Fréttablaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 22
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512 5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir GÖNGUR, VATNS- LEIKFIMI OG JÓGA Þátttakendur munu meðal annars fara í gönguferðir um nágrenni Gardavatns. Steinunn og Ásdís munu stýra teygjum eftir hverja ferð. Íþróttafræðingarnir Steinunn Leifsdóttir og Ásdís Halldórs-dóttir gáfu út mynddiskinn Sterk og létt í lund í fyrra en hann inniheldur átta ólíka leikfimi- þætti fyrir fólk á besta aldri. Þær hafa nú verið beðnar um að vera fararstjórar í göngu- og heilsu- ferð fyrir 60 plús við Gardavatn á Ítalíu í byrjun september. „Ferðin er farin á vegum ferða- skrifstofunnar Íslandsvina en hún hefur boðið upp á göngu- ferðir fyrir sextíu ára og eldri í mörg ár,“ segir Ásdís. „Við Steinunn höfum verið með fræðslu og kynningar í félags- starfi aldraðra að undanförnu og fékk Halldór Hreinsson, framkvæmdastjóri Íslandsvina, okkur í kjölfarið til liðs við sig. Við munum setja okkar svip á ferðina en ásamt því að leiða hefðbundnar göngur bjóðum við upp á morgunjóga, vatns- leikfimi eða teygjur eftir hverja göngu. Við ætlum þó ekkert að ganga fram af fólki og verður líka lögð áhersla á slökun og spa. Áhugasamir geta auk þess hlýtt á fyrirlestra um almenna heilsu og þjálfun á efri árum. Allir þátttak- endur fá svo eintak af disknum.“ Ferðin stendur frá 2. til 9. sept- ember. Hún ber yfirskriftina Draumur Dólómítanna. Undirtit- illinn er Hreyfing – Orka – Gleði. Nánari upplýsingar er að finna á www.islandsvinir.is. HEILSUEFLANDI FERÐ FYRIR 60 PLÚS GÓÐ HEILSA Íþróttafræðingarnir Steinunn Leifsdóttir og Ásdís Halldórsdóttir verða fararstjórar í göngu- og heilsuferð fyrir 60 plús á Ítalíu í september. Í fyrra gáfu þær út mynddiskinn Sterk og létt í lund. FYRIR FÓLK Á BESTA ALDRI Þær Steinunn og Ásdís gáfu út í fyrra mynddiskinn Sterk og létt í lund með átta ólíkum leikfimiþáttum fyrir fólk á besta aldri. Það er TripAdvisor sem hefur tekið saman listann, þar sem spurt er um 4–5 stjörnu hótel, leigubíla, mat og drykk í sólar- hring fyrir tvo. Vinsæl- ustu ferðamannaborgir í 50 löndum voru með í könnuninni. Miklar verðhækkanir hafa orðið í London sem varð til þess að borgin stökk upp um sex sæti. London er mest heimsótta borg af túristum en samkvæmt TripAdvisor er kostnaðurinn sem reiknaður var út um 60 þúsund krónur í London á meðan hann var 58 þúsund í París og tæpar 57 þúsund í New York. Kostnaður í Ósló er 52 þúsund. Stokkhólmur var í fjórða sæti, Kaup- mannahöfn í því sjöunda og Helsinki í áttunda. Það er dýrt að heimsækja Norðurlöndin. Reykja- vík var ekki með í þessari verðkönnun. Ódýrasta borgin er hins vegar Hanoí í Víetnam þar sem kostnaðurinn var rúmar 17 þúsund krónur. DÝRUSTU BORGIRNAR 1. London, Bretland 2. París, Frakkland 3. New York, Bandaríkin 4. Stokkhólmur, Svíþjóð 5. Ósló, Noregur 6. Zürich, Sviss 7. Kaupmannahöfn, Danmörk 8. Helsinki, Finnland 9. Tórontó, Kanada 10. Sydney, Ástralía ÓDÝRUSTU BORGIRNAR 1. Hanoí, Víetnam 2. Djakarta, Indónesía 3. Sharm el Sheikh, Egyptaland 4. Bangkok, Taíland 5. Sófía, Búlgaría 6. Höfðaborg, Suður-Afríka 7. Mumbai, Indland 8. Kúala Lúmpúr, Malasía 9. Prag, Tékkland 10. Búdapest, Ungverjaland Sett var nýtt met í heimsóknum ferðamanna til London á síðasta ári. Þá komu um 16 milljónir ferða- manna til borgarinnar. LONDON DÝRASTA BORGIN London trónar á toppnum þegar kemur að dýrustu borgum fyrir ferðamenn og hefur þar með rutt Ósló úr því sæti niður í það fimmta. Færri kíló – Minna ummál með spínat extrakt Fæst í 14 og 28 daga skömmtum. Útsölustaðir flest apótek og heilsu búðir. Aptiless fæst eingöngu í Noregi, Svíþjóð og nú á Íslandi. Hungur tilfinning minnkar strax frá fyrstu notkun. Inniheldur yfir 100 mismunandi próteinefni. Einn skammtur jafngildir fimm boll um af fersku spínati en Thylakoids dregur úr hungri Eykur mettun - Minnkar sykurlöngun - Jafnar blóðsykur - Lækkar blóðfitu, kólesterol og blóðþrýsting - Minnkar ummál - Fækk ar aukakílóum - Eykur orku - Bætir þarmaflóru. 100% náttúrulegt Vísindaleg sönnun á virkni Rannsóknir gerðar af Karólínska Háskólanum í Lundi í Svíþjóð ásamt fleiri virtum rannsóknarstofnunum. Nýtt í heiminum - nýtt á Íslandi Dr. Charlotte Erlanson- Albertsson, Prófessor við Karólínska Háskólanum í Lundi í Svíþjóð mynd:Kennet Ruona U m bo ð: w w w .v ite x. is Ein merkasta nýja uppgötvunin sem gerð hefur verið í heiminum dag Nýtt á Íslandi NÝ SENDING KOMIN Aptiless seldist upp á auga bragði, enda mest selda fitubrennsluefnið í Noregi og Svíþjóð. Þökkum frábærar viðtökur. Öflug vörn gegn sveppasýkingum „Ég mæli með Bio Kult Candéa fyrir skjólstæðinga mína. Síðustu ár hef ég lagt mikla áherslu á að vera í jafnvægi, með góða orku og einbeitningu í lífi og starfi. Ég hef lagt áherslu á að taka inn góða gerla til að viðhalda jafnvægi og orku og hef prófað þá allra bestu hér á markaðinum hverju sinni,“ segir Sigríður Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og fíkniráðgjafi. „Mér finnst Bio Kult Candéa vera skjótvirkasta varan sem ég hef prófað. Ég mæli með henni fyrir skjólstæðinga mína sem gjarnan eru að glíma við ójafnvægi í lífi sínu.“ Candéa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.