Fréttablaðið - 25.06.2014, Page 2

Fréttablaðið - 25.06.2014, Page 2
25. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS Kristinn, er enginn Fram- gangur í þessu? Nei, við Framarar viljum fara að sjá Fram-kvæmdir. Kristinn Traustason er formaður íbúasam- taka í Grafarholti og Úlfarsárdal. Samtökin og íþróttafélagið Fram eru langþreytt á hægagangi borgaryfirvalda í uppbyggingu á íþróttasvæðinu. DÓMSMÁL Lýður Guðmundsson og Sigurður Valtýsson voru í gær sýknaðir af ákæru sérstaks saksóknara um umboðssvik og brot gegn hlutafélagalögum sem stjórnarmenn í Vátryggingafélagi Íslands (VÍS). Ólafur Þór Hauksson, sér stakur saksóknari, segir að embættið muni nú fara yfir niðurstöður dómsins. Það sé í höndum ríkis- saksóknara að ákveða hvort mál- inu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Í fyrsta lagi var ákært vegna 59 milljóna króna láns sem Lýður fyrir hönd VÍS átti að hafa veitt Sigurði í febrúar 2009 og var ítrekað fram- lengt. Í öðru lagi tug milljóna lán Sigurðar, fyrir hönd VÍS, til Korks ehf., félags í eigu Lýðs og Ágústs bróður hans, sem var framlengt og hækkað sex sinnum. Í niðurstöðu dómsins segir að ákæruvaldið hafi ekki sannað sekt manna í þessum liðum. Þriðja atriðið í ákærunni varð- aði ætluð umboðssvik Lýðs þegar VÍS keypti 40 prósenta hlut í félaginu Reykjanesbyggð ehf. af Kristjáni Gunnari Ríkharðssyni, svila Sigurðar, fyrir 150 milljónir. Dómurinn taldi sérstakan sak- sóknara ekki hafa sannað sekt Lýðs þar sem gögn í málinu hefðu ekki nægilega stoð til að nægja gegn neitun Lýðs og framburði vitna fyrir dómnum. Gestur Jónsson, verjandi Lýðs, sagðist í samtali við Fréttablaðið vera ánægður með niðurstöðuna og sagði að hann hefði ekki átt von á neinu öðru. - fbj Sýknaðir af ákærum um umboðssvik og brot gegn hlutafélagalögum sem stjórnarmenn í VÍS: Lýður og Sigurður sýknaðir af öllum ákærum ÓVÍST MEÐ ÁFRÝJUN Verjandi Lýðs Guðmundssonar sagði niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. FÓLK „Það er búið að svipta dótt- ur okkar ferðafrelsi. Það stenst engan veginn barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna,“ segir Kristín Cardew um ákvörðun Þjóðskrár að synja dóttur hennar, Harriet Cardew, um vegabréf vegna þess að nafn hennar er ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Kristín og eiginmaður hennar, Tristan Cardew, sem fæddur er í Bretlandi, eiga saman fjögur börn, Lilju og Belindu, fæddar í Frakklandi, og Harriet, 10 ára, og Duncan, 11 ára, fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki sam- þykkt nöfnin Harriet og Duncan og hafa þau hingað til borið nöfnin Stúlka og Drengur Cardew í Þjóð- skrá. Þau hafa til þessa fengið íslensk vegabréf með þeim nöfnum. Í síðustu viku sótti Kristín um vegabréf fyrir Harriet vegna þess að fjölskyldan hyggur á ferða- lag til Frakklands næstkomandi þriðjudag. Í gær tilkynnti Þjóð- skrá þeim að vegna þess að nafnið Harriet væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd væri ekki hægt að gefa út vegabréf á hennar nafni. „Lögmaður Þjóðskrár tilkynnti okkur einnig að nú væri verið að hreinsa út alla þá einstaklinga sem hétu Stúlka og Drengur í Þjóð- skrá,“ segir Tristan. Kristín bætir svo við að „ … ef við værum bæði erlend mættu börnin bera erlend nöfn. Þau mættu einnig bera erlend nöfn ef þau hefðu íslenskt fornafn eða millinafn.