Alþingi í
nóvember síðastliðnum. Nefndin
heldur þeim möguleika opnum að
kjósa um breytingar á stjórnar-
skránni samhliða forsetakosn-
ingum 2016.
Skúli Magnússon, héraðs dómari
og fulltrúi Framsóknarflokksins í
nefndinni, segir að skýrslan beri
ekki með sér mikil átök þótt menn
séu ekki endilega sammála um
allt.
- fbj / sjá síðu 4
Hugsanlegt að kosið verði um breytingar á stjórnarskrá Íslands árið 2016:
Ekki sammála um allar breytingar
STJÓRNARSKRÁRNEFND Stjórnar-
skrárnefndin vill umræður um álitaefni.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Raforka með
öllu uppseld
í Eyjafirði
Raforkuflutningar eru í molum að mati fyrirtækja á
Akureyri sem þurfa að keyra á steinolíu sem varaafli.
Landsnet getur ekki tryggt raforkuflutninga. „Sveitar-
félögin hafa dregið lappirnar,“ segir forstjóri Landsnets.
Fær ekki vegabréf
Tíu ára gömul íslensk stúlka fær ekki
vegabréf því nafnið hennar er ekki
samþykkt af Þjóðskrá. 2
Gjaldtaka fælir frá Starfsmenn
Vatnajökulsþjóðgarðs hyggjast hætta
að beina fólki á fjöruna í Stokksnesi
eftir að gjaldtaka hófst þar. 6
Kærastar hefna sín Framkvæmda-
stýra Kvennaathvarfsins segir algengt
að menn í ofbeldissamböndum hefni
sín með því að birta grófar myndir af
konum sem leita til athvarfsins. 8
Skutu niður þyrlu Uppreisnarmenn
í Úkraínu skutu niður herþyrlu þrátt
fyrir að vopnahlé í landinu. 10
VIÐ RÁSMARKIÐ Á sjöundu
milljón króna höfðu safnast
í gærkvöldi í áheitum á þátt-
takendur í WOW Cyclothon-
keppninni. Keppnin hófst í gær
og ætla þátttakendur að hjóla
hringinn í kringum landið á
þremur sólarhringum. Þeir
peningar sem safnast verða
notaðir til styrktar bæklunar-
skurðdeild Landspítalans.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL