Fréttablaðið - 25.06.2014, Page 32
Hin
SIGRÍÐUR HRUND
GUÐMUNDSDÓTTIR
REKSTRARHAGFRÆÐINGUR
hliðin
USD 113,8
GBP 193,46
DKK 20,794
EUR 155,02
NOK 18,674
SEK 16,961
CHF 127,36
JPY 1,117
Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
Gengi gjaldmiðla FTSE 100
6.738,54 -13,49
(0,20%)
Viðskiptavefur Vísis
@VisirVidskipti
Hver tók
ostinn minn?
Nú höfum við búið við gjaldeyris-
höft í bráðum sex ár og þau virðast
ekki vera neitt að hverfa í bráð. Er
það til að æra óstöðugan. Innlendir
fjárfestingarkostir hafa verið ansi fáir
og misspennandi fyrir hinn almenna
fjárfesti. Síðan föttuðu einhverjir að
það væri hægt að komast fram hjá
lögunum og fjárfesta erlendis með
því að gera samning um viðbótar-
lífeyrissparnað við erlend trygginga-
félög. Þau fyrirtæki eða umboðs-
menn þeirra voru heldur ekki að
letja fólk til þess. Fyrst horfði Seðla-
bankinn fram hjá þessu, eflaust af
því þetta voru svo fáir einstaklingar
og litlar fjárhæðir í heildarmenginu.
Svo bættust fleiri í lestina og þetta
voru orðin 30 þúsund manns
eða 1/6 hluti vinnubærra manna.
Seðlabankinn gat ekki setið hjá
lengur því fjárhæðirnar voru farnar
að skipta verulega máli og stoppaði
í gatið í fyrri viku. En af hverju greip
Seðlabankinn ekki í taumana fyrr?
Mismuna sparnaðarformum
Mér fannst þetta alltaf furðulegt því
önnur sparnaðarform urðu að lúta
gjaldeyrislögunum frá nóvember
2008. Ekki gat fólk fjárfest reglulega
í erlendum verðbréfasjóðum þótt
upphæðirnar væri lágar og heldur
ekki í séreignarsparnaði hjá bönkum
og lífeyrissjóðum sem buðu upp á
þá sparnaðarleið sem fjárfesti sem
mest erlendis. Í allan þennan tíma
var í raun verið að mismuna fjár-
festum í reglulegum sparnaði. Með
því að stoppa útflæði fjármagns
með sölu á sparnaðarafurðum sem
brjóta gegn lögum um gjaldeyris-
mál, er þá Seðlabankinn ekki bara
að setja alla undir sama hatt?
Trygging eða sparnaður?
Ekki eru allir á sama máli, alltént
ekki þeir sem eiga hagsmuna að
gæta og missa nú spón úr aski
sínum. Seðlabankinn hafi jú lagt
blessun sína yfir þessi viðskipti
fyrir nokkrum árum. En nú er allt
breytt. Seðlabankinn breytti reglum
í liðinni viku til að milda áhrifin
á einstaklingana sem hlut eiga
að máli. Eftir sem áður geta þeir
sem skrifuðu undir samninga fyrir
innleiðingu fjármagnshafta haldið
sínum sparnaði áfram. Hinir sem
byrjuðu eftir að gjaldeyrislögin voru
sett í nóvember 2008 munu áfram
geta greitt iðgjöld af sínum trygg-
ingum skv. Seðlabankanum, en ekki
ef það leiðir af sér uppsafnaðan
sparnað.
En rosalega var Seðlabankinn
lengi að komast að þessari niður-
stöðu. Ef það verður til þess að við
losnum við gjaldeyrishöftin fyrr en
ella, þá er ég samt ánægð!
23.6.2014 Um helgina var metfjöldi
nemenda útskrifaður frá Háskóla Íslands
sem einn og sér skilar meiri gjaldeyris-
tekjum í þjóðarbúið en samanlagður
landbúnaðurinn. Þetta er gott dæmi um
vel heppnaða aðgerð vinstri stjórnar-
innar gegn atvinnuleysi og fyrir eflingu
náms. Það skiptir nefnilega máli hverjir
stjórna.
Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna
ÚR I.BBB Í I.A3
Hækka lánshæfi OR
Matsfyrirtækið Reitun hefur hækkað
lánshæfiseinkunn Orkuveitu Reykja-
víkur úr i.BBB í i.A3. Horfur eru áfram
taldar stöðugar. Sterkur rekstur,
árangur af Planinu umfram áætlanir,
lækkandi skuldir, batnandi lausafjár-
staða, minnkandi markaðsáhætta og
traustir bakhjarlar fyrirtækisins eru
helstu ástæður betri einkunnar, að því
er kemur fram í tilkynningu Reitunar.
HEYRNARSTÖ‹IN
Snjallara
heyrnartæki
Beltone First™
Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi.
Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Save the Children á Íslandi
10,3 KÍLÓ
Aukin neysla eldisfisks
Matvæla- og landbúnaðarstofnun
Sameinuðu þjóðanna, FAO, spáir því
að neysla eldisfisks verði 10,3 kíló
að meðaltali á hvern íbúa jarðar á
þessu ári. Neyslan mun því vaxa um
4,4 prósent frá því í fyrra. Á sama
tíma er því spáð að neysla á villtum
fiski dragist saman um 1,5 prósent og
verði 9,7 kíló að meðaltali á mann.
6% AF EIGNUM
Sjóðir eiga 1/3 hlutabréfa
Íslensku lífeyrissjóðirnir eiga þriðjung
allra skráðra hlutabréfa í Kauphöll
Íslands. Fjárfestingar þeirra í hluta-
bréfum hafa aukist á undanförnum
árum en bréfin eru þó einungis um
sex prósent af eignasafni sjóðanna.
Lífeyrissjóðirnir eiga meðal annars
um helming hlutafjár Regins, Haga og
Fjarskipta hf. (Vodafone).