“ Hjónin hafa haft samband við breska sendiráðið um að fá neyðar- vegabréf svo þau komist til Bret- lands þar sem þau geti fengið varan legt vegabréf fyrir Harriet. „Það sem er svo ótrúlegt í þessu er að starfsmenn Þjóð- skrár eða Sýslumannsins í Kópa- vogi hefðu auðveldlega getað látið okkur vita að Harriet yrði neitað um vegabréf. Þá hefðum við fyrr getað haft samband við breska sendiráðið og fengið vegabréf,“ segir Tristan. Hjónin hafa sent umboðsmanni barna bréf og rætt við lögfræðing um hvort úrskurður Þjóðskrár standist lög og bíða eftir svari. Þau útiloka ekki að fara með málið fyrir dómstóla snúi Þjóðskrá ekki úrskurði sínum. ingvar@frettabladid.is Harriet neitað um vegabréf af Þjóðskrá Foreldrum hinnar tíu ára gömlu Harriet var í gær tilkynnt af Þjóðskrá að hún fengi ekki vegabréf vegna þess að nafnið væri ekki samþykkt. Þau segja ákvörð- unina ekki standast lög en fjölskyldan hyggur á ferð til Frakklands eftir viku. NEITAÐ UM VEGA- BRÉF Duncan og Harriet Cardew heita Stúlka og Drengur í Þjóðskrá. Nú fær Harriet ekki vegabréf vegna þess. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LÖGREGLUMÁL 204 kannabisplöntur sem lögreglan komst á snoðir um að væru í ræktun fundust aldrei. Þrír menn á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri hafa verið ákærðir fyrir ræktun á plöntunum til dreif- ingar og sölu. Tveir þeirra voru jafnframt ákærðir fyrir ræktun á 568 plöntum til viðbótar. Lögreglan gerði húsleit á heim- ili tveggja mannanna í Kópavogi árið 2010 og fann þar 568 kanna- bisplöntur sem mennirnir höfðu ræktað um nokkurt skeið auk tæplega tveggja kílóa af kanna- bisefnum sem tilbúin voru til sölu. Við húsleitina fann lögregla líka myndband þar sem mennirnir sáust setja upp ræktunaraðstöðu fyrir 204 plöntur við Suðurlands- braut í Reykjavík. Myndbandið leiddi lögreglu á hinn nýja rækt- unarstað degi síðar en þá var búið að taka ræktunina niður og plönt- urnar á bak og burt. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Aðeins þrír mannanna mættu fyrir dóminn. Þeir neituðu allir að hafa komið að ræktun á kannabisplöntum í hús- næðinu við Suðurlandsbraut en einn þeirra viðurkenndi að hafa staðið í ræktuninni í Kópavogi. - ssb Fjórir menn ákærðir fyrir að standa í umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum: Ræktuðu 772 kannabisplöntur KANNABIS- PLÖNTUR Ræktun í stórum stíl þekkist víða á höfuðborgar- svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Lögmaður Tonys Omos, Stefán Karl Kristjánsson, sagði fyrir héraðsdómi í gær að innan- ríkisráðuneytið væri vanhæft til að fjalla um mál skjólstæðings hans, vegna lekamálsins. Omos stefndi ríkinu eftir að honum var synjað um hæli hér á landi og var fyrirtaka í málinu í gær. Lögmaðurinn telur að málið hafi tekið aðra stefnu eftir að lög- regla lýsti því yfir að rökstuddur grunur væri fyrir því að ónefndir starfsmenn innanríkisráðuneyt- isins hefðu lekið minnisblaði um mál hælisleitandans til fjölmiðla. - jme / nej Innanríkisráðuneytið vanhæft: Fyrirtaka í máli Tonys Omos DÓMSMÁL Hjúkrunarfræðingur- inn sem ákærður er fyrir mann- dráp af gáleysi vegna vanrækslu í starfi og lögfræðingur Landspít- alans, fyrir hönd Landspítalans, neita sök. Málið var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Hjúkrunarfræðingnum er meðal annars gefið að sök að hafa láðst að tæma loft úr kraga barka raufarrennu þegar hún tók sjúklinginn úr öndunarvél. Það hafði þær afleiðingar að súrefnis- mettun og blóðþrýstingur sjúk- lings féll og hann lést skömmu síðar. - ih Ákærð vegna vanrækslu: Neitar mann- drápsákæru NEBRASKA, AP Smábærinn Pilger í Nebraska í Bandaríkjunum er rústir einar eftir að tveir öflugir hvirfilbyljir riðu yfir bæinn á mánudaginn. Þar að auki eru tveir látnir og minnst nítján særðir í þessum 350 manna bæ. Trey Wisniewski, íbúi í Pilger, segir ótrúlegt að svo fáir hafi farist en yfir 75 prósent af byggingum í bænum eru skemmd eða ónýt eftir hvirfilbyljina. - ih Sjónarvottar segja ótrúlegt að einungis tveir hafi farist: Bærinn rústir einar eftir hvirfilbylji GENGUR FRAM HJÁ ALTARINU Prestur í bænum Pilger í Nebraska gengur fram hjá altari kirkju bæjarins sem er rústir einar eftir hvirfilbylji sem riðu yfir bæinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.