Fréttablaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 16
25. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT
„Ég hef alltaf haft mik-
inn áhuga á þjóðarsál
mismunandi landa og
leikið mér að því að sál-
greina hin ýmsu sam-
félög. Þó hafði ég aldrei
sérstakan áhuga á Íslandi
til forna fyrr en ég hóf
að læra þjóðfræði við
Háskóla Íslands og sat þar
áfanga með hinu skemmti-
lega nafni Lúsakambar,
hlandkoppar og kynlíf,“
segir Alda Sigmundsdótt-
ir, rithöfundur bókarinnar
The Little Book of the Ice-
landers in the Old Days sem
er nýútkomin. „Ég heillað-
ist gjörsamlega af lífi landa
minna á öldum áður og fylltist jafn-
framt aðdáun á því hvernig þeim tókst
að glíma við margvíslega erfiðleika
og takast á við svo ótal margt sem er
fjarri okkur í dag. Þessir þjóðhættir
eiga enn mikið erindi
við okkur í dag, enda
hafa margir þeirra lagt
grunninn að okkar sér-
íslensku menningu.“
Fyrsta bók Öldu,
The Little Book
of the Icelanders,
fjallaði á léttan og
skemmtilegan hátt
um þjóðar sál og
þjóðareinkenni
Íslendinga. Bókin
naut gífurlegra
vinsælda og seld-
ist í tugþúsund-
um eintaka frá
árinu 2012. En hvers
vegna fór út hún í skriftir á ensku?
„Þetta byrjaði allt saman út frá blogg-
síðu sem ég var að halda úti og var
orðin ansi vinsæl. Bloggið fjallaði um
málefni Íslands á ensku en ég upp-
lifði mikinn áhuga á Íslendingum
erlendis frá. Fólk vildi helst fá að vita
hvaða áhrif hrunið hafði á venjulegt
fólk,“ segir Alda sem er vön að skrifa
á ensku. Hún ólst upp í Kanada með
ensku sem fyrsta mál.
The Little Book of the Icelanders in
the Old Days er byggð á heimildum og
fjallar um Íslendinga í bændasamfé-
laginu til forna en bókin er skrifuð í
léttum stíl. „Þetta er ekki fræðibók og
ég hef reynt að draga fram það fyndna
og skrítna í fari landans til forna, en
þó með mikilli hlýju og virðingu fyrir
þrautseigju fólks og dugnaði við að lifa
af í skugga kúgunar, fátæktar, sorgar
og annarra erfiðleika.“ Alda segir bók-
ina auðlæsilega fyrir Íslendinga þrátt
fyrir að hún sé á ensku og sé ætluð
ferðamönnum og öðrum Íslandsvinum.
Teikningar í bókinni eru eftir Megan
Herbert en Erlingur Páll Ingvarsson
sá um útlit og hönnun. Bókin fæst í
öllum helstu bókaverslunum landsins.
marinmanda@frettabladid.is
Heillaðist af séríslenskri
fornri menningu og hjátrú
Alda Sigmundsdóttir skrifaði bók um þjóðareinkenni Íslendinga til forna.
MERKISATBURÐIR
1244 Flóabardagi var háður á Húnaflóa. Þar börðust Þórður
kakali og Kolbeinn ungi Arnórsson, aðallega með grjóti.
1632 Fasilides gerði eþíópísku kirkjuna aftur að þjóðkirkju.
1667 Kristján 5. konungur Danmerkur og Íslands kvæntist
Charlotte Amalie af Hessen-Kassel.
1809 Trampe greifi var tekinn höndum í Reykjavík af Samuel
Phelps og Jörundi.
1930 Dönsku konungshjónin koma til Reykjavíkur vegna
Alþingis hátíðarinnar.
1950 Heiðmörk er lýst friðland Reykvíkinga.
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir,
tengdamóðir og amma,
MARÍA STEFÁNSDÓTTIR
Akurgerði 5d, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 19. júní.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 27. júní kl. 13.30. Sérstakar
þakkir til starfsfólks Heimahlynningar og Lyflækningadeildar
Sjúkrahússins á Akureyri fyrir góða og hlýja umönnun.
