Fréttablaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 42
25. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 26
Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi.
Sími 585 4000 www.uu.is
ATHUGIÐ,
HÁMARKSFJÖLDI
Í FERÐ ER 20 MANNS.
FÓTBOLTI „Mér fannst við spila
ágætlega. Við settum eitt mark
snemma á þá og þau hefðu getað
verið fleiri, en ég er bara ánægður
með sigurinn,“ segir Kristján
Gauti Emilsson, framherji FH,
sem skoraði tvö mörk og lagði upp
eitt í 4-0 sigri FH á Fram á Laugar-
dalsvellinum á mánudagskvöldið.
Kristján Gauti var óstöðvandi í
leiknum og hefði átt að skora fleiri
mörk sjálfur. Þessi 21 árs gamli
strákur er leikmaður 9. umferðar
hjá Fréttablaðinu fyrir frammi-
stöðu sína í Dalnum.
„Ég er bara nokkuð sáttur. Ég
náði að skora tvö mörk og leggja
upp eitt í lokin þannig að ég er
sáttur,“ segir Kristján Gauti.
Kominn í gott stand
Kristján Gauti virðist vera kom-
inn í sitt besta form en hann hefur
á ferli sínum glímt við löng og
ströng meiðsli.
„Ég hef verið óheppinn með
meiðsli og það setur alltaf strik í
reikninginn. Það er erfitt að þurfa
alltaf að koma til baka og vera að
missa af leikjum,“ segir Kristján
Gauti en tekur það ekki á andlega
að standa í svona meiðslum alltaf?
„Jú, ég held ég tali nú fyrir alla
fótboltamenn þegar ég segi að það
sé leiðinlegt að meiðast en maður
bítur bara á jaxlinn og reynir að
koma sterkur til baka. Nú er ég
búinn að ná mörgum leikjum líkt
og í fyrra. Ég er kominn í gott
stand,“ segir Kristján Gauti.
Hrikalega góð reynsla
Kristján Gauti fór 17 ára út til
Liverpool þegar hann gekk í ung-
lingalið félagsins. Hann segir
tímann þar hafa verið lærdóms-
ríkan þó að hann hafi einnig verið
erfiður út af eilífum meiðslum.
„Það var hrikalega góð reynsla
að æfa eins og atvinnumaður þó
að ég hafi verið mestallan tímann
meiddur. Ég fékk mikið út úr þessu
bæði líkamlega og andlega,“ segir
Kristján Gauti.
Hann viðurkennir að það sé
erfitt að tækla það andlega að vera
sífellt frá vegna meiðsla, en í dag
er hann bara ánægður að vera að
spila og það fyrir sitt félag.
„Það tekur gríðarlega á að vera
meiddur svona lengi eins og ég var.
En það er bara gaman að koma
heim í FH og ég er þakklátur fyrir
að geta spilað fyrir mitt uppeldis-
félag,“ segir Kristján Gauti en FH
er á toppi deildarinnar.
„Við eigum góðan mögulega á að
vinna deildina og svo er Evrópu-
keppnin spennandi. Við verðum að
gera eins og í fyrra þar. Vonandi
náum við sama árangri.“
Stefnir aftur út
Frammistaða Kristjáns Gauta
í upphafi tímabils hefur vakið
athygli út fyrir landsteinana
en atvinnumannalið fylgjast nú
grannt með gangi mála.
„Ég er alveg pollrólegur í þeim
málum og einbeiti mér bara að því
að spila vel fyrir FH,“ segir Krist-
ján Gauti. „Ég sé svo bara til hvort
ég fer út eftir þetta tímabil eða
næsta. Það verður bara að koma í
ljós, en það er ekkert í gangi sem
ég veit af.“
Stefnan er þó klárlega sett
á að fara aftur út. „Það er
alveg klárt. Hvort sem það er
Holland, Danmörk, Svíþjóð,
England eða Noregur; bara eitt-
hvað spennandi,“ segir Kristján
Gauti sem langar líka að fá annað
tækifæri með landsliðinu. Lars
Lager bäck og Heimir Hallgríms-
son hafa einmitt haft auga með
honum.
„Ég átti að spila á móti Eist-
landi um daginn en var því miður
meiddur. Það var gríðarlega leiðin-
legt að missa af þeim leik en von-
andi fær maður aftur tækifæri,“
segir Kristján Gauti Emilsson.
tomas@365.is
Tók á að vera frá svona lengi
Kristján Gauti Emilsson fór á kostum þegar topplið FH burstaði Fram, 4-0. Skoraði tvö og lagði upp eitt. Er
kominn í gott form eft ir löng og erfi ð meiðsli. Tekur stefnuna aft ur á atvinnumennsku en ekkert er í gangi.
GENGUR VEL Kristján Gauti er að komast í sitt besta form. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GÓÐ UMFERÐ FYRIR …
➜ Hauk Pál Sigurðsson, Val
Fyrirliðinn komst loks á blað í sumar og tryggði Val mikil-
vægan útisigur á Þór. Hefur skorað að minnsta kosti
þrjú mörk á hverju ári síðan 2009, hans besta ár kom
árið 2009 með Þrótti þar sem hann skoraði sex mörk.
➜ Garðar Jóhannsson, Stjörnunni
Garðar Jóhannsson þurfti aðeins að bíða í 114
mínútur eftir sínu fyrsta marki í sumar en fyrsta
Pepsi-deildarmarkið hans í fyrra kom ekki fyrr en
eftir 778 mínútur. Skoraði sigurmark Stjörnunnar
með síðustu snertingu leiksins sem tryggði þrjú stig.
