Fréttablaðið - 25.06.2014, Side 41
MIÐVIKUDAGUR 25. júní 2014 | MENNING | 25
Ég sagði henni bara
að ég væri í fatla og gæti
því miður ekki gert það.
ÚTBÚÐU
UPPÁHALDS
RÉTTINN ÞINN
TAKTU
girnile
ga
INSTAG
RAM M
YND
af rét
tinum
MERKtu MYNDINA
#GOTTiMATINN ogdeildu á FACEBOOK
1.
3.
MEÐ HRÁEFNI FRÁ GOTT Í MATINN!
og þú Gætir
unnið weber grill!
eða glæsilega gjafakörfu
Taktu þátt í matarmyndaleik Gott í matinn. Útbúðu þinn uppáhaldsrétt úr ljúffengu
hráefni frá Gott í matinn, taktu girnilega Instagram mynd af réttinum og deildu
henni með okkur á Facebook. Girnilegasta matarmyndin verður valin úr pottinum
og sigurvegarinn hlýtur að launum glæsilegt Weber grill.
Sendu okkur þína
girnilegu matarmynd
„Það er þetta basl, þessi íslenski
draumur um að komast héðan og
meika það,“ segir leikaraneminn
Aron Már Ólafsson um leikritið
Ræflavík sem frumsýnt verður
á Akureyri í byrjun júlí. „Það er
reyndar frekar góð saga hvernig
ég datt inn í þetta,“ segir Aron
en hann gekkst undir axlarað-
gerð fyrr í sumar. „Þannig að ég
er náttúrlega í fatla þegar María
Nelson hringir í mig klukkan
23.00 kvöldið fyrir fyrsta sam-
lesturinn,“ segir ungi leikarinn
en einn leikaranna forfallaðist
kvöldið fyrir samlestur og sagði
handritið vera of gróft fyrir sig.
„Ég sagði henni bara að ég
væri í fatla og gæti því miður
ekki gert það,“ segir Aron þegar
hann lýsir því hvernig María,
vinkona hans, hringir í hann í
móðursýkiskasti frá Akureyri til
að fá hann til þess að leika hlut-
verkið. „Síðan grípur hún fram
í fyrir mér og segir að karakt-
erinn geti alveg verið í fatla,“
segir ungi leikarinn sem ætl-
aði í kjölfarið að keyra til Akur-
eyrar strax um nóttina. „En það
var víst ekki mjög góð hugmynd
þannig að ég beið bara smá og
flaug strax daginn eftir,“ segir
leikarinn og hlær.
„Þetta er mikill sálfræði tryllir
og einhvers konar örvænting eftir
betra lífi sem er svona andinn yfir
þessu öllu,“ segir Aron Már um
leikritið sjálft sem segir frá ungu
fólki í leit að sjálfu sér og sann-
leikanum en það er Jón Gunnar
Þórðarson sem leikstýrir verkinu
og er sýningin á vegum Norður-
bandalagsins þriðja árið í röð.
Aron Már segir æfingaferl-
ið hafa gengið eins og með ann-
arri hendi. „Því ég er bara með
eina hönd, skilurðu,“ segir hann
og hlær. Leikritið verður sýnt í
Rýminu á Akureyri og er upp-
setning sviðsins mjög nýstár-
leg þar sem leikararnir eru
staddir í gryfju og áhorfend-
ur sitja á pöllum og horfa niður
á leikarana. „Þú ert að upplifa
mómentið með leikurunum í stað-
inn fyrir að leikararnir sýni þér
mómentið,“ segir Aron Már. Leik-
ritið verður frumsýnt á Akureyri
3. júlí en Reykvíkingar þurfa
ekki að örvænta þar sem Ræfla-
vík verður sett á svið í Tjarnar-
bíói 24. júlí. baldvin@frettabladid.is
Leikur með
annarri hendi
Aron Már Ólafsson er leikaranemi við LHÍ en hann
er staddur á Akureyri að leika í verkinu Ræfl avík.
AKUREYRINGUR UM STUND Aron Már tók fyrsta flug til Akureyrar þegar honum
bauðst hlutverkið.
Stórleikarinn Gary Oldman er í
löngu viðtali í nýjasta hefti tíma-
ritsins Playboy. Hann fer um
víðan völl í viðtalinu og talar
meðal annars um hvað honum
finnst um raunveruleikasjón-
varp og reynslu sína af kvenkyns
aðdáendum.
Það sem vekur hins vegar
mesta athygli í viðtalinu er þegar
Gary kemur leikurunum Mel
Gibson og Alec Baldwin til varn-
ar, en þeir hafa komist í fjölmiðla
fyrir að láta ófögur orð falla um
gyðinga og samkynhneigða.
„Mér finnst pólitísk rétthugsun
vera rugl. Þetta er bara helvítis
grín. Jafnið ykkur á því,“ segir
Gary og talar sérstaklega um
atvikið árið 2006 þegar Mel Gib-
son talaði niðrandi um gyðinga.
„Ég veit ekki með Mel. Hann
varð fullur og sagði eitthvað en
við höfum öll sagt svona hluti.
Við erum öll helvítis hræsn-
arar. Það er það sem mér finnst.
Hefur lögreglumaðurinn sem
handtók hann aldrei notað orðin
niggari eða helvítis gyðingur?
Nú er ég mjög hreinskilinn.
Hræsnin gerir mig brjálaðan.
Eða ég ætti kannski að strika
þetta út og segja N-orðið og H-
orðið.“ Aðspurður hvort hann sé
fordómafullur maður segir Gary
svo ekki vera.
„Nei, en ég er að verja allt
ranga fólkið. Ég er að segja að
það sé í lagi með Mel og að Alec
sé góður gaur.“ - lkg
Ver allt ranga fólkið
Leikarinn Gary Oldman fer mikinn í Playboy.
LÆTUR Í SÉR HEYRA Gary er óhræddur
við að segja sína skoðun.
NORDICPHOTOS/GETTY