Þorgeir Smári Jónsson
Stefán Bragi Bragason
Sandra Rut Þorgeirsdóttir Gestur B. Mikkelsen
Heiður Ósk Þorgeirsdóttir Georg Fannar Haraldsson
Stefán Bragi Þorgeirsson Sandra Marý Arnardóttir
Jón Kristinn Þorgeirsson
Katrín Elva, Ívar Örn, Anton Smári
og aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginkona, móðir, stjúpmóðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR
Ársölum 5, Kópavogi,
lést á LSH 11E laugardaginn 21. júní
síðastliðinn. Útförin fer fram frá Bústaða-
kirkju föstudaginn 27. júní kl 13.00.
Erling Aðalsteinsson
Björg Erlingsdóttir
Ingimar Örn Erlingsson Kristín Katrín Guðmundsdóttir
Auður Jóna Erlingsdóttir Sigurður Haukur Gestsson
Guðbjörg Erlingsdóttir Carl-Henrick Nilsson
Adolf Ingi Erlingsson Þórunn Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
BALDVINA ÞORVALDSDÓTTIR
Birkihlíð 5, 550 Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki
sunnudaginn 15. júní. Jarðsett verður
frá Sauðárkrókskirkju 27. júní kl. 14.00.
Sigurlaug Steingrímsdóttir Guðmundur Gíslason
Garðar Haukur Steingrímsson Halla Rögnvaldsdóttir
Kári Gunnarsson
Sigríður Steingrímsdóttir Þorsteinn Einarsson
Þorvaldur Steingrímsson Svanhvít Gróa Guðnadóttir
Sævar Steingrímsson Ingileif Oddsdóttir
Friðrik Steingrímsson Steinvör Baldursdóttir
Bylgja Steingrímsdóttir Auðunn Víglundsson
Steingrímur Steingrímsson Sæunn Eðvarðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN GUÐNADÓTTIR
frá Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð,
verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju
föstudaginn 27. júní kl. 13.30.
Gunnar Helgi Guðmundsson Jóna Baldvinsdóttir
Guðni Marís Guðmundsson Helga Jóhanna Jósefsdóttir
Samúel Jóhann Guðmundsson Kolbrún Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR VILMAR MAGNÚSSON
frá Kirkjubæ, Akranesi,
Réttarholti 15, Selfossi,
lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum
laugardaginn 21. júní. Útförin verður auglýst
síðar.
Helga Einarsdóttir
Björk Guðmundsdóttir Dan Brynjarsson
Alma Guðmundsdóttir Emil Guðjónsson
Hlynur Guðmundsson Ingibjörg R. Hjálmarsdóttir
og barnabörn.
Okkar ástkæri
SAMÚEL RICHTER
bifvélavirki,
Gnoðarvogi 80,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
föstudaginn 20. júní. Útför hans fer fram
frá Langholtskirkju föstudaginn 27. júní kl.
13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðmunda S. Halldórsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GEIRLAUGUR JÓNSSON
bókbindari,
lést þann 16. júní sl. Útförin verður gerð frá
Dómkirkjunni föstudaginn 27. júní kl. 13.00.
Hrönn Geirlaugsdóttir
Sigríður Hulda Geirlaugsdóttir Paulo Weglinski
Freyr Ómarsson Sigrún Ásta Einarsdóttir
Þór Weglinski
Jóhanna Weglinski
Okkar ástkæri
KRISTINN GUNNARSSON
viðskipta- og hagfræðingur,
lést laugardaginn 21. júní á Hjúkrunar-
heimilinu Ísafold.
Sólveig Ingimarsdóttir
Elísabet Kristinsdóttir
Ingimar Hallgrímur Kristinsson Aðalheiður Sigurðardóttir
Gunnar Ásgeir Kristinsson
Sólveig Ragnheiður Kristinsdóttir Gestur Hjaltason
Sverrir Kristinn Kristinsson Sigurborg Eyjólfsdóttir
Þorbjörg Elín Kristinsdóttir Pétur Helgason
barnabörn og barnabarnabörn.
SKRIFAR Á ENSKU
Alda Sigmundsdóttir segir bókina
vera á léttu nótunum og skemmti-
lega lesningu fyrir alla.