➜ Miðjuna, stuðningsmenn KR
Hin fornfræga stuðningsmannasveit KR-inga dúkkar
reglulega upp í Eyjum en nokkrir vaskir menn og
konur fylgdu liðinu til Eyja og sáu glæsilegan endur-
komusigur gegn ÍBV. Þau fögnuðu vel með leik-
mönnum í leikslok eins og gefur að skilja.
ÚRSLIT
HM 2014 Í BRASILÍU
C-RIÐILL
JAPAN - KÓLUMBÍA 1-4
0-1 Juan Cuadrado (17. víti), 1-1 Shinji Okazaki
(45.), 1-2 Jackson Martínez (55.), 1-3 Jackson
Martínez (82.), 1-4 James Rodríguez (90.).
GRIKKLAND - FÍLABEINSSTRÖNDIN 2-1
1-0 Andreas Samaris (42.), 1-1 Wilfried Bony (74.),
2-1 Giorgos Samaras (90.+3).
LOKASTAÐAN
Kólumbía 3 3 0 0 9-2 9
Grikkland 3 1 1 1 2-4 4
Fílabeinsstr. 3 1 0 2 4-5 3
Japan 3 0 1 2 2-6 1
D-RIÐILL
KOSTARÍKA - ENGLAND 0-0
ÍTALÍA - ÚRÚGVÆ 1-0
0-1 Diego Godín (81.).
LOKASTAÐAN
Kostaríka 3 2 1 0 4-1 7
Úrúgvæ 3 2 0 1 4-4 6
Ítalía 3 1 0 3 2-3 3
England 3 0 1 2 2-4 1
LEIKIR DAGSINS
F-RIÐILL: Nígería - Argentína kl. 16.00
F-RIÐILL: Bosnía - Íran kl. 16.00
E-RIÐILL: Hondúras - Sviss kl. 20.00
E-RIÐILL: Ekvador - Frakkland kl. 20.00
PEPSI-DEILD KVENNA
ÞÓR/KA - BREIÐABLIK 0-1
0-1 Guðrún Arnardóttir (70.)
AFTURELDING - ÍA 4-1
1-0 Sigríður Þóra Birgisdóttir (6.), 2-0 Amy
Michelle Marron (25.), 3-0 Helen Lynskey (37.), 3-1
Guðrún Karítas Sigurðardóttir (53.), 4-1 Stefanía
Valdimarsdóttir (90.+4).
VALUR - FYLKIR 0-2
0-1 Lucy Gildein (24.), 0-2 Hulda Hrund Arnars-
dóttir (47.).
SELFOSS - STJARNAN 3-5
1-0 Dagný Brynjarsdóttir (7.), 1-1 Harpa Þorsteins-
dóttir (16), 1-2 Harpa Þorsteinsdóttir (19, víti), 1-3
Harpa Þorsteinsdóttir (28.), 1-4 Marta Carissimi
(36.), 2-4 Arna Ómarsdóttir (44), 2-5 Harpa Þor-
steinsdóttir (54.), 3-5 Arna Ómarsdóttir (65.).
STAÐAN
Stjarnan 6 5 0 1 23-6 15
Þór/KA 6 4 1 1 11-7 13
Fylkir 6 4 1 1 7-3 13
Breiðablik 6 3 1 2 18-6 10
Valur 6 3 1 2 16-11 10
Selfoss 6 3 0 3 15-13 9
ÍBV 5 2 0 3 6-8 6
FH 5 2 0 3 5-21 6
Afturelding 6 1 0 5 6-20 3
ÍA 6 0 0 6 4-16 0
SPORT
Luis Suárez tók upp
á því í þriðja skiptið á
atvinnumannsferlinum að
bíta andstæðing sinn þegar
Úrúgvæ vann Ítalíu, 1-0, í
lokaumferð D-riðils HM 2014.
Þegar tíu mínútur voru eftir
af leiknum beit hann Giorgio
Chiellini, miðvörð Ítalíu, í
öxlina en komst upp með það.
Nú er bara spurning hvort
hann eigi yfir höfði sér langt
keppnisbann og hvort HM sé
lokið hjá honum.Allt um HM á Vísi
Luis Suárez heldur áfram að bíta
andstæðinga sína á vellinum
16.00 BOSNÍA-ÍRAN
20.00 EKVADOR-FRAKKLAND
Úrslitin ráðast í E- og F-riðlum heimsmeistara-
keppninnar í fótbolta í dag. Bosníumenn eru
úr leik fyrir daginn í F-riðli en Nígería og Íran
berjast um annað sætið.
Antonio Valencia og félagar í Ekvador
mæta sjóðheitum Frökkum í dag og
þurfa líklega sigur til að komast áfram
því á sama tíma mætir Sviss liði Hond-
úras, sem er ekki og hefur ekki verið
líklegt til afreka á HM í Brasilíu til þessa.
Úrúgvæski miðvörðurinn
Diego Godín er búinn að gera
það að listgrein á tímabilinu
að skora mörk með skalla eftir
horn í mikilvægum leikjum.
Hann tryggði Atlético Madríd
spænska meistaratitilinn með
slíku marki og skoraði í úr-
slitaleik Meistaradeildarinnar.
Í gær skoraði hann enn eitt
skallamarkið eftir hornspyrnu
sem tryggði hans mönnum
farseðilinn í 16 liða úrslit HM
á kostnað Ítala.
STJARNA
GÆRDAGSINS
Diego Godín
Úrúgvæ